Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 13
13 R A N N S Ó K N I R að flestir einstaklingar fái ráð- lagðan dagskammt af þessu mikilvæga vítamíni. Fáar fæðutegundir innihalda D-víta mín svo einhverju nemi en mikilvægustu gjafarnir eru lýsi og fisklifur. Eldislax á markaði á Ís- landi reyndist hafa svipaða samsetningu og bleikjan. Prótein var þó um einu pró- senti hærra í laxinum en bleikjan var ívið selenríkari. Rækja – vinnslan hefur áhrif Rækja tilheyrir hryggleysingj- um svo ekki er óeðlilegt að samsetning hennar sé nokkuð önnur en fiska. Fyrst og fremst er rækja þó mjög fitu- lítil en próteinrík. Rækja fer nær alltaf á markað eftir meiri vinnslu en algengt er um fisk. Efnagreind voru sýni bæði af hrárri og unninni rækju og komu þá vel fram áhrif vinnslunnar. Prótein lækkaði úr um 19% í 16-17% og vatns- innihaldið jókst samsvarandi. Natríum hækkaði verulega en styrkur annarra steinefna lækkaði. Ekki virtist vera neinn verulegur munur eftir verksmiðjum eða uppruna hráefnis. Hrogn eru sérstök Þorskhrogn, grásleppuhrogn og loðnuhrogn eru meðal hrognategunda sem hafa ver- ið nýtt til manneldis. Mæling- ar á þessum hrognum sýna mun eftir tegundum en sumir efnisþættir eru þó líkir. Þorsk- hrogn eru próteinríkust og minnst vatn er í þeim. Nokk- ur munur er eftir veiðitíma og veiðislóð. Vatn í þorskhrogn- um reyndist á bilinu 68 til 76% og þegar vatnið er í lág- marki er próteinið í hámarki. Eitthvað er um að erlendir kaupendur geri kröfu um að vatnið fari ekki yfir 70%. Vatnsinnihald grásleppu- hrogna og loðnuhrogna getur hins vegar náð 80%. Allar teg- undir hrogna áttu það sam- eiginlegt að kvikasilfur mæld- ist mjög lágt en selen hátt. Góðar fréttir af hrognkelsum Hrognkelsi eru vannýtt og nú stunda nokkrir aðilar rann- sóknir sem miða að aukinni nýtingu þeirra. Niðurstöður mælinga á næringarefnum í þeim fáu hrognkelsaafurðum sem eru nýttar til manneldis eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja auka nýtingu hrogn- kelsanna. Auk hrogna hafa eftirfarandi manneldisafurðir verið efnagreindar: sigin grá- sleppa (hrá og soðin), ferskur rauðmagi og rauðmagalifur. Það sem fyrst vekur athygli er að kvikasilfur í öllum þessum afurðum er með því lægsta sem greinist í sjávarafurðum. Selen var aftur á móti hátt og rauðmagalifur var selenríkasta sjávarafurðin sem var efna- greind. Fullorðinn karlmaður þarf aðeins að borða um 50 g af rauðmagalifur til að ná ráð- lögðum dagskammti af seleni. Rauðmagi er með feitustu fiskum og er fituinnihald holdsins um 20%. Margir kannast við hve rauðmagafita er vel fljótandi enda er um fjórðungur hennar fjölómett- aður og helmingur einómett- aður. Sem sagt mjög holl fita. Það er því full ástæða til að nýta hrognkelsi sem mest til manneldis og vonandi verður síðan það sem eftir er af þessu merkilega hráefni nýtt til lífefnavinnslu eftir því sem rannsóknir opna nýja möguleika. Á Drangsnesi er unnið að stofnun grásleppu- og nytjaseturs og á árlegri Bryggjuhátíð er boðið upp á margvíslega rétti úr grásleppu. Rannsóknir á lífefnavinnslu úr grásleppu eru stundaðar á Skagaströnd og útflutningsfyr- irtæki hefur hafið útflutning á frystri grásleppu til Kína. „Bæði fiskvinnsla og matreiðsla leiða til breytinga á efnainnihaldi fisks,“ segir Ólafur Reykdal í grein sinni um næringarefni í fiski. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Dragnótatógin, sem þú getur treyst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.