Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 8
8
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N
Eins og vikið var að í síðustu
grein þá var fiskiskipum skipt
í ákveðna útgerðarflokka áður
en aflahlutdeild var skipt á
milli einstakra skipa á grund-
velli bráðabirgðaákvæða I og
II laga um stjórn fiskveiða nr.
38/1990. Skipum sem til-
heyrðu útgerðarflokki skipa
10 brl. og stærri var skipt í
aflamarksskip og sóknar-
marksskip á meðan smábát-
um var annars vegar skipt í
krókabáta1) og hins vegar í
báta sem voru frá 6-9,99 brl.
að stærð. Aflahlutdeild var
skipt á milli fiskiskipa í öllum
helstu nytjastofnum sem þá
voru veiddir á Íslandsmiðum
og verður nú farið nánar í
saumana á þeirri skiptingu.
Skipting aflahlutdeildar í
einstökum botnfisktegundum
milli skipa 10 brl. og stærri
Við ákvörðun aflahlutdeildar
skipa 10 brl. og stærri í
þorski, ýsu, ufsa, karfa, grá-
lúðu og úthafsrækju var að
meginstefnu miðað við út-
hlutun aflamarks í þessum
tegundum á árinu 1990, sbr.
1. mgr. bráðabirgðaákvæðis I
laga um stjórn fiskveiða nr.
38/1990. Af þessu leiðir að
mikilvægast er að vita hvaða
viðmið réðu úthlutuðu afla-
marki fyrir árið 1990. Fullyrða
má að úthlutað aflamark í
botnfisktegundunum fimm
fyrir árið 1990 hafi ráðist af
flóknum viðmiðunum. Til
einföldunar má segja að afla-
reynsla útgerða fiskiskipa á
viðmiðunartímabilinu 1. nóv-
ember 1980 til 31. október
1983 hafi myndað ákveðna
grundvallarviðmiðun en eftir-
farandi þættir hafi svo verið
til þess fallnir að draga úr
vægi hennar:2)
1) Frádráttur vegna ýmissa
sérreglna við úthlutun
aflamarks árin 1984 og
1985.
2) Frádráttur aflamarks
aflamarksskipa vegna
úthlutunar aflamarks til
sóknarmarksskipa árin
1986 og 1987.
3) Frádráttur aflamarks
sóknarmarksskipa með
hátt aflamark vegna
aukins aflamarks sókn-
armarksskipa með lágt
aflamark á árunum 1989
og 1990.
4) Frádráttur vegna auk-
inna fiskveiðiréttinda
smábáta á tímabilinu
1984-1990.
5) Frádráttur vegna sérút-
hlutunar í botnfiski til
humarbáta.
6) Frádráttur vegna sérút-
hlutunar í botnfiski til
síldarbáta.
7) Frádráttur vegna úthlut-
unar botfiskveiðiheim-
ilda til raðsmíðaskipa
árin 1987 og 1988.
8) Frádráttur vegna sókn-
armarksbóta til sóknar-
marksskipa með lágt
aflamark.
Þegar litið er til allra þess-
ara frádráttarliða er erfitt að
fullyrða á hvaða grundvelli
aflamark einstakra skipa, 10
brl. og stærri, réðst mest af
árið 1990. Sennilega er ein-
faldast að fullyrða að megin-
reglan við ákvörðun aflahlut-
deildar skipa 10 brl. og stærri
í botnfiski samkvæmt 1. mgr.
bráðabirgðaákvæðis I laga
um stjórn fiskveiða hafi verið
veiðireynsla á tímabilinu 1.
nóvember 1980 til 31. desem-
ber 1989. Sú tilgreining er þó
ekki heldur nákvæm þar sem
sveiflurnar í úthlutun ein-
stakra botnfisktegunda gat
verið mismikil.
Sé tekið mið af hversu hátt
hlutfall úthlutaðs aflamarks í
ýsu og ufsa var á árunum
1985-1990 er líklegt að mikil-
vægi úthlutunarinnar árið
1984 hafi haldið sér að mestu
leyti þegar aflamarki var út-
hlutað árið 1990. Þetta þýðir
að aflareynslan á viðmiðunar-
tímabilinu hafi að þó nokkru
leyti haldið velli í þessum
tegundum.
Í tegundunum þorski,
karfa og grálúðu voru hins
vegar meiri sveiflur. Frávikin í
þorski og grálúðu voru sér-
staklega mikil, einkanlega í
þorski 1986-1987 og grálúðu
1987-1989. Flókið er að
reikna þessi áhrif út með
mikilli nákvæmni en greinar-
höfundur hefur áætlað að 1%
aflamark í þorski árið 1984
hefði við úthlutun árið 1991
orðið að 0,63%. Þessar tölur
miðast við þær forsendur að
aflamarksskip hafi ávallt
stundað þorskveiðar sam-
kvæmt aflamarki sínu á tíma-
bilinu 1984-1990 og hvorki
minnkað né aukið þorskafla-
markið á tímabilinu.3) Þetta
þýðir með öðrum orðum að
rýrnunin hafi við úthlutun
aflahlutdeildar í þorski árið
1991 numið 37%. Jafnframt
gat umtalsverð rýrnun orðið á
skömmum tíma á aflamarki
skips í grálúðu ef það hafði
hátt aflamark og stundaði
veiðar í sóknarmarki á árun-
um 1988 og 1989.4)
Aflahlutdeild í áðurnefnd-
um fimm botnfisktegundum
var úthlutað samkvæmt
bráðabirgðaákvæði I laga um
stjórn fiskveiða en frá og með
1. janúar 1991 hefur úthlutun
aflahlutdeildar í öðrum botn-
fisktegundum grundvallast á
aflareynslu fiskiskipa síðustu
þriggja veiðitímabila áður en
veiðar voru takmarkaðar með
ákvörðun ráðherra um leyfi-
legan heildarafla, sbr. 1. mgr.
8. gr. upphaflegu fiskveiði-
stjórnlaganna nr. 38/1990,
sbr. nú 1. mgr. 9. gr. gildandi
laga nr. 116/2006. Á grund-
velli þessarar lagareglu
byggðist úthlutun aflahlut-
deildar í skarkola samkvæmt
þriggja ára veiðireynslu út-
gerða fiskiskipa á tímabilinu
1. september 1987 til 31. ág-
úst 1990 og tók sú úthlutun
gildi 1. janúar 1991.5)
Skipting aflahlutdeildar í
öðrum fisktegundum milli
skipa 10 brl. og stærri
Eins og áður hefur verið rakið
þá var veiðileyfum og afla-
marki í úthafsrækju í fyrsta
skipti dreift á milli útgerða
árið 1988 og miðaðist úthlut-
unin ekki eingöngu við veiði-
reynslu heldur ýmsa aðra
þætti er lutu að tímabundinni
stöðu útgerðaraðila. Aflamark
útgerðaraðila árið 1990 tók að
mestu leyti mið af skipting-
unni árið 1988 og var því
aflahlutdeild í tegundinni
skipt á milli einstakra skipa á
Skipting aflaheimilda milli
einstakra skipa árið 1991