Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 27

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 27
27 Kaupmannahöfn, sem eru framleiðendur á gangráðum í díselvélum og annast viðgerð- arþjónustu fyrir þá aðila. Ekki keypt nýtt í dag „Núna finnum við fyrir því enn meira en áður að það er knýjandi að halda vélbúnað- inum vel við og láta hann endast sem allra best. Þá skiptir máli að geta leitað til aðila eins og okkar sem bú- um yfir langri reynslu og mik- illi þekking. Við erum að sjá dæmi um vélar sem koma til okkar í viðgerð sem áður hefði verið skipt hiklaust út fyrir nýjar. Það finna allir fyrir því að það er þungt um fjár- mögnunarfyrirgreiðslu og innflutningurinn er dýr þannig að lausnin felst þá í viðgerðarþjónustunni,“ segir Hjalti en meðal sérhæfðs búnaðar á verkstæði MD véla má nefna Nuwen cnc-stýrða heddavél sem líkast til senni- lega sú fullkomnasta hér á landi til endurvinnslu á vent- ilsætum o.fl. í millistærðar- heddum. „Enn fremur útveg- um við varahluti og önnumst sérpantanir eftir óskum við- skiptavina. Núna er verkstæð- isvinna orðin tiltölulega hag- kvæm ef miðað er við inn- flutning á búnaði og þá breyt- ist myndin fyrir þá sem þurfa að halda vélbúnaði sínum gangandi,“ segir Hjalti Sigfús- son, eigandi MD véla. Þ J Ó N U S T A 22 L A X V E I Ð I en aðrir sáralítið. Einnig að minnka heildarveiðihlutfallið í ánni og skilja meira eftir til hrygningar. Ef aðeins einstaka menn ná kvóta leiðir kvóta- setningin ekki til lækkunar veiðihlutfalls. Því hafði lækk- un kvóta úr 12 löxum á dag í 8 (oftast var talað um lækkun úr 6 í 4 en þá var miðað við hálfsdagsleyfi) lítil áhrif. Við lækkun úr 8 í 6 laxa á dag fór kvótinn að verða til þess að meira varð eftir í lok veiði- tíma. Áhrif þess voru metin að um 160 fleiri laxar hafi orðið eftir í lok veiðitíma heldur en að óbreyttu. Að kvóti fari niður í 4 laxa á dag á því að hafa enn frekari áhrif. Stangarfjöldinn (sóknin) er annað mál. Fjórar stangir með 1 lax kvóta ættu að gefa svipaða niðurstöðu og ein stöng með 4 laxa kvóta. Fleiri veiðistjórnunaraðferðir geta komið til greina, s.s. að stytta veiðitíma, friða svæði eða að veiða og sleppa.” Sjaldan eða aldrei sótt um leyfi til að fækka stöngum - Í Elliðaárskýrslunni kemur fram að þumalfingurreglan við setningu laga um lax- og silungsveiði á sínum tíma hafi verið sú að veiðin væri um 1 lax á stöng á dag. Væri þá hægt að fjölga stöngum þar sem veiðin er mun meiri og væri ráðlegt að fækka þeim þar sem veiðin er minni? Að því gefnu að veiðifélög væru sammála slíku og nýtingará- ætlanir fengjust samþykktar? „Á sínum tíma var þetta viðmiðun, 1 lax á stöng/dag og hugsuð til þess að tak- marka afla og tryggja við- komu stofnanna. Þegar afli jókst var tilhneiging til að sótt væri um fjölgun stanga. Það þurfti að bera undir Veiði- málanefnd. Hins vegar hafa veiðiréttarhafar sjaldan eða aldrei sótt um fækkun stanga. Og því má segja að það sé brotalöm í kerfinu að stund- um þyrfti að draga úr sókn þegar stofnar eru í lægð. Því hafa menn brugðist við með öðrum hætti, svo sem kvóta- setningu og sleppingum á veiddum laxi. Í lögum um lax- og silungsveiði frá 2006 er gert ráð fyrir því að veiði- félög geri nýtingaráætlanir og að markmið þeirra sé að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna. Þar er ábyrgðin því sett í hendur veiðifélag- anna sjálfra þótt lögin geri ráð fyrir því að nýtingaráætl- anir þurfi samþykki Matvæla- stofnunar eftir umsögn Veiði- málastofnunar.” Breytt fæðuskilyrði í hafinu gætu skýrt fækkun stórlaxa - Fram kemur að svo virðist sem að samband smálaxa- og stórlaxagangna raskist eftir 1983. Eru einhverjar nýjar kenningar um ástæður þess? Ég heyrði nýlega kenningu um það hjá áhugamanni um laxveiði að laxinn leiti fyrr í árnar vegna meintrar laxa- lúsaplágu í hafinu. Hann þoli einfaldlega ekki við í tvö ár í sjó. Hver er skoðun ykkar á þessu? „Það er staðreynd að breytingar urðu á þessu hlut- falli í kringum 1983-1985 og það víða um Atlantshaf. Ef þetta væri eingöngu veiðum uppi í ánum að kenna (hærra veiðihlutfall á stórlaxi) hefði það varla gerst svo víða á sama tíma. Helst hafa menn beint augum að breyttum fæðuskilyrðum í hafi og þá að smálax og stórlax haldi sig á mismunandi beitarsvæðum. Rannsóknir hafa fremur stutt þá tilgátu að hækkuð dánar- tala á öðru ári í sjó tengist fæðuframboði á beitarslóðum stórlaxins. Aukin laxalús í tengslum við fiskeldi er talin hafa áhrif á aukin afföll gönguseiða þegar þau eru að halda til hafs. Það ætti þá að ganga jafnt yfir gönguseiði verðandi smálax og verðandi stórlax.” - Sjást einhver merki ár- angurs af netaupptöku í sjó í áföngum í veiðitölum/rann- sóknum ykkar? „Áhrif netaupptöku hafa verið metin, sérstaklega í þverám Hvítár í Borgarfirði. Þar kom fram að um 30% þess fisks sem annars hefði verið veiddur í net skilaði sér á öngul laxveiðimanna. Því hefur netaupptaka í sjó stað- bundin áhrif í ám landsins.” Texti: Eiríkur St. Eiríksson. MD vélar eru til húsa að Vagnhöfða 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.