Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 14
14 R A N N S Ó K N I R Mikil tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar felast í erfðagreiningum, til að mynda á laxfiskum og hrossum. Hjá Matís ohf. er unnið að fjöl- mörgum verkefnum á því sviði undir stjórn Sigríðar Hjörleifs- dóttur, sem er fagstjóri slíkra mála hjá fyrirtækinu. „Þeir sem leita eftir erfðagreining- um hjá Matís koma víða frá og má þar til dæmis nefna fiskeldisfyrirtæki sem stunda kynbætur,“ segir Sigríður. „Hægt er að nota erfðagrein- ingar í kynbótastarfi, svo minnka megi til mikilla muna aðskilnað fjölskyldna sem aft- ur sparar mikla fjármuni í að- stöðu og vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki. Þegar búið er að erfðagreina foreldrastofninn er alltaf hægt að rekja af- kvæmin til foreldra. Þetta nýta erlend fiskeldisfyrirtæki sér sérstaklega.“ Þorskstofninn rannsakaður Sama gildir um hrossarækt og fiskeldi, erfðagreiningar koma þar í góðar þarfir. Bændur og ræktunarsambönd nýta sér erfðagreiningar til að sanna ætterni á hrossum sínum og hafa tugir þúsunda hrossa verið erfðagreinda í þeim til- gangi. „Einnig greinum við næmni kinda fyrir riðuveiki en ákveðin arfgerð kinda er næmari en önnur fyrir sjúk- dómnum,“ segir Sigríður um rannsóknir Matís sem eru unnar fyrir erlenda sem inn- lenda aðila. Á sviði hafvísinda eru erfðagreiningar mikilvægar, enda fara þær stöðugt vax- andi. Unnið er að rannsókn- um á þorskstofnunum á mið- unum umhverfis landið auk rannsókna á ýmsum öðrum tegundum, svo sem síld, karfa, sandhverfu, langreið, hrefnu, leturhumri og fleiru. Strikamerki einstaklings Erfðagreining fer þannig fram að skoðaðir eru bútar úr erfðaefni, en allir einstakling- ar manna og dýra hafa sitt eigið einstaka erfðamengi eða DNA. Hægt er að finna mun á milli allra einstaklinga en hver þeirra er með sama erfðamengi í öllum frumum líkama síns. „Erfðamengið er eins kon- ar strikamerki viðkomandi einstaklings sem hægt er að nota til að greina hann frá öllum öðrum einstaklingum. Þessi staðreynd er notuð í DNA greiningum,“ segir Sig- ríður og bætir við að öll dýr séu með tvö eintök af hverri DNA röð, aðra frá móður og hina frá föður. Er túnfiskur í dósinni? Stundum leitar fólk úti í bæ eftir þjónustu Matís á sviði erfðagreininga til dæmis til að finna réttan föður á hvolpana sína, áður en þeir eru ættbók- arfærðir og seldir. „Seljendur á kjöti eða fiski leita eftir teg- undagreiningum; hvort verið sé að selja nautakjöt sem kindakjöt eða hvort túnfiskur sé í dósinni eða kannski makríll. Einnig tekur Matís þátt í stórum og smáum rann- sóknaverkefnum styrktum af sjóðum bæði innlendum og erlendum. Þar má nefna erfðagreiningar á laxastofnum í öllum helstu laxveiðiám á Íslandi sem er liður í stórri evrópskri rannsókn á löxum í Norður-Atlantshafi. Verkefnin eru í raun óþrjótandi enda skapa erfðavísindin tækifæri sem áður voru ekki til stað- ar.“ Sigríður segir erfðagrein- ingar Matís afar verðmæta- skapandi. Með þeim og öðr- um rannsóknum fyrirtækisins verði til störf fyrir háskóla- menntað fólk sem aftur hefur afleidd störf í för með sér. Þetta skili verðmætum í nýrri þekkingu sem lækki rekstrar- kostnað fyrirtækja, til dæmis í fiskeldi. „Erfðarannsóknir skila verðmætum sem hægt er að nota við fiskveiðistjórnun. Slíkt getur aftur haft mikil áhrif á veiðar en ICES - Al- þjóða hafrannsóknaráðið - gerir í auknum mæli kröfur um erfðagreiningar,“ segir Sigríður Hjörleifsdóttir að síð- ustu. Erfðarannsóknir skapa mikil tækifæri - segir Sigríður Hjörleifsdóttir, fagstjóri hjá Matís Á rannsóknarstofunni. „Erfðavísindin skapa mörg tækifæri sem áður voru ekki til staðar,“ segir Sigríður Hjörleifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.