Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2007, Side 74

Ægir - 01.07.2007, Side 74
74 F R É T T I RF I S K I D A G U R I N N M I K L I að gæða sér á þeim fiskirétt- um sem í boði voru má ætla að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því, eins og óneitanlega margir hafa, að fiskineysla ungs fólks á Íslandi muni líða undir lok á næstu árum. Fiskvinnslukonan Erna heiðruð Frá upphafi hefur Fiskidag- urinn mikli veitt ákveðnum einstaklingi eða einstakling- um viðurkenningu. Að þessu sinni veitti Erna Hallgríms- dóttir, fiskvinnslukona á Dal- vík, viðurkenningu dagsins viðtöku, en Erna hefur nánast alla sína æfi staðið vaktina í fiskvinnslu á Dalvík, auk þess að reka stórt og barnmargt heimili. Jafnframt var Erna heiðruð sem fulltrúi fjöl- margra fiskvinnslukvenna sem á liðinni öld unnu við fiskvinnslu á Íslandi við afar misjafnar aðstæður. Svanfríður Jónasdóttir, bæj- arstjóri í Dalvíkurbyggð, af- henti Ernu viðurkenninguna og sagði m.a. við það tæki- færi að fyrst og fremst væri Dalvík fiskvinnslubær, þar sem hátt hlutfall fólks ynni við fiskvinnslu, konur þar í meirihluta. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hafði heldur betur ástæðu til þess að brosa út að eyrum. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Rokkgoðið Rúnar Júlíusson lét sig ekki vanta á Fiskidaginn og tók að sjálfsögðu lagið fyrir viðstadda. Hér er kappinn á sviðinu á hátíðarsvæðinu. Að baki honum er hluti þeirra þúsunda gesta sem sóttu Fiskidaginn heim í ár. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Það var þétt setinn Svarfaðardalur á tjaldsvæðunum á Dalvík, en allt gekk þetta upp í sátt og samlyndi. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, í góðum gír á Fiskideginum mikla, en hann lætur sig ekki vanta á svæðið, enda yfirkokkur hátíðarinnar. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Vel fer á með þeim Friðriki Friðrikssyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík, Kristjáni Möller, samgönguráðherra, og Þorsteini Má Baldvinssyni, for- stjóra Samherja. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Nýjung Fiskidagsins mikla á Dalvík í ár voru skreytingar af öllum stærðum og gerðum við híbýli fólks á Dalvík. Þessi rommelskandi fiskvinnslumaður varð á vegi ljósmyndara. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.