Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2013, Page 21

Ægir - 01.02.2013, Page 21
21 R Æ K J U V I N N S L A Innflutningur á iðnaðarrækju dregst saman Meginuppistaðan í hráefnis- öflun íslenskra rækjuverk- smiðja er innflutt sjófryst iðn- aðarrækja eða rúm 70%. Verulega hefur dregið úr inn- flutningi að undanförnu. Þannig voru árið 2011 flutt inn ríflega 22 þúsund tonn af iðnaðarrækju en mun minna magn á liðnu ári, tæp 14,6 þúsund tonn. Mest hefur ver- ið flutt inn frá Kanada, nær helmingur alls innflutnings kom þaðan árið 2011, 10,5 þúsund tonn, en fór niður í um 6 þúsund tonn í fyrra. Hráefni frá íslenskum fiski- skipum hefur farið stigvax- andi frá því veiðar voru gefn- ar frjálsar árið 2010, en verk- smiðjurnar tóku á móti um 8,2 þúsund tonnum af rækju sem veidd var á Íslandsmið- um til vinnslu árið 2011. „Framboð á hráefni frá öðrum veiðisvæðum hefur aftur á móti dregist mjög mik- ið saman að undanförnu og það hefur leitt af sér að nú er ekki einungis skortur á hrá- efni yfir vetrarmánuðina held- ur er þess farið að gæta strax að hausti,“ segir Gunnlaugur. „Hráefnisskorts gætir yfir lengra tímabil en áður og öfl- un hráefnis er orðin mjög erf- ið. Gunnlaugur segir að markaðir fyrir soðna rækju í skel hafi verið sterkir og það leitt til þess að minna magn af rækju frá frystitogurum hafi komið til endurvinnslu í landi. „Nú hefur þrengst verulega um framboð á hrá- efni erlendis frá eins og inn- flutningstölur fyrir síðustu tvö ár bera með sér, að hluta til vegna þess að markaðir fyrir Frá Hólmavík. Áralöng hefð er fyrir rækjuvinnslu á staðnum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.