Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 35

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 35
35 því hvort þeir hendi fiski, þá neita þeir því en segja jafn- framt að aðrir geri það. Það er ekki mikið hægt að gefa fyrir slíkan málflutning.“ Erum ekki að biðja um ölmusu eða ríkisaðstoð Friðrik segir alveg ljóst að þorskniðurskurðurinn skapi útgerð og fiskvinnslu í land- inu mikla erfiðleika, sem ekki sé hægt að átta sig á á þessari stundu. „Þetta verður einfald- lega rosalega erfitt. Þess vegna lögðum við hjá LÍÚ til að ekki yrði farið svona langt niður með þorskkvótann. Við töldum að ekki yrði tekin mikil áhætta með að miða þorskaflann á þessu fiskveiði- ári við 150-160 þúsund tonn. Við lögðum þetta til vegna þess að við töldum að ef far- ið yrði neðar gætu afleiðing- arnar orðið mjög alvarlegar fyrir margar byggðir landsins. Vegna þess hversu þorsk- kvótinn er lítill er alveg ljóst að erfitt verður að ná kvóta í öðrum tegundum, sem getur þá þýtt enn meira tjón en sem nemur þorskkvótaskerð- ingunni. Síðan tel ég nokkuð einsýnt að þetta lítill þorsk- kvóti muni leiða til uppsagna í sjávarútvegi og þar með tekjurýrnunar hjá starfsfólki. Það má alveg búast við að einhver fyrirtæki hreinlega hætti rekstri. En stóra spurn- ingin er hversu langvinnt þetta ástand verður. Sjávarút- vegurinn mun hins vegar fara í gegnum þetta eins og oft áður og ég tek fram að grein- in er ekki að biðja um ölm- usu eða ríkisaðstoð. Þetta tal um að Byggðastofnun eigi að bjarga öllu er að mínu mati sérkennilegt. Það stendur ekki til að gefa mönnum pen- inga. Fyrirtækin munu að sjálfsögðu leysa sín mál með sínum lánardrottnum, mér dettur ekki annað í hug. En engu að síður er alveg deg- inum ljósara að þetta verður mjög erfitt.“ Friðrik segir jákvætt að síldarstofninn sé að eflast og vonandi haldi sú þróun áfram að norsk-íslenska síldin færi sig inn í íslenska landhelgi. Það sé þó síður en svo fast í hendi. Og hann væntir þess að mögulega verði farið að vinna kolmunna til manneld- is. En þar sé það sama uppi á teningnum að ekkert sé fast í hendi. „Varðandi þorskinn sýnist mér að helsta vonin sé sú að fiskurinn muni þyngjast. Það verður fróðlegt að sjá á næstu misserum hvort um þyngd- araukningu verður að ræða,“ segir Friðrik. Hvað eru menn að tala um? Friðrik hafnar því algjörlega að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um þennan mikla niðurskurð á þorskafla á þessu fiskveiði- ári sýni svart á hvítu að nú- gildandi fiskveiðistjórnunar- kerfi beri að skera upp. „Hvernig í ósköpunum á að skera þetta kerfi upp? Hvað eru menn að tala um?“ spyr Friðrik á móti. „Það er full- komlega fráleitt. Er ætlunin að taka aflaheimildir frá þeim sem hafa verið að kaupa þær og færa þær öðrum? Þetta er að sjálfsögðu ekki inni í myndinni og það er enginn sem hefur einhverja vigt eða ábyrgð að tala um þetta í al- vöru. Fyrir þarsíðustu alþing- iskosningar var ég oft spurður um hvort ég óttaðist ekki að Samfylkingin kæmist til valda í landsstjórninni. Ég svaraði því neitandi vegna þess að þegar menn eru komnir með ábyrgðina á sínar herðar komast menn fljótt að raun um að þessi mál eru ekki eins svart-hvít og sumir vilja vera láta.“ Sjávarútvegurinn beri ekki einn uppi atvinnulífið á landsbyggðinni Það eina góða við þorsk- kvótaniðurskurðinn er að mati Friðriks að hann veki menn til umhugsunar um að sjávarútvegurinn geti ekki þegar til lengri tíma litið bor- ið uppi atvinnulífið á lands- byggðinni, þar verði eitthvað fleira að koma til. „Það liggur alveg fyrir að þó svo að þorskaflinn muni aftur aukast eftir einhver ár, mun störfum ekki fjölga í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Þá verður komin einhver tækni sem við sjáum ekki núna. Þróunin í þessum efnum mun að sjálf- sögðu halda áfram. Við sjáum til dæmis í saltfiskvinnslunni að þar hefur orðið gríðarleg afkastaaukning, en að sama skapi hefur fólki ekki fjölgað nema síður sé. Störfum í sjáv- arútvegi hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum og það eru engar líkur á öðru en að sú þróun haldi áfram,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. N Ý T T K V Ó T A Á R Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Gufudælur Afkastamiklir vinnuþjarkar HDS 13/24 PE Cage � Þrýstingur: 60-240 bör � Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco � Þrýstingur: 30-180 bör � Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst HDS 895 S � Þrýstingur: 30-180 bör � Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.