Ægir - 01.07.2009, Blaðsíða 16
16
Þ J Ó N U S T A
Fatnaður skiptir miklu máli
fyrir sjómenn. Við þær aðstæð-
ur þarf fatnaðurinn að vera
bæði léttur og hlýr. Og þá
skiptir öllu að ullin sé innst
klæða, enda fellur hún þétt að
líkamanum og veitir skjól. Sjó-
mennska og ull hafa fylgst
mjög lengi að og fáar flíkur
standa ullarfatnaði á sporði. Í
Janusbúðinni er mikið úrval af
ullarfatnaði og segja eigendur
verslunarinnar að sjómenn
séu meðal dyggra viðskipta-
vina.
Margreta Björke og Heiðar
V. Viggósson, eiginmaður
hennar, starfrækja Janusbúð-
irnar við Laugaveg 25 í
Reykjavík og í Amarohúsinu
á Akureyri. Þar selja þau vör-
ur frá Janusfabrikken AS í
Bergen í Noregi sem er sér-
hæfð í framleiðslu á ullarnær-
fötum úr merinoull frá Nýja
Sjálandi. Í byrjun sumars var
verslunin flutt um set í
Reykjavík og opnaði í mun
stærra húsnæði en áður að
Laugavegi 25.
Í versluninni fást, undir
merkjunum JANUS og IRIS,
föt úr hreinni ull og úr ull
blandaðri silki, polyamid eða
polyester. Úrvalið í verslun-
unum er stöðugt að aukast og
fjölmargir sjómenn eru meðal
viðskiptavina.
„Mjúk og hlý ullarnærföt
eru öllum kærkomin. Merino-
ullin er mjúk og veldur ekki
kláða. Í skjólgóðum nærfötum
úr þessari ull er þér hlýtt við
allar aðstæður, hvort sem þú
svitnar í fjallgöngu eða ert við
vinnu við erfiðustu aðstæður
úti á sjó. Þegar fólk svitnar í
bómullarnærfötum verður því
kalt undir eins. Slíkt er afleitt
og þess vegna mæli ég með
ullinni,“ segir Margreta Björ-
ke.
„Ullarföt frá Janus hafa á
skömmum tíma orðið mjög
vinsæl hér á landi, til dæmis
hjá útivistarfólki sem þarf að
vera vel búið í erfiðum fjall-
göngum, veiði, golfi, hesta-
mennsku, skíða- og vélsleða-
ferðum og fleiru. Og sjómenn
eru meðal fastra viðskiptavina
okkar. Þá bjóðum við einnig
upp á sérstakan eldtefjandi
nærfatnað, sem er nauðsyn-
legur fyrir slökkvilið, lögreglu,
málmiðnaðarmenn og fleiri.
Við erum afar ánægð með
þær móttökur sem Janus hef-
ur fengið hér á landi. Vörurn-
ar hafa spurst afar vel út og
það hefur vakið athygli á
hversu góðu verði þær eru.
Íslendingar þekkja vel hversu
góðar ullarvörurnar eru og
fólk sem hefur prófað þennan
fatnað kemur aftur og aftur.
Það er besta auglýsingin,“
segir Margreta Björke.
Margreta Björke og Heiðar V. Viggósson í nýrri og rúmgóðri Janusbúð við Lauga-
veg 25 í Reykjavík.
Hlý ullarföt
sanna sig á
sjónum
- segir Margreta Björke í Janusbúðinni
Útflutningsráð Íslands skipu-
leggur þátttöku sjö fyrirtækja
á fiskveiðisýningunni World
Fishing í Vigo á Spáni sem
stendur dagana 16.-19. sept-
ember. Fyrirtækin eru Nept-
unus, Naust Marine, 3X
Technical Services, Trackwell,
Casamar, Seigla, og Slurry Ice
Systems.
World Fishing er haldin á
6 ára fresti og er því beðið
eftir þessari sýningu með
mikilli eftirvæntingu enda af
mörgum talin vera sú flottasta
og stærsta sinnar tegundar í
Evrópu.
Sjávarútvegssýningin í Vigo á Spáni:
Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt
Frá Vigo-sýningunni 2003.
F R É T T I R