Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 17
17 muni nema tveimur milljörðum króna. Í öðrum sjávarbyggðum um allt land verða áhrif þorskkvótaniðurskurðarins mikil. „Ég tel að þær mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt auðveldi mönn- um að komast í gegnum öldudalinn sem framundan er,“ segir Einar og vísar á bug þeim röddum gagnrýnenda sem hafa tal- ið nefndar aðgerðir duga skammt og hafa takmörkuð áhrif. Hann gefur sömu- leiðis lítið fyrir þau sjónarmið að með ráðstöfunum nú séu stjórnvöld að bregða út frá markaðri stefnu til margra ára, það er að tími sértækra aðgerða sé liðinn og nú sé gengið of langt við að aðstoða sjávarútvegsfyrirtækin. „Það verður að skapa fyrirtækjunum aðstæður svo þau eigi möguleika á að lifa af. Ég hafði auðvitað heilmiklar áhyggjur af afleiðingum aflasamdráttarins hvað varðar atvinnulífið því ekkert kem- ur í staðinn fyrir 63 þúsund tonn af þorski. Það hlýtur hvert mannsbarn að sjá. Hins vegar getum við auðveldað mönnum að þreyja þann þorra og góu sem framundan eru og það verður gert með margvíslegum hætti. Ég legg til dæmis mjög mikla áherslu á að nið- urskurðurinn breyti ekki samsetningu í útgerð, það skiptir miklu að hér verði áfram öflugar einstaklingsútgerðir, minni útgerðarfyrirtæki og eins stærri fyrirtæki. Styrkur íslenska sjávarútvegsins felst í þessari fjölbreytni. Því er mikið fagnaðar- efni að mínu mati að bankarnir hafa lýst því yfir opinberlega að þeir vilja aðstoða fyrirtækin við að komast yfir hjallann, sem að mínu mati sýnir styrk bankakerf- isins og ábyrgð af hálfu stjórnenda þess. Ég lagði líka mikla áherslu á að efla Byggðastofnun. Ég hef því trú á að lang- flest sjávarútvegsfyrirtæki spjari sig og komist í gegnum þær þrengingar sem framundan eru fyrir svo utan að farið verður í margvíslegar aðrar aðgerðir, svo sem á sviði skólamála og fjarskipta- og samgöngumála sem er hluti af því að byggja upp hið nýja Ísland. Við þurfum að skapa tækifæri sem landsbyggðin á að njóta til jafns við höfuðborgarsvæð- ið.“ Hálfvelgjuleiðin væri hættuleg Einar kveðst hafa borið nokkurn kvíð- boga gagnvart því að í hinum snarpa niðurskurði nú gæfust einhverjir útgerð- armenn upp og seldu frá sér kvótann. Menn í greininni líti hins vegar svo á að í dag sé alrangur tími til að selja kvótann – flestir ætli að nota þá mögru tíma sem framundan eru til að byggja sinn rekstur upp og standa klárir þegar aflaheimildir verða auknar. „Ég er alveg sannfærður um að hefði ég lækkað aflaheimildir lítillega – þannig að menn hefðu sannfærst um að fram- undan væri enn frekari niðurskurður – þá hefðu margir selt frá sér kvótann. Ein- yrkjar í greinni hefðu gefist upp og forð- að sér áður en til meiri skerðingar kæmi. Hálfvelgjuleiðin sem margir hafa talað fyrir hefði að mínum dómi verið mjög hættuleg einyrkjaútgerðinni. Ég held líka að allir sjái að það borgar sig ekki að selja frá sér kvótann þegar við erum í mestu lægðinni,“ segir Einar sem telur að við núverandi aðstæður séu ýmsar kjör- aðstæður til staðar á fiskmörkuðum Ís- lendinga og mikilvægt sé að menn nýti sér þær. „Við núverandi aðstæður tel ég einnig að markaðsleg tækifæri séu til staðar. Varla líður svo mánuður að inn í þetta ráðuneyti komi ekki menn sem eru að kaupa eða selja íslenskan fisk erlendis og segi mér frá því hve mikil áhersla sé lögð á það af hálfu markaðarins ytra að fiskurinn sé frá landi sem standi vel að sinni fiskveiðistjórnun og standi í ístað- inu hvað varðar veiðiráðgjöf. Kröfur um umhverfismerkingar á fiski eru háværar og forsendan fyrir þeim er sú að veiðar úr viðkomandi stofni byggist á grundvall- arhugmyndunum um sjálfbærni. Hefðum við farið langt fram úr ráðgjöf Hafró er hættan sú að við hefðum einfaldlega glatað því góða orðspori sem Ísland hef- ur á alþjóðlegum fiskmörkuðum,“ segir Einar og nefnir einnig lögmálin alþekktu um framboð og eftirspurn. Minna fram- boð á íslenskum fiski geti allt eins leitt til hærra afurðaverðs. Verð á alþjóðlegum fiskmörkuðum hafi hækkað mikið á und- anförnum árum þó vissulega séu tak- mörk fyrir því hve hátt boginn verði spenntur án þess að slíkt leiði til bak- slags. Ráðum við niðursveifluna Hlutur sjávarútvegsins í íslensku efna- hagslífi hefur hlutfallslega minnkað á undanförnum árum jafnframt því að hlut- ur til dæmis áliðnaðar, ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu hefur aukist mikið. Ein- ar segir mikinn niðurskurð þorskafla- heimilda því ekki sama skellinn nú fyrir þjóðarbúið í heild og orðið hefði fyrir kannski fimmtán árum. Við aðstæður þá hefði ákvörðunin orðið efnahagslegt reiðarslag fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Nú séu aðstæður allt aðrar og eggin í fleiri körfum. „Við erum ríkt þjóðfélag sem ræður við þessa niðursveiflu. Mér fannst það hins vegar undarlegt og lýsa sérstöku ástandi á gjaldeyrismörkuðum að í kjöl- far þess að ákvörðun hámarksafla var kynnt styrktist gengi krónunnar. Í mínum huga er það óskiljanlegt mál – en skýr- ingin mun felast í útgáfu svonefndra Jöklabréfa, en erlendir fjárfestar leita í vaxandi mæli í þá miklu ávöxtum sem er á íslenskum fjármálamarkaði. Þetta segir okkur einfaldlega að það eru aðrir kraft- ar en sjávarútvegurinn sem ráða orðið Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Það er alveg ljóst í mínum huga að hefði ég farið 150 þúsund tonna leiðina hefði ég jafnframt orðið að greina frá því að miðað við forsendur og þær upp- lýsingar sem við hefðum tiltækar, væru allar líkur á því að á fiskveiðárinu 2008 til 2009 yrði að koma til enn meiri skerðingar. Slíka ákvörðun hefði orðið erf- itt að verja og hún hefði haft lamandi áhrif á sjáv- arútveginn,“ segir sjávarútvegsráðherra. „Ég­tel­að­þær­mótvægisaðgerðir­sem­rík- isstjórnin­hefur­kynnt­auðveldi­mönnum­að­kom- ast­í­gegnum­öldudalinn­sem­framundan­er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.