Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 26
26 Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða, segir erfitt að ráða í hvernig áhrif af þorsk- kvótaniðurskurði muni koma fram í starfsemi fiskmark- aðanna, að öðru leyti en því að framboðið af þorski verði að sjálfsögðu mun minna á þessu fiskveiðiári. „Þessi niðurskurður þýðir ósköp einfaldlega að við verðum að herða róðurinn í að ná fiski inn á markaðina. Við erum ekki að selja í gegn- um markaðina nema einn fimmta af þeim fiski sem er landað hér þannig að við verðum að einbeita okkur að því að fá eitthvað meira af þeirri köku sem er til skipt- anna,“ segir Eyjólfur. Ný reglugerð um fiskmarkaði Þann 1. september sl. tók gildi ný reglugerð um fisk- markaði, sem Eyjólfur segir að fiskmarkaðsmenn hafi lengi beðið eftir. „Það er vita- skuld mjög gott fyrir okkur að hafa reglugerð til þess að vinna eftir. Fiskmarkaðir hafa verið að ýta á eftir því að fá reglugerð til þess að starfa eftir og fá hreinar línur í ýmis mál. Kaupendur hafa t.d. kvartað yfir því að ekki hafi verið algjörlega á hreinu sam- kvæmt lagabókstafnum hve- nær fiskurinn er eign seljenda og hvenær hann er eign kaupenda. Nú hefur verið kveðið upp úr um þetta í þessari reglugerð og það er mjög jákvætt,“ segir Eyjólfur. Möguleiki að bjóða í gámafiskinn Eyjólfur segir að júlí hafi ver- ið lélegur á fiskmörkuðunum, en fram að þeim tíma hafi salan verið svipuð og í fyrra. „Miðað við að 30% samdráttur er í þorskkvótanum má reikna með samdrætti hjá okkur, en við vonum að nýtt uppboðskerfi, Fjölnet, geri okkur kleift að fá í sölu hjá okkur eitthvað af þeim óunna fiski sem er fluttur út í gám- um. Við höfum viljað hafa möguleika á að bjóða í fisk sem er fluttur úr landi í gámi og þetta kerfi gerir okkur það kleift. Í Fjölneti er hugmyndin að selja mikið magn í einu, t.d. heilan gám eða bátsfarm. Seljendum verður gefinn kost- ur á því að setja sölukröfur sem verða að nást áður en af sölu verður. Kaupendum gefst kostur á að leggja inn tilboð sem metin eru af Fjöl- neti. Nái þeir kaupendur sem bjóða í að uppfylla þær sölu- kröfur sem settar eru verða til viðskipti. Við vonum að þessi nýi möguleiki muni auka mögu- leika fiskmarkaðanna til þess að halda einhverju af þessum fiski í landinu. Þarna er eftir töluverðu að slægjast því um- talsvert magn af fiski er flutt út í gámum á hverju ári. Ef þetta gengur vel vænti ég þess að þetta geti að ein- hverju leyti komið á móti minnkandi framboði af þorski á mörkuðunum,“ segir Eyjólf- ur. F I S K M A R K A Ð I R Við verðum að herða róðurinn - segir Eyjólfur Þór Guðmundsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða „Miðað við að 30% samdráttur er í þorskkvótanum má reikna með sam- drætti hjá okkur, en við vonum að nýtt uppboðskerfi, Fjölnet, geri okkur kleift að fá í sölu hjá okkur eitthvað af þeim óunna fiski sem er fluttur út í gámum,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.