Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2007, Page 16

Ægir - 01.07.2007, Page 16
16 fleirum kost á að koma að þeim. Opna fleirum leið að því að rannsaka fiskinn í sjónum og ég hef sett aukinn þunga ein- mitt í það.“ - Telur þú að eitthvað í núverandi fiskiveiðistjórnunarkerfi sé þess valdandi að uppbygging þorskstofnsins hafi ekki gengið hraðar og betur fyrir sig? „Aflaheimildir í magni en ekki tíma er líklegasta aferðin til að geta stjórnað heildarmagni þess afla sem komið er með að landi. Um það fer enginn í graf- götur. Hins vegar hefur kvótakerfið galla. Við höfum til dæmis gengið of nærri eldri árgöngum í þorskinum. Með fiski- veiðistjórnunarkerfi sem takmarkar magn er ýtt undir sókn í stærsta og verðmæt- asta fiskinn, sem er mjög þýðingarmikill fyrir hrygninguna. Innan kvótakerfisins eru hins vegar til lausnir á þessu. Forveri minn tók ákvörðun um að minnka möskvastærð neta og uppi hafa verið ýmsar hugmyndir sem eiga að stuðla að minni sókn. Í nýjustu ástandsskýrslu Hafró sjáum við að ástandið er heldur að skána, eldri stofnar eru betur á sig komnir en var. Því held ég, að teknu til- lit til alls, að magnbundin sóknarstýring á borð við kvótakerfi sé líklegri en ann- að til að halda hámarksafla innan tiltek- inna hámarka þó að sóknarstýring hafi líka kosti.“ Samsetning ýsu og þorsksins er mjög erfið - Vegna meðafla hafa margir af því áhyggjur að 130 þúsund tonna þorsk- kvóti sé einfaldlega of lítill, þegar haft er í huga að ýsukvótinn er 100 þúsund tonn. Hvernig sjá menn þetta best leyst? „Samsetning ýsu og þorsksins er mjög erfið. Ég dreg enga dul á það og þekki málið sjálfur sem gamall útgerðarmaður. Hins vegar er ekkert eitt hlutfall í þessu rétt. Af kvótasamsetningu og veiði ein- stakra skipa sjáum við að sumir geta náð stærri hluta af ýsunni og þar hafa orðið ýmsar framfarir. Valhæfni veiðarfæra hef- ur aukist og með réttri beitu geta menn náð fisktegundum sem ekki fengust áð- ur. Það þótti mikið afrek hjá smábátasjó- mönnum á sínum tíma þegar þeim tókst að auka ýsuveiðina sem byggðist auðvit- að á því að þeir byggðu á bestu fáanlegri þekkingu og notuðu mismunandi beitu. Hvað varðar ýsukvótann, þá munum við taka afstöðu til hólfaopnana og -lok- ana við landið og ég er mjög opinn fyrir slíku. Það felast miklir hagsmunir í því að ná sem mestu af ýsukvótanum; að hann detti ekki dauður niður eins og gerðist á nýliðnu fiskveiðiári. Það hefði eigi að síður verið mjög furðulegt ef ég hefði tekið ákvörðun um að lækka ýsu- kvótann án tillits til veiðiráðgjafar. Það eru áraskipti á því hve vel gengur að ná einstaka tegundum. Það hefði beinlínis verið hlálegt hefði ég fært ýsukvóta nið- ur úr öllu valdi og komið í veg fyrir ýsu- veiði sem ef til vill hefði verið möguleg.“ Niðurskurður breyti ekki samsetningu Það er nokkuð ljóst að skerðing afla- heimilda leiðir til þess að framundan er þungur róður hjá útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum um allt land. Vestfirð- ir eru mjög háðir þorskveiðum og sama á við um Snæfellsnes en talið er að áhrif þorskaflaskerðingarinnar í Snæfellsbæ Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Hefðum við farið langt fram úr ráðgjöf Hafró, er hættan sú að við hefðum einfaldlega glatað því góða orðspori sem Ísland hefur á alþjóðlegum fiskmörkuðum,“ segir sjávarútvegsráðherra m.a. í viðtalinu. Hér er Viktor Jónsson í Grindavík með einn rígvænan. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. „...kalla­til­staðkunna­sjómenn­ víða­um­land.­Nú­þurfum­við­þó­sérstaklega­ að­kanna­grunnslóðina.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.