Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 30

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 30
30 Adolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélags- ins Gullbergs og fiskvinnslu- fyrirtækisins Brimbergs á Seyðisfirði, segir að það sé ekkert launungarmál að nið- urskurður þorskaflaheimilda verði Seyðfirðingum afar erf- iður. Erfitt sé þó á þessari stundu að segja nákvæmlega til um afleiðingarnar, en ljóst sé að tekjuskerðingin fyrir allt samfélagið verði mikil, enda sé hér um að ræða annan tveggja stærstu vinnustaða á Seyðisfirði. Gullberg gerir út ísfisktog- ararann Gullver, sem aflar hráefnis fyrir vinnslu Brim- bergs á Seyðisfirði. Þær teg- undir sem ekki eru unnar í landi eru fluttar út í gámum með Norrænu. Í það heila starfa 60-70 manns hjá Gull- bergi og Brimbergi. 300 milljóna króna tap „Ég held að verði að segja að þetta nýja fiskveiðiár horfi heldur illa við okkur hér á Seyðisfirði,“ segir Adolf Guð- mundsson. „Við höfum ekki endanlega lagt það niður fyrir okkur hvernig þetta kemur út, en mér sýnist að tekjutap- ið fyrir útgerðina og frystihús- ið nemi samtals um þrjú hundruð milljónum króna. Þorskniðurskurðurinn er til- finnanlegur fyrir okkur því að við höfum getað skipt á þorski og ufsa og karfa. Minni þorskur þýðir hins vegar að nú höfum við ekki möguleika á að breyta neinu. Við erum hreinlega í lágmarki með þorsk til þess að geta haldið skipinu úti. Við erum með út- hlutun í karfa upp á 632 tonn en höfum verið að veiða 1100-1200 tonn af karfa. Í ufsa erum við með 456 tonn en höfum verið að veiða um 1000 tonn. Í ýsu erum við út- hlutun upp á 630 tonn en höfum verið að veiða milli 800 og 1000 tonn. Við höfum reynt að setja heimildir í geymslu á milli ára í ýsu, ufsa og karfa og reynum að leigja til okkar heimildir þannig að áfallið verður ekki eins stórt á þessu fiskveiðiári.“ Adolf segir erfitt að ráða í hvernig leigumarkaðurinn verði í ljósi 30% minni þorsk- heimilda. Hann segir ekki ljóst hvernig útgerðarmynstrið muni breytast á Seyðisfirði í ljósi þessarar stöðu. „Það er þó ljóst að við munum halda úti óbreyttri vinnslu til ára- móta. Síðan verður að koma í ljós hvað verður. Ef verður loðna og við fáum einhverja hlutdeild í vinnslu á henni getum við nýtt Gullberg öðru- vísi, t.d. í grálúðu og karfa og þá getum við sparað aðrar tegundir á meðan.“ Brimberg vinnur þorsk, ýsu og ufsa – þorsk og ýsu ferskt í flug og ufsinn er frystur í blokk. Mikið áfall fyrir margar sjávarbyggðir Adolf segir að ákvörðun um 30% niðurskurð á þorski sé gríðarlegt áfall fyrir margar sjávarbyggðir, eins og til dæmis Seyðisfjörð „og ég held að stjórnmálamenn hafi engan veginn gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur. Og þessar mótvægisað- gerðir sem hafa verið kynntar koma okkur engan veginn til góða. Ríkisvaldið hefur verið að plokka frá okkur opinber störf og það breytir engu hvort hingað koma eitt eða tvö ný opinber störf. Til lengri tíma hefur vegagerð og bætt- ar vegasamgöngur góð áhrif fyrir samfélagið, en til skemmri tíma hafa vegafram- kvæmdir ekkert að segja fyrir sjómenn og landverkafólk sem er hér að missa allt að 30% tekna sinna. Þetta hefur víðar áhrif í samfélaginu hér. Auk starfsfólksins sjálfs þýðir þetta mikla tekjuskerðingu fyrir höfnina og þar með sveitarfélagið og þjónustufyr- irtæki.“ Munum ekki ná frekari hækkun á verði sjávarafurða Minni þorskur frá Íslandi inn á erlenda markaði getur að mati Adolfs haft alvarlegar af- leiðingar. „Það er ekki ólík- legt að einhverjar aðrar fisk- tegundir, t.d. úr eldi, komi til með að fylla upp í það tóma- rúm sem skapast við minni sölu á þorski héðan frá Ís- landi. Fyrir nokkrum árum, þegar ýsukvótinn var skorinn niður, lentum við í því á Bret- landsmarkaði að aðrar teg- undir komu inn og jafnframt lækkaði verðið fyrir ýsuna. Við höfum aftur náð upp söl- unni á ýsunni, en við höfum hins vegar ekki náð þeim verðum sem voru fyrir hana áður en til niðurskurðarins kom. Sumir hafa sagt að við náum til baka þessum nið- urskurði í þorski með hærra verði á mörkuðum. Því er ég ekki sammála vegna þess að verð fyrir sjávarafurðir eru nú í sögulegu hámarki og við sjáum teikn á lofti um að verð fyrir frysta fiskinn sé að gefa aðeins eftir. Við höfum líka séð að Frakklandsmarkaður S E Y Ð I S F J Ö R Ð U R Erum í vörn og lítið má út af bregða - segir Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs og Brimbergs á Seyðisfirði Karfi og aðrar aukategundir eru fluttar út í gámum með Norrænu. Fornubúðir 5 - 220 Hafnarfjörður Sími 560 4300 - Fax 560 430 - www.saltkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.