Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Síða 26

Ægir - 01.07.2007, Síða 26
26 Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða, segir erfitt að ráða í hvernig áhrif af þorsk- kvótaniðurskurði muni koma fram í starfsemi fiskmark- aðanna, að öðru leyti en því að framboðið af þorski verði að sjálfsögðu mun minna á þessu fiskveiðiári. „Þessi niðurskurður þýðir ósköp einfaldlega að við verðum að herða róðurinn í að ná fiski inn á markaðina. Við erum ekki að selja í gegn- um markaðina nema einn fimmta af þeim fiski sem er landað hér þannig að við verðum að einbeita okkur að því að fá eitthvað meira af þeirri köku sem er til skipt- anna,“ segir Eyjólfur. Ný reglugerð um fiskmarkaði Þann 1. september sl. tók gildi ný reglugerð um fisk- markaði, sem Eyjólfur segir að fiskmarkaðsmenn hafi lengi beðið eftir. „Það er vita- skuld mjög gott fyrir okkur að hafa reglugerð til þess að vinna eftir. Fiskmarkaðir hafa verið að ýta á eftir því að fá reglugerð til þess að starfa eftir og fá hreinar línur í ýmis mál. Kaupendur hafa t.d. kvartað yfir því að ekki hafi verið algjörlega á hreinu sam- kvæmt lagabókstafnum hve- nær fiskurinn er eign seljenda og hvenær hann er eign kaupenda. Nú hefur verið kveðið upp úr um þetta í þessari reglugerð og það er mjög jákvætt,“ segir Eyjólfur. Möguleiki að bjóða í gámafiskinn Eyjólfur segir að júlí hafi ver- ið lélegur á fiskmörkuðunum, en fram að þeim tíma hafi salan verið svipuð og í fyrra. „Miðað við að 30% samdráttur er í þorskkvótanum má reikna með samdrætti hjá okkur, en við vonum að nýtt uppboðskerfi, Fjölnet, geri okkur kleift að fá í sölu hjá okkur eitthvað af þeim óunna fiski sem er fluttur út í gám- um. Við höfum viljað hafa möguleika á að bjóða í fisk sem er fluttur úr landi í gámi og þetta kerfi gerir okkur það kleift. Í Fjölneti er hugmyndin að selja mikið magn í einu, t.d. heilan gám eða bátsfarm. Seljendum verður gefinn kost- ur á því að setja sölukröfur sem verða að nást áður en af sölu verður. Kaupendum gefst kostur á að leggja inn tilboð sem metin eru af Fjöl- neti. Nái þeir kaupendur sem bjóða í að uppfylla þær sölu- kröfur sem settar eru verða til viðskipti. Við vonum að þessi nýi möguleiki muni auka mögu- leika fiskmarkaðanna til þess að halda einhverju af þessum fiski í landinu. Þarna er eftir töluverðu að slægjast því um- talsvert magn af fiski er flutt út í gámum á hverju ári. Ef þetta gengur vel vænti ég þess að þetta geti að ein- hverju leyti komið á móti minnkandi framboði af þorski á mörkuðunum,“ segir Eyjólf- ur. F I S K M A R K A Ð I R Við verðum að herða róðurinn - segir Eyjólfur Þór Guðmundsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða „Miðað við að 30% samdráttur er í þorskkvótanum má reikna með sam- drætti hjá okkur, en við vonum að nýtt uppboðskerfi, Fjölnet, geri okkur kleift að fá í sölu hjá okkur eitthvað af þeim óunna fiski sem er fluttur út í gámum,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.