Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 18
18
T æ K N I N ý J U N g A R
Ný nýverið kynnti Sónar ehf.
nýjan 80 kHz WASSP fjölgeisla
þrívíddar dýptarmæli. Hingað
til hefur WASSP aðeins verið
fáanlegur í 160 kHz útgáfu
sem hefur gert það að verkum
að langdrægið hefur verið tak-
markað við ca. 240-260 metra
dýpi. Nýi 80 kHz WASSP þrí-
víddardýptarmælirinn er mun
langdrægari og dregur amk
niður að 500 metra dýpi.
WASSP er ný nálgun í fjöl-
geisla dýptarmælum, að sögn
Guðmundar Bragasonar sölu-
stjóra Sónar ehf., og hefur
vakið mikla athygli hérlendis
sem annars staðar enda um
mikla byltingu í dýptarmælum
að ræða.
WASSP mælirinn sendir
120° leitargeisla þvert á skipið
sem gerir honum kleift að
sýna þversniðsmynd af botn-
inum undir skipinu í raun-
tíma. Auk þess að sýna 120°
þversniðsmynd undir skipinu
safnar WASSP botn upplýs-
ingunum saman og getur sýnt
getur sýnt hörku og dýpi
botnsins í mismunandi litum.
Á sama tíma getur WASSP
sýnt þriggja geisla dýptarmæl-
ismynd undir skipinu og allt
að 40° til hliðar við skipið.
Að sýna 120° þversniðs-
mynd með háupplausn gerir
að verkum að WASSP safnar
fljótt upp dýpis- og botn-
hörkuupplýsingum í gagna-
safn mælisins. Ef bátur siglir
t.d. á 100 faðma dýpi safnar
WASSP hörku og dýpisupp-
lýsingum um 200 faðma
breiða rönd á botninum. Því
eru menn fljótir að kortleggja
ný fiskimið. Þessar upplýsing-
ar eru settar fram á skýran
hátt og notkun mælisins er
mjög einföld og algerlega
stjórnað með tölvumús. Allar
valmyndir eru á íslensku, eins
og vera ber.
Að sögn Guðmundar hefur
WASSP sannað sig sem öflugt
hjálpartæki við ýmsar veiðar
hér við land. Hversu fljótur
hann er að safna upp botn-
hörkuupplýsingum hefur t.d.
nýst línu og snurvoðarbátum
mjög vel. „Í vor var 160 kHz
WASSP mælir settur um borð
í uppsjávarskipið Huginn VE.
Sú tíðni hefur nýst vel við að
finna makríltorfur og kort-
leggja þær, en WASSP geymir
lóðningar í minni mælisins og
getur sýnt þær í tvívíddar og
þrívíddarmynd mælisins. Plot-
terframleiðendur eru einnig
farnir að sjá möguleika
WASSP en bæði Turbo og
Olex siglingarforritin geta nú
sýnt lóðningar frá WASSP í
þrívíddarmynd forritana,“ seg-
ir Guðmundur að lokum.
Harka botns sýnd með mismunandi lit eftir hörku botnsins, rauður litur harður
botn.
Ný kynslóð
þrívíddardýptar-
mælis á markað
Fjórskipt mynd í WASSP þar sem sést þversniðsmynd undir skipi með lóðningu bakborðsmegin undir skipi, þriggja geisla dýptarmælismynd, þrívíddar og tvívíddarmynd
þar sem búið er að setja inn merki.
Lóðningar sem siglt hefur verið yfir
sýndar í lit á gráum botni.