Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2010, Side 20

Ægir - 01.07.2010, Side 20
20 B L Á S K E L J A R Æ K T „Við höfum allar aðstæður hér á landi til að gera bláskeljarækt að miklu stærri atvinnugrein. Aðstæður erlendis vegna þrengsla við strendur og mengunar í sjónum gera að verkum að blá- skeljarækt er að færast á norðlægari slóðir þar sem er minni mengun og meira rými. Enda sýna gæðin á íslensku bláskelinni líka að þetta er vara sem erlendir kaupendur vilja. Mikilvægast er fyrir okkur að ná betri tökum á öllum stigum í ræktuninni og fá fleiri ræktendur sem vinna saman hér á landi. Við höfum á þeim 11 árum sem liðin eru síðan Norðurskel var stofnuð lært mikið af mistökum sem við höfum gert. Þannig verður framþró- un sem gerir okkur sterkari. Núna erum við komin á þann tíma- punkt að auka jafnt og þétt við framleiðsluna og í því liggja tækifæri því markaðir eru nægir erlendis. Og það ánægjulega er einnig að Íslendingar eru óðum að uppgötva bláskelina,“ segir Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri Norðurskeljar í Hrísey. Hann hefur í 11 ár unnið að uppbyggingu bláskeljaræktunar í Eyjafirði og vinnslu bláskeljar í Hrísey og er fyrirtækið nú komið með um 12 ársstörf og fyrirséð að umfang starfseminnar mun að líkind- um aukast jöfnum skrefum á komandi árum. Bláskeljarækt telst ein af yngstu nýsköpunargreinum í sjávarútvegi en greinilegt er að hún á mörg tækifæri, líkt og Ægir kynntist í heimsókn til Hríseyjar. Norðurskel í Hrísey er óðum að ná betri tökum á bláskeljaræktinni: Mikil tækifæri í bláskeljarækt á Íslandi - segir Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri og frumkvöðull

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.