Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 22
22 Hjalti Þór Vignisson, bæj- arstjóri á Höfn í Hornafirði, segir alveg ljóst að þorskafl- aniðurskurðurinn muni valda miklum erfiðleikum á Höfn, einkum hafi hann áhyggjur af minni vinnslufyrirtækjum og útgerðum, sem hafa verið að endurnýja báta og eru því skuldsettar. En engu að síður segist Hjalti Þór vera þess fullviss að samfélagið muni vinna sig út úr vandanum, en ætla megi að komandi vetur verði nokkuð erfiður í atvinnu- lífinu á Höfn. Um miðjan ágúst hittust bæjarstjórar Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Sandgerðis og Grindavíkur á fundi í Grinda- vík þar sem rætt var um hvernig bregðast mætti við niðurskurði aflaheimildanna í þorski. Rætt var m.a. um til hvaða almennra aðgerða rík- isvaldið geti gripið til þess að styðja við sjávarbyggðir. „Öll þessi bæjarfélög eru kvótahá og byggja afkomu sína á þorskveiðum. Okkur bæj- arstjórunum þótti ástæða til þess að hittast og fara yfir málið og ræða um hvernig eðlilegast væri að bregðast við, bæði hvað samfélögin sjálf ættu að gera og einnig til hvaða aðgerða æskilegt væri að ríkið gripi.“ Áfall fyrir Hornfirðinga Hjalti Þór segir að þorsk- kvótaniðurskurðurinn sé mik- ið áfall fyrir Hornfirðinga. „Það er klárlega að fara mikill kvóti úr byggðarlaginu, sem gerir okkur að sjálfsögðu erf- itt fyrir. Að mínu mati eiga lít- il og skuldsett fyrirtæki eftir að eiga á brattann að sækja. Ég hef mestar áhyggjur af þeim. Stærri sjávarútvegsfyr- irtæki eru betur í stakk búin til þess að mæta svona áföll- um,“ segir Hjalti Þór. Í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráð- herra um þorskaflahámark á næsta fiskveiðiári ályktaði bæjarráð Hornafjarðar þar sem lýst er þungum áhyggj- um vegna afleiðinga af skerð- ingunni, sem muni hafa „víð- tækar afleiðingar á atvinnulíf Hornfirðinga, þ.e. sjómenn, fiskverkafólk, fyrirtæki og sveitarfélag. Tekjur í sjávarút- vegi munu dragast verulega saman og störf tapast í fisk- veiðum, fiskvinnslu og af- leiddum störfum,“ eins og H Ö F N Í H O R N A F I R Ð I Það má búast við að veturinn verði harður - segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn um áhrif af þorskaflaniðurskurðinum Ljóst er að þorskkvótaniðurskurðurinn mun koma nokkuð harkalega við sjómenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.