Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 24
24 F R É T T I R Útgerðarsögu Vestmannaeyja gerð skil í nýrri Árbók Ferðafélags Íslands 2009: Auðugir eftir eina vertíð „Ef menn voru heppnir á fyrstu árum vélbátanna voru þeir eftir eina vertíð orðnir auðugir menn á þeirra tíma mælikvarða og áttu stundum bæði hlut í nýjum bát og íbúðarhús eftir vertíðina. Blásnauðir menn, sem höfðu verið bundnir vista- böndum í fæðingarhreppi sín- um urðu á skömmum tíma efn- um búnir og umsvifamiklir út- vegsmenn.“ Þetta segir Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólastjóri Skólamannaskólans í Vestmannaeyjum í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2009. Bókin fjallar að þessu sinni um Eyjarnar, er rúmlega 300 blað- síður og prýdd fjölda ljósmynda og korta. Útgáfa árbóka FÍ hverju sinni vekur jafnan at- hygli enda er mikið lagt í út- gáfu bókanna. Ótrúleg fjölgun íbúa Náttúrufari í Eyjum, jarðfræði, flóru og fánu eru gerð góð skil í bókinni – sem og fugla- lífi. Þá er fjallað um úteyjar en ekki síst mannlífið og út- gerðina í Eyjum. Þannig segir Guðjón Ármann að eftir vél- bátavæðingu flotans eftir 1906 hafi orðið „… ótrúleg fjölgun íbúa í Vestmannaeyjum. Á einum áratug, frá árinu 1901 til og með 1910, tvöfaldaðist íbúatalan og fjölgaði um 712 manns. Árið 1910 voru íbúar í Vestmannaeyjum 1.319. Þang- að streymdi nú framsækið dugnaðarfólk úr nærsveitum, stórfjölskyldur með átta til tíu börn, allt fólk á besta aldri, sem settist að í Vestmannaeyj- um,“ útskýrir Guðjón í bók sinni. Þetta segir hann hafa verið fólk undan Eyjafjöllum, úr Mýrdal, Árnesþingi og Skaftafellssýslum, af Snæfells- nesi og frá Austfjörðum. Um miðja tuttugustu öldina hafi fólk víða af norðanverðu landinu flust til Eyja. „Þetta var ungt, fátækt fólk sem var ákveðið í að skapa sér framtíð í Eyjum sem það líka gerði með umtalsverðum umsvifum á sviði sjómennsku, útgerðar og veiðarfæragerðar á síðari hluta 20. aldar og fram á þennan dag,“ segir í bókinni. Brautryðjendur á mörgum sviðum Í árbókinni gerir Guðjón Ægir nýsköpunarstjórnina svo- nefndu og áherslur í atvinnu- málum að sérstöku umfjöllun- arefni. Ríkisstjórnin sem tók við völdum í lok síðari heims- styrjaldar að 300 milljónum króna af gjaldeyriseign Ís- lendinga skyldi varið til að styrkja atvinnuveginn og þar með endurnýja fiskiskipaflot- ann. Eyjamaðurinn Jóhann Þ. Jósefsson var sjávarútvegsráð- herra í þessari stjórn. Í krafti aðgerða nýsköpunarstjórnar- innar voru tveir togarar keypt- ir til Eyja; Elliðaey og Bjarna- ey, sem komu 1947 og 1948. Þrátt fyrir fín aflabrögð og góðan mannskap gekk útgerð þeirra ekki sem skyldi og voru þeir seldir nokkrum ár- um síðar. Hinir hefðbundnu vertíðarbátar voru því uppi- staðan í skipastól Eyjamanna næstu árin. Fyrsti togari Eyja- manna var Vestmannaey sem var einmitt á leið til landsins þegar eldgosið hófst á Heima- ey í janúar 1973. Um útgerð í Eyjum á árun- um eftir gos segir Guðjón að Eyjamenn hafi eignast marga togara, fullkomin skip með vinnslu og frystingu um borð. Einnig hafi þau skip sem gerð voru út til veiða á síld og loðnu verið endurnýjuð og séu nú margfalt stærri en þau skip sem stunduðu þessar veiðar áður fyrr. Auk þess hafi útgerðarmenn í Eyjum verið brautryðjendur á mörg- um sviðum, til dæmis í veiði á kolmunna, skötusel og fleiri fisktegundum. Fækkað og stækkað „Á seinni árum hafa fiskiskip- in stækkað og þeim hefur fækkað. Í árslok 2007 voru 65 fiskiskip skráð í Vestmanna- eyjum og var stærsta skipið Guðmundur VE, 2.490 brúttó- tonn. - Þessi fríði floti er órækast vitni um þá þróun sem hefur átt sér stað síðan 1906 að vélvæðing bátaflotans hófst og inn til hafnar komust varla áraskip með 18 manna áhöfn og báru mest um eitt tonn af fiski,“ segir í Árbók Ferðafélags Íslands 2009. Eyjapeyjar. Á myndinni eru gamlir bekkjarbræður og vinir úr Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1948 til 1951 sem voru Guðjóni Ármanni, skólabróður sínum, til halds og trausts í árbókarskrifum. Frá vinstri talið Sigurgeir Jónasson, sem þekkir vel til í Álsey, Magnús Bjarnason, Bjarnareyingur, höfundurinn Guðjón Ármann Eyjólfsson, gamall Bjarnareyingur sem sömuleiðis er gagnkunnugur í Brandi, Suðurey, Álsey. Þá Helgi Magnússon, Álseyingur og Friðrik Ásmundsson, sem aðstoðaði höfundinn við gerð korts af miðunum umhverfis Heimaey. Lengst til hægri er Hávarður Birgir Sigurðsson sem var heimildarmaður höfundar í skrifum um Elliðaey og Heimaey. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, afhendir Elliða Vignissyni, bæj- arstjóra í Vestmannaeyjum, fyrsta eintakið af árbókinni ásamt kortum af Eyjunum sem útbúin voru vegna bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.