Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 16
16 fleirum kost á að koma að þeim. Opna fleirum leið að því að rannsaka fiskinn í sjónum og ég hef sett aukinn þunga ein- mitt í það.“ - Telur þú að eitthvað í núverandi fiskiveiðistjórnunarkerfi sé þess valdandi að uppbygging þorskstofnsins hafi ekki gengið hraðar og betur fyrir sig? „Aflaheimildir í magni en ekki tíma er líklegasta aferðin til að geta stjórnað heildarmagni þess afla sem komið er með að landi. Um það fer enginn í graf- götur. Hins vegar hefur kvótakerfið galla. Við höfum til dæmis gengið of nærri eldri árgöngum í þorskinum. Með fiski- veiðistjórnunarkerfi sem takmarkar magn er ýtt undir sókn í stærsta og verðmæt- asta fiskinn, sem er mjög þýðingarmikill fyrir hrygninguna. Innan kvótakerfisins eru hins vegar til lausnir á þessu. Forveri minn tók ákvörðun um að minnka möskvastærð neta og uppi hafa verið ýmsar hugmyndir sem eiga að stuðla að minni sókn. Í nýjustu ástandsskýrslu Hafró sjáum við að ástandið er heldur að skána, eldri stofnar eru betur á sig komnir en var. Því held ég, að teknu til- lit til alls, að magnbundin sóknarstýring á borð við kvótakerfi sé líklegri en ann- að til að halda hámarksafla innan tiltek- inna hámarka þó að sóknarstýring hafi líka kosti.“ Samsetning ýsu og þorsksins er mjög erfið - Vegna meðafla hafa margir af því áhyggjur að 130 þúsund tonna þorsk- kvóti sé einfaldlega of lítill, þegar haft er í huga að ýsukvótinn er 100 þúsund tonn. Hvernig sjá menn þetta best leyst? „Samsetning ýsu og þorsksins er mjög erfið. Ég dreg enga dul á það og þekki málið sjálfur sem gamall útgerðarmaður. Hins vegar er ekkert eitt hlutfall í þessu rétt. Af kvótasamsetningu og veiði ein- stakra skipa sjáum við að sumir geta náð stærri hluta af ýsunni og þar hafa orðið ýmsar framfarir. Valhæfni veiðarfæra hef- ur aukist og með réttri beitu geta menn náð fisktegundum sem ekki fengust áð- ur. Það þótti mikið afrek hjá smábátasjó- mönnum á sínum tíma þegar þeim tókst að auka ýsuveiðina sem byggðist auðvit- að á því að þeir byggðu á bestu fáanlegri þekkingu og notuðu mismunandi beitu. Hvað varðar ýsukvótann, þá munum við taka afstöðu til hólfaopnana og -lok- ana við landið og ég er mjög opinn fyrir slíku. Það felast miklir hagsmunir í því að ná sem mestu af ýsukvótanum; að hann detti ekki dauður niður eins og gerðist á nýliðnu fiskveiðiári. Það hefði eigi að síður verið mjög furðulegt ef ég hefði tekið ákvörðun um að lækka ýsu- kvótann án tillits til veiðiráðgjafar. Það eru áraskipti á því hve vel gengur að ná einstaka tegundum. Það hefði beinlínis verið hlálegt hefði ég fært ýsukvóta nið- ur úr öllu valdi og komið í veg fyrir ýsu- veiði sem ef til vill hefði verið möguleg.“ Niðurskurður breyti ekki samsetningu Það er nokkuð ljóst að skerðing afla- heimilda leiðir til þess að framundan er þungur róður hjá útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum um allt land. Vestfirð- ir eru mjög háðir þorskveiðum og sama á við um Snæfellsnes en talið er að áhrif þorskaflaskerðingarinnar í Snæfellsbæ Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Hefðum við farið langt fram úr ráðgjöf Hafró, er hættan sú að við hefðum einfaldlega glatað því góða orðspori sem Ísland hefur á alþjóðlegum fiskmörkuðum,“ segir sjávarútvegsráðherra m.a. í viðtalinu. Hér er Viktor Jónsson í Grindavík með einn rígvænan. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. „...kalla­til­staðkunna­sjómenn­ víða­um­land.­Nú­þurfum­við­þó­sérstaklega­ að­kanna­grunnslóðina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.