Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 9
9
grundvelli þeirra viðmiða sem
þá höfðu verið ákveðin.6) Í
öllum aðalatriðum var afla-
hlutdeild í síld, loðnu, humri,
skelfiski og innfjarðarrækju
úthlutað á grundvelli þeirra
veiðileyfa sem einstök fiski-
skip höfðu á síðustu vertíð
áður en lög um stjórn fisk-
veiða komu til framkvæmda
1. janúar 1991. Þetta þýddi að
aflahlutdeildin átti að mestu
leyti rætur sínar að rekja til
skiptingar sem fór fram árið
1984 eða fyrir þann tíma.7)
Skipting aflahlutdeildar á
milli smábáta í aflamarki
Í flokki smábáta í aflamarki
voru í upphafi um 900 bátar.
Meginreglan við skiptingu
aflahlutdeildar milli smábáta í
aflamarki var aflareynsla ár-
anna 1987-1989 og þar skyldu
tvö bestu árin eingöngu talin.
Langflestir bátanna tilheyrðu
þessum flokki.8) Þeir bátar
sem höfðu veitt mikið á árun-
um 1985-1987 fengu að veiða
á árunum 1988-1990 eftir
sinni eigin aflareynslu en ekki
samkvæmt tilteknum þorsk-
aflahámörkum sem almennt
giltu um veiðar smábáta árin
1988-1990. Aflahlutdeild til
þessa bátaflokks miðaðist við
útgefið aflahámark fyrir árið
1990. Bátar sem bættust við
flotann eftir 31. desember
1989 fengu aflahlutdeild sam-
kvæmt meðalaflahlutdeild.
Þessir síðastnefndu bátar
gátu fengið meiri aflahlutdeild
en ýmsir aðrir sem höfðu gert
lengur út. Það skýrðist af því
að þeir höfðu yfir tiltölulega
miklu aflamagni að ráða mið-
að við þann fjölda sem til-
heyrði þessum útgerðar-
flokki.9) Rökin fyrir þessari
skipan mála byggðust á því
að nýir smábátar hefðu ekki
notið þess frjálsræðis í veið-
um smábáta sem var fyrir árið
1990 og því væri rétt að koma
til móts við hagsmuni eigenda
þeirra. Á móti þessari sérm-
eðferð var eigendum þessara
báta bannað að framselja afla-
hlutdeild bátanna næstu fimm
árin enda hefði bátunum
ávallt verið haldið til veiða.
Úthlutun samkvæmt meðal-
aflahlutdeild orkaði tvímælis
að mati sumra og þótti t.d.
Sigurgeiri Bjarnasyni í Ólafs-
vík, eiganda 5,96 brl. smá-
bátsins Bjarna Sigurðssyni
7173, súrt í broti að hann
fengi einungis 7 tonn á bátinn
sinn árið 1991, sem hann
hafði eingöngu róið árið
1989, á meðan menn sem
höfðu fengið samskonar báta
og byrjað höfðu að róa árið
1990, hefðu fengið 27 tonna
kvóta.10)
Veiðskipulag krókabáta til
september 1994
Bátum sem voru undir 6 brl.
var gefinn kostur á veiðum
með línu og/eða handfærum
með dagatakmörkunum
(krókaleyfi) í stað aflahlut-
deildar á árunum 1991-1994.
Vel yfir 1100 bátar fengu út-
gefin leyfi 1. janúar 1991 til
að veiða án aflatakmarkana
og voru einu veiðitakmarkan-
ir þær að bannað var að
veiða í 82 daga í ári. Sú regla
gilti að reyndist hlutdeild
þessara báta af heildarbotn-
fiskafla hafa vaxið meira en
sem næmi 25% að meðaltali á
þessum þremur árum miðað
við þá aflahlutdeild sem þeir
áttu kost á árið 1991 skyldi
þeim ákvörðuð aflahlutdeild
frá og með upphafi þess fisk-
veiðiárs er hæfist 1. septemb-
er 1994. Aflareynsla á þessum
þremur árum átti þá að ráða
aflahlutdeild hvers skips.
Færu veiðar bátanna ekki yfir
þessum mörkum áttu sömu
reglur að gilda næstu þrjú
fiskveiðiár og koma aftur til
sams konar endurskoðunar í
lok þess tímabils. Eins og áð-
ur hefur komið fram í þessum
greinarflokki þá var áætluð
hlutdeild krókabáta í þorski
2,18%, 0,55% í ýsu og 0,81% í
ufsa.
Samantekt um skiptingu afla-
heimilda til einstakra skipa
árið 1991
Af 4. og 5. gr. upphaflegu
ákvæða FSL nr. 38/1990 leiddi
að útgerðir tæplega 1000 fleiri
skipa fengu almennt veiðileyfi
í atvinnuskyni en árið 1984.
Aflahlutdeild til smábátaflot-
ans jókst úr því að vera um
3,5% í þorski árið 1984 í að
vera 14,34% í upphafi árs
1991. Fiskveiðistjórnin á tíma-
bilinu 1985-1990 leiddi til
verulegrar tilfærslu aflaheim-
ilda með tilheyrandi lækkun
á aflahlutdeild þeirra skipa
sem reistu sinn rétt á skipt-
ingu aflaheimilda fyrir árið
1984. Líklega hefur þessi til-
færsla numið nokkrum tugum
prósenta í þorski og grálúðu
en minna í öðrum tegundum.
Myndun aflahlutdeildar 1.
janúar 1991 í botnfisktegund-
unum þorski, ýsu, ufsa, karfa
og grálúðu byggðist því á
mun flóknari viðmiðunum en
veiðireynslu á tímabilinu 1.
nóvember 1980 til 31. októb-
er 1983. Segja má til einföld-
unar að úthlutun aflahlut-
deildar í botnfiski hafi tekið
aðallega mið af veiðireynslu
einstakra útgerðarflokka og
skipa á tímabilinu 1. nóvem-
ber 1980 til 31. desember
1989.
Myndun aflahlutdeildar í
úthafsrækju, sumargotssíld,
loðnu, humri, innfjarðarrækju
og skelfiski miðaðist á hinn
bóginn að mestu leyti við
hina upphaflegu úthlutun
fiskveiðiréttinda í hlutaðeig-
andi tegundum. Aflahlutdeild
í skarkola miðaðist hins vegar
við þriggja ára veiðireynslu
og grundvallaðist sú úthlutun
á 1. mgr. 8. gr. laga um stjórn
fiskveiða nr. 38/1990. Þessari
síðastnefndu meginreglu
skyldi beitt frá og með 1. jan-
úar 1991 þegar ráðherra tæki
þá ákvörðun að veiðar í til-
tekinn stofn skyldi sæta heild-
araflatakmörkunum, þ.e. þeg-
ar tekin væri ákvörðun eftir 1.
janúar 1991 um að veiðar í
nytjastofn skyldi stjórnað með
ákvörðun ráðherra um leyfi-
legan heildarafla þá átti að
skipta aflahlutdeild í tegund-
inni samkvæmt veiðireynslu
síðustu þriggja veiðitímabila.
Það var og skilyrði fyrir beit-
ingu reglunnar að samfelld
veiðireynsla væri á tegund-
inni.
Tilvísanir
1) Bátar sem máttu eingöngu
veiða með línu og handfæri
og voru minni en 6 brl. eða 6
bruttótonn.
2) Fjallað er um þessa þætti í
fyrri greinum greinarflokksins:
1) „Kvótaskiptingin árið 1984“,
1. tbl. Ægis 2009, bls. 30-31;
2) „Úthlutun fiskveiðiréttinda
1985-1987“, 2. tbl. Ægis 2009,
bls. 22-23; 3) „Þróun fiskveiði-
réttinda 1988-1990“, 3. tbl.
Ægis 2009, bls. 18-19; 4)
„Skipting aflaheimilda á milli
útgerðarflokka 1991“, 6. tbl.
Ægis 2009, bls. 8-9.
3) Sjá nánar Helgi Áss Grétars-
son: „Úthlutun þorskveiði-
heimilda 1984-2007: Lagalegar
staðreyndir eða staðalímynd-
ir?“, Afmælisrit lagadeildar Há-
skóla Íslands, Reykjavík 2008,
bls. 288.
4) Þetta er útskýrt í 5. nmgr. í
greininni: „Þróun fiskveiðirétt-
inda 1988-1990“, 3. tbl. Ægis
2009, bls. 18-19.
5) Sjá 6. gr. reglugerðar um veið-
ar í atvinnuskyni nr. 465/1990.
6) Sjá nánar um þessar forsend-
ur: Helgi Áss Grétarsson: Rétt-
arsaga fiskveiða frá landnámi
til 1990, Reykjavík 2008, bls.
155-161.
7) Sjá Helgi Áss Grétarsson: Rétt-
arsaga fiskveiða frá landnámi
til 1990, bls. 153-154.
8) Sjá Alþingistíðindi A-deild,
1990-1991, bls. 4587.
9) Alþingistíðindi A-deild, 1990-
1991, bls. 4587.
10) Hjörtur Gíslason: „Ofan sjávar
og neðan - Sigurgeir Bjarna-
son í Ólafsvík“, bls. 44. Birt í
ritinu Trillukarlar, Líf og saga,
Reykjavík 1991, bls. 39-56.
Fram kom í viðtalinu við Sig-
urgeir að hann hafi af þessum
sökum ákveðið að stunda
veiðar í krókabátakerfinu. Í
þessu sambandi skal þess get-
ið að samkvæmt skýrslu sjáv-
arútvegsráðherra um úthlutun
á fiskveiðiheimildum fyrir
smábáta þá fékk báturinn
Bjarni Sigurðsson 7173 alls
7.390 kg þorskígildistonnum
úthlutað í byrjun árs 1991 en
bátar af sömu stærð og til-
heyrðu smábátum í flokki
meðalaflahlutdeildar fengu
25.633 kg þorskígildistonnum
úthlutað. Sjá Alþingistíðindi
A-deild, 1990-1991, bls. 4606.
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N
Höfundur er sérfræðingur hjá
Lagastofnun Háskóla Íslands.
Skoðanir sem kunna koma fram
í greininni lýsa viðhorfum höf-
undar en ekki stofnunarinnar.
Helgi Áss Grétarsson