Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2007, Side 8

Ægir - 01.07.2007, Side 8
8 U M H V E R F I S M Á L Þann 7. ágúst sl. undirrituðu Einar Kr. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra, Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands og Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, yfirlýsingu um ábyrgar fisk- veiðar sem ætlað er að mæta þörfum innkaupaaðila sjáv- arafurða erlendis. Pétur Bjarnason segir að í framhald- inu verði unnið að mótun staðla og vottunarferla fyrir íslenskar sjávarafurðir. En hvað felst í stórum dráttum í þessari yfirlýsingu? Hjálpartæki fyrir markaðsstarfið „Yfirlýsingin er í raun lýsing á því hvernig fiskveiðum er stjórnað við Ísland. Henni má skipta í þrjá hluta. Í fyrsta lagi er fjallað um hvernig upplýs- inga er aflað um ástand fiski- stofnanna við Ísland, hvernig unnið er úr þeim og ráðlegg- ingar fiskifræðinga. Í öðru lagi er fjallað um hvernig stjórnvöld vinna úr ráðgjöf fiskifræðinga og hvaða lög og reglur gilda um íslenskan sjávarútveg. Í þriðja lagi er fjallað um hvernig fram- kvæmd fiskveiðistjórnunar- kerfisins er í reynd, hvernig eftirlitinu er háttað og hvernig er brugðist við ef eitthvað bregður út af. Þessir þrír þættir standa að baki íslenskri fiskveiðistjórn- un og það er okkar mat að þessi leið tryggi ábyrgar og sjálfbærar veiðar. Yfirlýsingin, sem er sett fram af ábyrgum aðilum sem koma að þessum málum – sjávarútvegsráð- herra, Fiskistofu, Hafrann- sóknastofnun og Fiskifélagi Íslands fyrir hönd greinarinn- ar, leiðir kaupendum sjávaraf- urða fyrir sjónir að við séum að vinna af ábyrgð í sam- bandi við fiskveiðar. Yfirlýs- ingin á að geta stuðlað að því að auðveldara sé að koma af- urðum okkar Íslendinga á framfæri á erlendum mörk- uðum, enda vitum við að það er vaxandi krafa innkaupa- stjóra sjávarfangs erlendis að vel sé gengið um auðlindirnar og við teljum að yfirlýsingin sé skýr skilaboð um að það sé gert hér á landi.“ Fyrsta skrefið - Var eitthvað eitt öðru fremur sem knúði á um að gefa slíka yfirlýsingu út núna? „Undanfarinn áratug hefur verið vaxandi krafa um að fá slíkar upplýsingar. Þessi yf- irlýsing er fyrsta skref okkar í þessum efnum. Við höfum lengi unnið að málinu og meðal annars leitað eftir nor- rænni samstöðu um það. Sömuleiðis hefur verið leitast við að ná alþjóðlegri sam- stöðu um málið, sem má segja að hafi tekist fyrir um þremur árum á vettvangi FAO með samþykkt um leiðbein- andi reglur um hvernig beri að standa að umhverfismerk- ingum. Þessi yfirlýsing okkar er fyrsta tilraunin til þess að skýra út íslenska fiskveiði- stjórnun til þess að styðja sölu íslenskra sjávarafurða á er- lendum mörkuðum. Næsta skref er að móta feril sem getur vottað að hráefni í hverja einstaka vörutegund sé aflað með sjálfbærum hætti.“ - Erum við þá að tala um séríslenskt umhverfismerki á sjávarafurðir? „Eitt er vottunin sjálf og annað er umhverfismerki. Til að byrja með leggjum við áherslu á að koma á fót vott- unarferli eða -kerfi sem votti að afurðin sé úr fiskveiðum sem stjórnað sé samkvæmt ís- lensku fiskveiðistjórnunar- kerfi. Það er vel unnt að ganga skrefinu lengra og merkja afurðirnar með um- hverfismerki, en það fer alveg eftir því hver eftirspurnin eftir slíkum merkjum er. Í reynd er ekki mikil eftirspurn eftir um- hverfismerkjum, neytendur kalla ekki eftir þeim, að því er virðist. Fyrst og fremst vilja innkaupastjórar sjávarafurða fá tryggingu fyrir því að fisk- urinn sé veiddur með sjálf- bærum hætti. Hverjir gætu vottað? - Hvaða aðilar gætu mögu- lega vottað íslenskar sjávaraf- urðir? „Hér á landi eru starfandi skoðunarstofur í sjávarútvegi, sem hægt er að sjá fyrir að gætu tekið það að sér. En það liggur fyrir að þeir sem kæmu til með að votta þurfa að vera faggiltir. Í því felst að faggildingarsvið Einkaleyfa- stofu hér á landi eða tilsvar- andi erlendar stofnanir kanni til fullnustu hvort viðkomandi vottunarstofa sé til þess hæf að taka verkefnið að sér. Það felst í hugtakinu faggilding.“ - Líturðu svo á að yfirlýs- ingin sem var undirrituð 7. ágúst sl. sé mikilvæg fyrir ís- lenskan sjávarútveg? „Já, ég held að það sé eng- inn vafi að það er mikilvægt að hafa yfirlýsingu undirritaða af þessum aðilum. Almennt er ekki til staðar mikil þekk- ing meðal erlendra innkaupa- stjóra á því hvernig við stönd- um að málum þó svo að ís- lensk fiskveiðistjórnun hafi almennt jákvæða ímynd. Það ber hins vegar að geta þess að þó svo að þessi yfirlýsing hafi verið undirrituð af mér sem fulltrúa Fiskifélags Ís- lands, þá eru ekki öll aðild- arfélög Fiskifélags sammála t.d. ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar.“ Fyrsta plagg sinnar tegundar - Hefur einhver sambærileg yfirlýsing verið birt áður? „Ekki mér vitanlega. Hins vegar eru til skráðar lýsingar á því hvernig menn standa að málum. Til dæmis hefur National Fisheries Institut í Bandaríkjunum útbúið skjal fyrir sína umbjóðendur þar sem svarar ýmsum spurning- um. En það er hins vegar ekkert sambærilegt við þessa yfirlýsingu okkar. Ég hef orð- ið var við að þessi yfirlýsing hefur vakið töluverða athygli. Ég hef fengið talsverð við- brögð frá Noregi og sömu- leiðis hefur þetta verið kynnt á vettvangi FAO. Viðbrögðin hafa nær eingöngu verið mjög jákvæð. Síðan verður að koma í ljós hvaða áhrif hún kann að hafa í markaðssetn- ingu íslenskra sjávarafurða.“ - Telur þú að hún muni hafa mikil áhrif? „Við rennum svolítið blint í sjóinn hvað það varðar, en okkur þótti í það minnsta ástæðu til þess að fara þessa Fyrsta íslenska yfirlýsingin um ábyrgar fiskveiðar: Mikilvægt plagg - er mat Péturs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Fiskifélags Íslands

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.