Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2013, Side 26

Ægir - 01.02.2013, Side 26
26 rækjutrollum fyrir erlendar út- gerðir. „Erlendu verkefnin hafa heldur verið að aukast að undanförnu, bæði vegna markaðssetningar fyrirtækisins erlendis en einnig hitt að margar útgerðir erlendis þekkja til okkar veiðarfæra- gerðar og vilja nýta sér okkar þjónustu. Í sumum tilfellum hafa þessir aðilar verið lengi í viðskiptum við okkur. En hvað varðar heimamarkaðinn þá hefur verið meira um verkefni fyrir útgerðirnar eftir að rækjuveiðar voru gefnar frjálsar. Þetta eru bæði troll fyrir stærri togara, minni báta og einnig báta sem stunda innfjarðarrækjuveiðar,“ segir Kári Páll. Efnin léttari en áður „Það er alltaf eitthvað um að menn séu að prófa sig áfram í breytingum, bæði vegna nýrra efna sem koma á mark- aðinn og að sama skapi vilja menn prófa eitthvað nýtt í hönnun og uppsetningu. Bæði lýtur það að útfærslum og stærð veiðarfæranna,“ seg- ir Kári Páll. Þróun á efnum til veiðar- færagerðar snýst fyrst og fremst um að geta grennt garnið án þess þó að það komi niður á styrknum. „Já, þetta snýst mjög mikið um að gera veiðarfærin léttari í drætti í sjó og minnka þannig orkuþörf skipanna. Olían er dýr og eðlilega vilja menn reyna eins og hægt er að spara í þeim kostnaðarþætti,“ segir Kári Páll og er bjartsýnn á framhaldið í veiðarfæra- þjónustunni. „Já, ég held að það sé engin ástæða til annars. Sjáv- arútvegurinn, eins og aðrar útflutningsgreinar, nýtur gengis krónunnar og gengur vel við þessar aðstæður. Og ég held að við höfum aftur uppgötvað að á þessu lifum við, ekki á því að sýsla bara með peninga eins og við héldum um tíma.“ V E I Ð A R F Æ R I Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.