Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 34

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 34
34 N Ý T T K V Ó T A Á R „Ég hygg að staðan sé mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Sum fyrirtæki munu ugglaust lengja veiði- og vinnslustoppið yfir sumarmánuðina, en önnur fyrirtæki koma trúlega til með að fækka skipum,“ segir Frið- rik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, þegar hann var beðinn að leggja mat á afleiðingar þorskkvótaskerð- ingarinnar á nýhöfnu fiskveiði- ári. Erfitt að ná ýsukvótanum Margir setja spurningamerki við að unnt verði að veiða allan ýsukvótann á nýhöfnu fiskveiðiári – 100 þúsund tonn – í ljósi þess að þorsk- kvótinn sé ekki nema 130 þúsund tonn. Friðrik segir að þessar áhyggjur séu eðlilegar. „Það er viðbúið að þessi 130 þúsund tonna þorskkvóti verði til þess að ýsukvótinn náist ekki. Síðan má setja sama spurningamerki við ufs- ann. Þá er það auðvitað alltaf stórt spurningamerki hvort ýsan gefur sig, því við höfum séð að það er mjög mismun- andi. Í sumar hefur víða verið minni ýsuveiði en undanfarin ár. Það er spurning hvort leyft verður að fara inn á svæði, sem hafa verið lokuð. Það hefur í því sambandi verið bent á gömul og þekkt ýsu- mið fyrir norðan land. En ég heyri að flestir hafa þá tilfinn- ingu að ýsukvótinn muni ekki nást á næsta fiskveiðiári,“ seg- ir Friðrik. Enga trú á því að brottkast aukist Þær spáraddir hafa heyrst að þorskkvótaniðurskurðinn muni leiða til aukins brott- kasts á fiski. Friðrik J. Arn- grímsson hefur ekki nokkra trú á því, „en því miður eru örugglega einhverjir sem hugsa þannig. En ef þessir menn eru spurðir beint að Þetta verður mjög erfitt - segir Frðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ „Vegna þess hversu þorskkvótinn er lítill er alveg ljóst að erfitt verður að ná kvóta í öðrum tegundum, sem getur þá þýtt enn meira tjón en sem nemur þorskkvóta- skerðingunni. Síðan tel ég nokkuð einsýnt að þetta lítill þorskkvóti muni leiða til uppsagna í sjávarútvegi og þar með tekjurýrnunar hjá starfsfólki,“ segir Friðrik J. Arngrímsson m.a. í viðtalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.