Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Í lok hitasumars í pólitíkinni hér á landi liggur fyrir að við blasa mánuðir, jafnvel ár, þar sem harkalega verður tekist á um gildi sjávarútvegsins fyrir þjóðina og þá hagsmuni sem undir eru þegar greinin er annars vegar. Hér er ekki einvörðungu átt við átökin um fyrningarleiðina margumtöluðu heldur og ekki síður aðildarumsóknina til Evrópusambandsins. Nú hefur Evrópusam- bandið sent hingað til lands mikið flóð spurninga sem svara verður áður en til viðræðna kemur og eðlilega snertir hluti þeirra sjávarútveginn með beinum hætti. Í heimsókn stækkunarstjóra Evrópusambandsins hingað til lands á dögunum kom berlega í ljós sá tónn að Íslendingar geti ekki átt von á neinni sérmeðferð í samningum um aðild. Með öðrum orðum var ekki svo að skilja að Evrópusambandið muni gefa neitt eftir þegar kemur að brýnum hagsmunamálum á borð við sjávarútveginn. Verði þetta sú upplifun sem Íslend- ingar koma til með að fá við samningaborðið þarf væntanlega ekki að efast um að þá dregur hratt úr líkum á að samningur komist á, hvað þá að hann hljóti brautargengi í þjóðaratkvæða- greiðslu hér á landi. Telja verður harla ólíklegt að Íslendingar séu tilbúnir að ganga beint inn í það umhverfi fyrir sjávarútveg sem Evrópusamandið hefur mótað. Enda virðist það kerfi vera all nokkuð gallað, ef merkja má fréttir af áhuga innan Evrópu- sambandsins sjálfs að breyta þar til. Miklir hagspekingar hafa tjáð sig um stöðu Íslands á undan- förnum mánuðum í kjölfar efnahagshrunsins, bæði innlendir og ekki síður erlendir. Til að einfalda efnisinnihald þeirrar umræðu má segja að rauði þráðurinn sé að Ísland búi yfir auðlindum umfram margar þjóðir, auðlindum sem þjóðin geti spilað þannig úr að upprisan úr brunarústum efnahagslífsins verði undra- skjót. Megi þeir spámenn hafa rétt fyrir sér. En þessi viðhorf undirstrika fyrst og fremst að sjávarútvegurinn er meðal dýr- mætustu auðlinda þjóðarinnar og afleikur með það fjöregg yrði dýrkeyptur. Gangi áætlanir eftir má búast við að aðildarviðræður hefjist á næsta ári og enginn veit hversu skamman eða langan tíma þær taka. Á hinn bóginn verður að gera þá skýlausu kröfu að mjög verði vandað til verka í aðdraganda aðildarviðræðna og þeir sem setjist við borðið fyrir Íslands hönd hafi skýrt umboð og markmið í öllum þáttum. Umræðan um aðildarviðræður hef- ur mjög einskorðast af tvenns kona nálgun, þ.e. annars vegar hvers Íslendingar krefjist eða hvað okkur standi til boða af hálfu Evrópusambandsins. Hvernig sem fólk kýs að nálgast þetta mál þá snýst það einfaldlega um að það liggi fyrir með samningum hvernig staða landsins og einstakra atvinnugreina verði innan Evrópusambandsins eftir inngöngu þannig að hægt sé að bera þá stöðu saman við hinn valkostinn, þ.e. að hafna aðild. Fiskveiðiþjóðin Ísland, altént mjög stór hluti hennar, mun horfa mjög stíft á afdrif sjávarútvegsins við aðild að Evr- ópusambandinu. Og skyldi engan undra. Við höfum nefnilega hvorki áhuga, né efni, á neinum afleikjum. Sjávar- útvegurinn og Evrópa Strandveiðar færðu líf í hafnirnar Það er þó samdóma álit allra sem til þekkja að strandveið- arnar hafi orðið sjávarplássunum lyftistöng, enda færðist mikið líf í hafnir landsins í sumar. Þess sáust skýr merki þeg- ar á fyrstu dögum eftir að veiðarnar hófust. Bryggjur þar sem vart hafði sést maður – hvað þá fiskur - árum saman iðuðu nú skyndilega af lífi. Aftur heyrðist vélahljóð báta í fjörðum kvölds og morgna, fólk að fylgjast með löndunum og sprik- landi fiskur í körum. ... En svo mikið er víst, að strandveið- arnar færðu líf í hafnir landsins – þær glæddu atvinnu og höfðu í alla staði jákvæð áhrif á mannlíf í sjávarbyggðum. Loksins, eftir langa mæðu, fengu íbúar við sjávarsíðuna að upplifa eitthvað sem líkja má við eðlilegt ástand – einhvers- konar frelsi eða opnun á því niðurnjörvaða kvótakerfi þar sem mönnum hefur verið meinaður aðgangur að fiskimiðun- um við strendur landsins nema þeir gerðust leiguliðar hjá útgerðum eða keyptu sér kvóta dýru verði. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður, í grein á vefsíðunni www.bb.is Sjávarútvegurinn var talaður niður Það er örugglega engri þjóð hollt að ein atvinnugrein megi vera svo mikilvæg að ekkert megi út af bregða ... mér fannst menn vera farnir að tala sjávarútveginn svolítið niður sem hallærislega og gamaldags atvinnugrein. Það vildi enginn setja í þetta pening á undanförnum árum en þess í stað voru miklir fjármunir færðir úr sjávarútvegi í aðrar atvinnugreinar, meðal annars fjármálamarkaðinn. ... Menn báru svo sannar- lega ekki hlýjan hug til sjávarútvegsins en ég vona nú að hann komi okkur til bjargar eina ferðina enn þegar við erum með allt annað niður um okkur. Björn Valur Gíslason, alþingismaður og skipstjóri á vefnum www.dv.is U M M Æ L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.