Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2013, Side 27

Ægir - 01.02.2013, Side 27
27 B Á T A S M Í Ð I Júlíus B. Benediksson, framkvæmdastjóri Víkingbáta ehf., segir framleiðslu fara á fulla ferð á næstu vikum. „Við munum byggja á því góða orðspori og reynslu sem er af Víkingbátunum frá því byrjað var að framleiða þá árið 1985. Framleiðsla hinna þekktu ís- lensku Víking-hraðfiskibáta er hafin á nýjan leik en hún hef- ur legið niðri frá árinu 2011. Á síðasta ári keypti Matthías Sveinsson allt lausafé Sam- taks, framleiðanda Víking bátanna til margra ára, þar á meðal framleiðslumót og hef- ur nú verið stofnað nýtt félag sem er að hefja starfsemi þessa dagana. Júlíus B. Bene- diktsson, framkvæmdastjóri nýja félagsins, sem ber nafnið Víkingbátar ehf., segir mark- miðið að byggja á grunni þess góða orðspors sem bátarnir hafa hérlendis og erlendis en framleiðsla bátanna hófst hér á landi árið 1985. Munu byggja á gæðum í hvívetna „Ég reikna með að fjöldi starfsmanna verði 30 hið minnsta þegar allt verður komið í fullan gang í fram- leiðslunni. Kraftmikill hópur manna hefur unnið að undir- búning framleiðslunnar og hefur Ævar Sveinsson, sem er reynslumikill verkstóri, stýrt þeim framkvæmdum. Sú verkþekking sem var hjá Samtaki mun jafnframt flytjast yfir til Víkingbáta en synir stofnenda Samtaks, þeir Snorri og Grétar Haukssynir, eru meðal starfsmanna félags- ins. Markmið okkar er að vanda til verka, bæði í gæð- um bátanna, markaðssetn- ingu og viðskiptum. Að baki félaginu er sterkur aðili og fyrirtækið er vel fjármagnað- að en það skiptir miklu máli ef vel á að takast,“ segir Júl- íus sem hóf formlega störf í undirbúningnum um síðustu áramót. Hann segir bæði horft til innanlandsmarkaðar og útflutnings. Horft til Noregs „Við komum til með að bjóða marga stærðarflokka af bát- um, allt frá handfærabátum og yfir 30 tonna báta til línu- og netaveiða. Fiskveiðikerfið hverju sinni ræður miklu um það hvernig báta þarf á markaðinn og einnig eru áherslur fiskimanna mismun- andi hér á landi samanborið við Noreg, svo dæmi séu tek- in. Hér heima er nú um stundir þungt fyrir fæti í sölu báta en við horfum ekki síður til norska markaðarins þar sem Víking-bátarnir eru líka vel þekktir. Það orð sem við heyrum af Víking-bátunum er að þeir hafi alla tíð verið mjög vel heppnaðir, vandaðir og góðir sjóbátar. Á því ætl- um við einmitt að byggja í framleiðslu og markaðssetn- ingu,“ segir Júlíus. Framleiðsla Víking- bátanna hafin á ný

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.