Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Síða 34

Ægir - 01.07.2007, Síða 34
34 N Ý T T K V Ó T A Á R „Ég hygg að staðan sé mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Sum fyrirtæki munu ugglaust lengja veiði- og vinnslustoppið yfir sumarmánuðina, en önnur fyrirtæki koma trúlega til með að fækka skipum,“ segir Frið- rik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, þegar hann var beðinn að leggja mat á afleiðingar þorskkvótaskerð- ingarinnar á nýhöfnu fiskveiði- ári. Erfitt að ná ýsukvótanum Margir setja spurningamerki við að unnt verði að veiða allan ýsukvótann á nýhöfnu fiskveiðiári – 100 þúsund tonn – í ljósi þess að þorsk- kvótinn sé ekki nema 130 þúsund tonn. Friðrik segir að þessar áhyggjur séu eðlilegar. „Það er viðbúið að þessi 130 þúsund tonna þorskkvóti verði til þess að ýsukvótinn náist ekki. Síðan má setja sama spurningamerki við ufs- ann. Þá er það auðvitað alltaf stórt spurningamerki hvort ýsan gefur sig, því við höfum séð að það er mjög mismun- andi. Í sumar hefur víða verið minni ýsuveiði en undanfarin ár. Það er spurning hvort leyft verður að fara inn á svæði, sem hafa verið lokuð. Það hefur í því sambandi verið bent á gömul og þekkt ýsu- mið fyrir norðan land. En ég heyri að flestir hafa þá tilfinn- ingu að ýsukvótinn muni ekki nást á næsta fiskveiðiári,“ seg- ir Friðrik. Enga trú á því að brottkast aukist Þær spáraddir hafa heyrst að þorskkvótaniðurskurðinn muni leiða til aukins brott- kasts á fiski. Friðrik J. Arn- grímsson hefur ekki nokkra trú á því, „en því miður eru örugglega einhverjir sem hugsa þannig. En ef þessir menn eru spurðir beint að Þetta verður mjög erfitt - segir Frðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ „Vegna þess hversu þorskkvótinn er lítill er alveg ljóst að erfitt verður að ná kvóta í öðrum tegundum, sem getur þá þýtt enn meira tjón en sem nemur þorskkvóta- skerðingunni. Síðan tel ég nokkuð einsýnt að þetta lítill þorskkvóti muni leiða til uppsagna í sjávarútvegi og þar með tekjurýrnunar hjá starfsfólki,“ segir Friðrik J. Arngrímsson m.a. í viðtalinu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.