Ægir - 01.07.2009, Side 14
14
R A N N S Ó K N I R
Mikil tækifæri til aukinnar
verðmætasköpunar felast í
erfðagreiningum, til að mynda
á laxfiskum og hrossum. Hjá
Matís ohf. er unnið að fjöl-
mörgum verkefnum á því sviði
undir stjórn Sigríðar Hjörleifs-
dóttur, sem er fagstjóri slíkra
mála hjá fyrirtækinu. „Þeir
sem leita eftir erfðagreining-
um hjá Matís koma víða frá
og má þar til dæmis nefna
fiskeldisfyrirtæki sem stunda
kynbætur,“ segir Sigríður.
„Hægt er að nota erfðagrein-
ingar í kynbótastarfi, svo
minnka megi til mikilla muna
aðskilnað fjölskyldna sem aft-
ur sparar mikla fjármuni í að-
stöðu og vinnu hjá viðkomandi
fyrirtæki. Þegar búið er að
erfðagreina foreldrastofninn
er alltaf hægt að rekja af-
kvæmin til foreldra. Þetta nýta
erlend fiskeldisfyrirtæki sér
sérstaklega.“
Þorskstofninn rannsakaður
Sama gildir um hrossarækt og
fiskeldi, erfðagreiningar koma
þar í góðar þarfir. Bændur og
ræktunarsambönd nýta sér
erfðagreiningar til að sanna
ætterni á hrossum sínum og
hafa tugir þúsunda hrossa
verið erfðagreinda í þeim til-
gangi. „Einnig greinum við
næmni kinda fyrir riðuveiki
en ákveðin arfgerð kinda er
næmari en önnur fyrir sjúk-
dómnum,“ segir Sigríður um
rannsóknir Matís sem eru
unnar fyrir erlenda sem inn-
lenda aðila.
Á sviði hafvísinda eru
erfðagreiningar mikilvægar,
enda fara þær stöðugt vax-
andi. Unnið er að rannsókn-
um á þorskstofnunum á mið-
unum umhverfis landið auk
rannsókna á ýmsum öðrum
tegundum, svo sem síld,
karfa, sandhverfu, langreið,
hrefnu, leturhumri og fleiru.
Strikamerki einstaklings
Erfðagreining fer þannig fram
að skoðaðir eru bútar úr
erfðaefni, en allir einstakling-
ar manna og dýra hafa sitt
eigið einstaka erfðamengi eða
DNA. Hægt er að finna mun
á milli allra einstaklinga en
hver þeirra er með sama
erfðamengi í öllum frumum
líkama síns.
„Erfðamengið er eins kon-
ar strikamerki viðkomandi
einstaklings sem hægt er að
nota til að greina hann frá
öllum öðrum einstaklingum.
Þessi staðreynd er notuð í
DNA greiningum,“ segir Sig-
ríður og bætir við að öll dýr
séu með tvö eintök af hverri
DNA röð, aðra frá móður og
hina frá föður.
Er túnfiskur í dósinni?
Stundum leitar fólk úti í bæ
eftir þjónustu Matís á sviði
erfðagreininga til dæmis til að
finna réttan föður á hvolpana
sína, áður en þeir eru ættbók-
arfærðir og seldir. „Seljendur
á kjöti eða fiski leita eftir teg-
undagreiningum; hvort verið
sé að selja nautakjöt sem
kindakjöt eða hvort túnfiskur
sé í dósinni eða kannski
makríll. Einnig tekur Matís
þátt í stórum og smáum rann-
sóknaverkefnum styrktum af
sjóðum bæði innlendum og
erlendum. Þar má nefna
erfðagreiningar á laxastofnum
í öllum helstu laxveiðiám á
Íslandi sem er liður í stórri
evrópskri rannsókn á löxum í
Norður-Atlantshafi. Verkefnin
eru í raun óþrjótandi enda
skapa erfðavísindin tækifæri
sem áður voru ekki til stað-
ar.“
Sigríður segir erfðagrein-
ingar Matís afar verðmæta-
skapandi. Með þeim og öðr-
um rannsóknum fyrirtækisins
verði til störf fyrir háskóla-
menntað fólk sem aftur hefur
afleidd störf í för með sér.
Þetta skili verðmætum í nýrri
þekkingu sem lækki rekstrar-
kostnað fyrirtækja, til dæmis í
fiskeldi.
„Erfðarannsóknir skila
verðmætum sem hægt er að
nota við fiskveiðistjórnun.
Slíkt getur aftur haft mikil
áhrif á veiðar en ICES - Al-
þjóða hafrannsóknaráðið -
gerir í auknum mæli kröfur
um erfðagreiningar,“ segir
Sigríður Hjörleifsdóttir að síð-
ustu.
Erfðarannsóknir skapa mikil tækifæri
- segir Sigríður Hjörleifsdóttir, fagstjóri hjá Matís
Á rannsóknarstofunni. „Erfðavísindin skapa mörg tækifæri sem áður voru ekki til
staðar,“ segir Sigríður Hjörleifsdóttir.