Ægir - 01.02.2013, Qupperneq 10
Ný tegund
Þveráll Simenchelys parasitica Gill, 1879
Þveráll er langvaxinn, sívalur að framan en þunnvaxinn aftan
raufar, mesta hæð er um miðja vegu á milli eyruggaenda og
raufar. Haus er sver og sívalur, þver við framenda, fremri nasir
eru endastæðar túpur, aftari nasir eru raufar sem liggja rétt
framan við augu. Kjaftur er endastæður, kjálkar eru stuttir og
sterkir, miðskoltsbein og efraskoltsbein eru samvaxin í eina
heild. Tennur eru í einfaldri röð, smáar, rúnnaðar og þéttstæð-
ar, engar tennur eru á plógbeini. Augu eru lítil og kringlótt.
Tálknaop eru lágstæð undir eyruggum og ekki samvaxin. Bak-
uggi er mjög langur, byrjar upp af enda eyrugga, raufaruggi er
styttri og eru þeir samvaxnir við litla sporðblöðku. Eyruggar
eru greinilegir. Hreistur er mjög smátt.
Þveráll getur náð a.m.k. 60 cm lengd, jafnvel allt að 100 cm
samkvæmt sumum heimildum.
Litur er gráleitur til dökkbrúnn, dekkri á jöðrum ugga og á
rák. Ungir þverálar eru fölleitir og með svartan kvið.
Í Atlantshafi austanverðu er þveráll þekktur frá Frakklandi
og Madeira, Azóreyjum, Kanaríeyjum og Marokkó, einnig
Grænhöfðaeyjum og Suður Afríku. Í vestanverðu Atlantshafi
hefur hann veiðst í hafdjúpunum sunnan Nýfundnalands, und-
an ströndum Nýja Skotlands, Bandaríkjanna og Brasilíu. Í
Kyrrahafi er hann undan ströndum Japans, Ástralíu, Nýja Sjá-
lands og Hawaii. Hér við land veiddist einn 41 cm langur í
september árið 2011 á 1276-1297 m dýpi á djúpkantinum vest-
ur af Snæfellsnesi (64°28’N, 28°42’V til 64°31’N, 28°38’V).
Lífshættir: Botn- og miðsævisdjúpfiskur sem hefur veiðst á
136 til 2620 metra dýpi, en oftast veiðist hann á 500-1800 metra
dýpi í landgrunnshallanum í 4°-9°C heitum sjó. Á sumum
svæðum hafa fjölmargir þverálar veiðst á stuttum tíma, sem
gæti gefið til kynna staðbundinn þéttleika eða torfumyndun.
Fæða ungviðis eru botnlægar krabbaflær og marflær. Full-
orðnir virðast þverálar vera sérhæfðar hræætur, ekki ólíkt slím-
álum. Þverálar hafa verið grunaðir um að lifa sníkjulífi í fiskum,
en nú er talið að þeir séu í mesta lagi tækifærissinnar í sníkju-
lífi sem nota tækifæri sem bjóðast til að bora sig inn í sjúka
eða deyjandi fiska.
Um hrygningu er lítið vitað. Eggin eru talin vera sviflæg.
Sjaldséðar tegundir sem bárust árið 2011
Sæsteinssuga, Petromyzon marinus
Líkt og undanfarin ár varð tölvert vart við sæsteinssugu á Ís-
landsmiðum og veiddi m.a. Gnúpur GK nokkrar slíkar við
makrílveiðar við
Suðausturland og
einnig makríl
með för eftir sæ-
steinssugur líkt og
sést á meðfylgj-
andi mynd.
Sjaldgæfir fiskar á
Íslandsmi›um 2011
Líkt og mörg undanfarin ár barst Hafrannsóknastofn-
uninni allnokkur fjöldi fiska til greiningar á árinu
2011. Því til viðbótar bárust myndir og ýmiskonar fróð-
leikur með tölvupósti. Allar slíkar upplýsingar eru mjög
mikilvægar. Hafa þarf í huga að þó sjómenn rekist
öðru hvoru á fáséðar tegundir er ekki þar með sagt að
sú vitneskja berist í land. Því er þakkarvert þegar sjó-
menn taka sig til og láta vita af slíkum feng, hvort
heldur er um nýjar tegundir að ræða eða aðrar sem
þeir telja sig hafa séð áður. Því þó svo að sumar teg-
undir séu e.t.v. ekki jafn sjaldséðar og áður, þá minnk-
ar mikilvægi upplýsinganna ekki. Rétt er að minna á
að stór hluti þeirrar upplýsinga sem fyrir liggja um
sjaldséðar tegundir við Ísland er kominn frá sjómönn-
um á fiskiskipaflotanum.
Á Íslandsmiðum eru norðurmörk útbreiðslu margra
tegunda og hingað flækjast stundum fiskar sem í
reynd hafa suðlægari útbreiðslu. Heimsóknum slíkra
flækinga á Íslandsmið hafa heldur farið fjölgandi síð-
asta áratug og er mikilvægt að frétta af þeim. Margar
fisktegundir eru fáséðar í heimshöfunum og hver fisk-
ur sem fréttist af er mikilvægur. Þetta á t.d. við um
ýmsar djúpsjávar- og úthafstegundir.
Sumar tegundir geta verið býsna líkar í útliti. Þetta
á t.d. við um tegundir af surtluætt og hyrnuætt. Teg-
undir af báðum þessum ættum líta út eins og svartir
boltar, en lögun ljósfæra og ýmislegt smávegis greinir
þær að. Margar þessara tegunda eru mjög sjaldgæfar.
Ég vil hér með hvetja sjómenn til halda áfram að
safna, frysta og senda inn fiska sem þeir rekast á og
þeir telja forvitnilega, jafnvel þó þeir telji sig hafa séð
þá áður. Upplýsingar sem fylgja þurfa slíkum send-
ingum eru nafn sendanda, veiðiskip og dagsetning.
Út frá þessum upplýsingum er hægt að rekja staðsetn-
ingu og þá er einnig kostur að tími dags þegar fiskur-
inn fannst sé skráður.
Árið 2011 fannst ein tegund við landið sem ekki
hefur sést áður innan íslenskrar lögsögu svo vitað sé.
Öllum þeim sem færðu mér forvitnilega fiska eða til-
kynntu um þá símleiðis eða í tölvupósti eru færðar
bestu þakkir fyrir.
Höfundur greinar-
innar er Jónbjörn
Pálsson,
sérfræ›ingur á
Hafrannsókna-
stofnuninni.
S J A L D G Æ F I R F I S K A R
10
Þveráll, ný tegund á Íslandsmiðum.
Makríll með sár eftir sæsteinssugu sem Gnúpur GK
veiddi við Suðausturland.