Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 22
22 V I Ð T A L Fjölmörg stór verkefni eru um þessar mundir í deiglunni hjá Fiskistofu, utan hin daglega umsýsla og eftirlit með auð- lindinni, sem er meginverkefni stofnunarinnar. Um 400 bátar gerðu út á strandveiðar í sum- ar og hefur eftirlit með þeim og nú síðast úrvinnsla afla- talna og annarra gagna tekið mikinn tíma. Annað stórt verk- efni tengist veiðum á uppsjáv- artegundum, ekki síst makríl og síld. Þriðja verkefnið er að svara ýmsum spurningum um fiskiveiðistjórnun og nýtingu miðanna við landið eins og Evrópusambandið kallar eftir, nú þegar Íslendingar hafa sótt um aðild að því. Það er því mörg horn að líta hjá Árna Múla Jónassyni sem fyrr í mánuðinum var skipaður fiski- stofustjóri. Sjómennskan alltaf nærri „Ég er alinn upp á heimili þar sem mikil virðing var borin fyrir sjómannastéttinni,“ segir Árni Múli sem er fimmtugur að aldri, sonur Jónasar Árna- sonar rithöfundar og alþingis- manns og Guðrúnar Jónsdótt- ur. Jónas samdi fjöldi söng- texta sem eru hetjuóður til sjómanna auk þess sem hann skrifaði greinar og bækur um sjómenn. Auk þess var Jónas meðal helstu bandamanna Lúðvíks Jósepssonar við út- færslu landhelginnar á sínum tíma. Árni Múli las íslensku við Háskóla Íslands en seinna lög og lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991. „Sjómennskan var alltaf nærri á námsárunum. Þrjú sumur var ég með þáverandi mági mínum á grásleppu vestur á Barðaströnd og eina vertíð var ég á loðnuskipinu Gísla Árna þar sem Magnús Þorvaldsson var skipstjóri. Þá vann ég á sínum tíma hjá BÚR og hjá Jóni Ásbjörnssyni í Fiskkaupum – þannig að reynslan frá sjávarsíðunni er nokkur,“ segir Árni Múli sem var meðal fyrstu starfsmanna Fiskistofu þegar stofnunin var sett á laggirnar árið 1992. Var fyrst forstöðumaður veiði- stjórnunarsviðs en hefur frá 1999 verið aðstoðarfiskistofu- stjóri, að frátöldum þremur árum. „Ég hef farið allvíða. Starf- aði um hríð fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið og umboðsmann Alþingis og Rauða krossinn. Hins vegar hef ég alltaf snúið aftur, enda hefur mér líkað starfsumhverfið hér afar vel.“ Þjónustan æ stærri þáttur Starfsemi Fiskistofu hefur breyst talsvert á undanförnum árum, segir Árni Múli. Stjórn- sýsla er rauði þráðurinn en hverskonar þjónusta, upplýs- ingagjöf og leiðbeiningar eru þó æ stærri þáttur. „Útgerðin, fiskvinnslan og sjómenn leita til okkar um margvíslegar upplýsingar. Eins og föng eru á, reynum við að hafa allar tölur og upplýsingar tiltækar á vefsetri okkar sem við erum raunar að endurbæta um þessar mundir og gera enn full- komnara. Þar komum við að gegnsæinu sem ég tel einn helsta kost íslenska fiskiveiði- stjórnunarkerfisins. Á netinu má sjá kvótastöðu hvers ein- asta skips, hve miklu það landaði eftir síðustu veiðiferð og svo framvegis. Þetta er op- in stjórnsýsla og allt upp á borðum, eins og gjarnan er sagt. Með fjareftirliti í gegnum gervitungl má svo sjá ná- Sjómenn eru samherjar okkar - segir Árni Múli Jónasson, nýskipaður fiskistofustjóri Árni Múli Jónsson, nýskipaður Fiskistofustjóri. Mynd. Sigurður Bogi Sævarsson Upplýsingar fást í síma 894 1799 Sandgerði - Sími 578 7072 - Fax 578 7071
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.