Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 64
64
N ý T T F I S K I S K I P
„Helga RE er þriðja skipið
sem kemur hingað til lands í
ár með hliðstæðum rafmagns-
vindubúnaði frá okkur. Í hin-
um tveimur skipunum, Skinn-
ey og Þóri, voru togvindurnar
þó minni en í Helgu enda eru
þau fjölveiðiskip en Helgan
hönnuð eingöngu sem tog-
veiðiskip. Nýjungin er að skip
af þessari stærðargráðu séu
búin rafmagnsvindum, hingað
til hefur hann einskorðast við
stærri skipin,“ segir Helgi
Kristjánsson hjá Naust Marine
en fyrirtækið hafði með hönd-
um allan vindubúnað í Helgu
RE.
Í Helgu er um að ræða
tvær rafdrifnar togvindur og
möguleiki er á að bæta við
þriðju vindunni. Fremst eru
fjórar grandaravindur með 45
kw rafdrifnum mótor, þá tveir
gilsar með 30 kw mótorum
hvor um sig, sömuleiðis eru
30 kw rafmótorar á úthalara-
vindu og pokaspili. Síðan eru
tvær svokallaðar upphalara-
vindur og ein lestarvinda frá
vélsmiðjunni Foss sem raunar
eru einu glussavindurnar um
borð. Loks er ankerisvindan
og hún er rafdrifin.
Frá Naust Marine er einnig
AutoGen stjórnbúnaður í vél-
arrúmi sem stýrir rafölum um
borð og aðal rafmagnstaflan
er einnig uppsett af fyrirtæk-
inu. Loks er stjórnpúlt í brú
hluti af vindubúnaðinum frá
Naust Marine.
„Öll samsetning á þessum
stjórnbúnaði fer fram hér hjá
okkur og er hliðstæður í
þessum þremur skipum þó
vindumótorar séu ekki ná-
kvæmlega eins í öllum tilvik-
um. Það má segja að þetta
séu fyrstu stóru rafvindupakk-
arnir fyrir nýsmíðuð skip hér
á landi frá okkur í langan
tíma og fyrstu rafvindurnar í
skip af þessari stærð,“ segir
Helgi.
„Reynslan sem komin er á
um borð í Hornafjarðarskip-
unum er mjög góð. Ég fór um
daginn í veiðiferð með Skinn-
ey og heyri á áhöfninni að
þetta þykir mikil breyting frá
því að vera sífellt með glussa-
mótora í gangi með tilheyr-
andi hávaða. Vindukerfið er
mjög hljóðlátt og síðast en
ekki síst sparast umtalsverð
olía af því að vindurnar taka
ekki orku nema á henni þurfi
að halda. Kerfið sparar
þannig dýrmæta olíu,“ segir
Helgi Kristjánsson, sölumaður
hjá Naust Marine.
Naust Marine með allan vindubúnað
í Helgu RE:
Nýjung í minni skipum og
umtalverður olíusparnaður
Grandaravindurnar fjórar í Helgu RE. 45 kw mótorar eru við hverja fyrir sig.
Í Helgu RE eru eftirtalin tæki frá Brimrún:
Furuno FCV-30, 5 geisla dýptarmælir
Furuno ETR-30, NavNet dýptarmælir
Furuno CI-88 BB, straummælir
Furuno FAR-21x7 BB, X-band ARPA ratsjá
Furuno NavNet M-1944 BB,
ratsjá og leiðariti
Furuno ARP-11, mini ARPA
Telchart 2D/3D, leiðariti
Maxsea 2D/3D, leiðariti
Furuno GP-7000, GPS og leiðariti
Furuno FM-2721, VHF talstöð
Furuno FS-1570, GMDSS SSB
talstöð m/DSC
RO 4500, VHF talstöð
Furuno Felcom 16, Inmarsat C
fyrir gervitungl
Furuno NX-700, pappírslaus
veðurskeytariti
Furuno FAX-30, veðurkortaritari
RO Wind+, vindhraðamælir
Furuno FA-150, AIS auðkennistæki
Furuno RD-30, aflestrarskjáir
Navitron NT-951, sjálfstýring
Furuno SC-110, GPS áttaviti
ORBIT AL-7204, gervitungladiskur
fyrir sjónvarp