Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 20
20
Þ J Ó N U S T A
Gott
verð!F
rábæ
rt
úrva
l!
Merino ullarföt sem henta við
allar aðstæður!
Í Janusbúðinni finna allir
eitthvað við sitt hæfi!
Þjónusta við sjávarútveg og
iðnað er stór þáttur í starf-
semi Kemi hf. Fyrirtækið býður
meðal annars upp á Teflon
smurefni fyrir krefjandi að-
stæður frá Interflon. Þær vörur
hafa reynst vel og eru mikið
notaðar af íslenskum vélstjór-
um. Má þar sérstaklega nefna
smurefnið Fin Lube. „Í upphafi
beindust áherslur okkar fyrst
og síðast að sjávarútvegi,
landbúnaði og iðnaði með
sölu á smur- og hreinsiefnum.
Með tímanum hefur fyrirtækið
stækkað, vöruframboðið er
meira og þjónustan fjölbreytt-
ari. Það hefur orðið mjög mikil
vakning í betra viðhaldi hjá
fyrirtækjum og við reynum eft-
ir fremsta magni að leiðbeina
okkar kúnnum varðandi val á
réttum smurefnum, “ segir
Reynir Ólafur Reynisson, sölu-
stjóri fyrirtækisins.
Öryggisvörur og sérhæfð efni
Kemi er með starfsemi sína
að Tunguhálsi 10 þar sem
fyrirtækið er sýnilegt og í al-
faraleið „Á þessum nýja stað
höfum við opnað verslun og
þar geta viðskiptavinir komið
og keypt vörurnar okkar.
Einnig erum við með heima-
síðu, www.kemi.is. Það gefur
okkur möguleika á því að
veita enn betri þjónustu eins
og okkur er mikið í mun,“
segir Reynir Ólafur.
Ef horft er til vörufram-
boðs Kemi má nefna öryggis-
vörur frá 3M sem Reynir Ólaf-
ur segir þekktar af gæðum.
Þar eru til dæmis lím, lím-
bönd, slípivörur, rafsuðu-
hjálmar (Speedglas) og fleira.
„Vörurnar frá Interflon eru
löngu búnar að sanna sig á
Íslandi. Þar erum við með
sérhæfð smurefni með teflon,
þurrsmurningu, hitaþolin
smurefni og feiti. Einnig er
fyrirtækið með smurolíur,
glussa, frostlög og smurefni
frá Total-Elf. Í hreinsiefnum
fyrir matvælaiðnað er Kemi
með vörur frá Novadan. Einn-
ig eru á boðstólum iðnaðar-
og olíuhreinsiefni og NAU-
TILUS olíu- og sóthreinsir frá
Ide Kemi sem er vatnsbland-
anlegur. Sömuleiðis má nefna
Plum handhreinsiefni og
augnskol. Það má segja að ef
þig vanti efni í brúsa þá höf-
um við lausnina.”
Staðið ströngustu próf
Þjónusta Kemi er fjölþætt
og nær í seinni tíð til fleiri
þátta en áður. Starfsmenn
Kemi veita sömuleiðis góð
ráð um val á efnum og leið-
beiningar um notkun örvera
til niðurbrots í frárennslis-
lögnum, fitugildrum og rot-
þróm. Svona má áfram telja.
„Sölumenn Kemi búa yfir
mikilli þekkingu og margra
ára reynslu af þessum vörum
ásamt því að hafa sótt nám-
skeið hjá birgjum erlendis. Þá
erum við með Batteryissmur-
sprautur, olíusugur, ryðfría
smurnippla, könnur, tunnu-
dælur og fleira frá LUMAX.
Þetta eru vörur sem við feng-
um nýlega umboð fyrir –
gæðavörur sem hafa staðist
ströngustu próf framleiðenda
og reynst vel á markaði,“ seg-
ir Reynir Ólafur og bætir við
að meðal nýjunga sé einnig
sótthreinsir frá Virkon´s,
ásamt efnum og gildrum til
meindýraeiðingar. „Við erum
alltaf að auka úrval okkar á
vörum tengdum sjávarútvegi
og iðnaði. Við vitum að fyrir-
byggjandi viðhald er mjög
mikilvægt hjá öllum sem
standa í atvinnurekstri og
ennþá mikilvægara nú í dag
en áður. Að lokum vil ég
minna á heimasíðu okkar og
um að gera að vera í sam-
bandi.“
Gæðavörur og góð
þjónusta hjá Kemi ehf.
Boðnir og búnir í þjónustu við sjávarútvginn. Frá vinstri: Pétur Sturla Bjarnason lagerstjóri, Óskar Sigurðar Harðarson sölu-
maður, Reynir Ólafur Reynisson sölustjóri og Jón Viðar Óskarsson framkvæmdastjóri.
Húsakynni Kemi ehf. á Tunguhálsi í Reykjavík.