Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Veiðileyfagjöld gera fyrirtækin órekstrarhæf
„Í rúm 50 ár hefur það fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir, Gullberg á
Seyðisfirði, staðið vel. Það veiðigjald sem okkur er nú gert að greiða
mun gerbreyta stöðu fyrirtækisins til verri vegar og þar með stöðu
samfélagsins sem við búum í. Sama gildir um fjölmörg önnur fyrirtæki
og byggðarlög í svipaðri stöðu. Margföldun veiðigjalda, sem samþykkt
var á Alþingi á síðasta ári, mun óhjákvæmilega leiða til enn frekari
samþjöppunar og fækkunar fyrirtækja.
Úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á stöðu Gullbergs sýnir
að fyrirtækið fer úr því að geta vel staðið við skuldbindingar sínar yfir í
það að verða órekstrarhæft. Hlutfall veiðigjaldsins af framlegð fyrir-
tækisins fer úr 11% árið 2011 upp í 61% árið 2018, þegar áhrif
gjaldsins verða að fullu komin til framkvæmda.
Það getur ekki verið ætlun löggjafans að gera vel rekin fyrirtæki
órekstrarhæf með tilheyrandi áhrifum á byggðarlög um land allt.“
Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði og formaður LÍÚ, í grein í
Fiskifréttum
Breytingum náð fram með strandveiðum og veiðileyfagjöldum
Baráttan heldur áfram um yfirráð og nýtingu þjóðarinnar á sameigin-
legum auðlindum landsins. Gleymum samt ekki þeim mikla árangri
sem náðst hefur á kjörtímabilinu við að brjóta niður múra sérhags-
munagæslu og koma á breytingum á óréttlátu kvótakerfi.
Vorið 2009 lagði Steingrímur J. Sigfússon fram frumvarp um
strandveiðar í ríkisstjórn sem var nýjung og hefur gjörbylt möguleikum
minni útgerða og hleypt lífi í sjávarbyggðir á sumrin.
Opnað var á leigu á skötusel, leyfðar voru veiðar á síld og makríl á
minni báta sem ekki var heimilt áður. Komið var á veiðigjöldum sem
skiluðu ríkissjóði 13 milljörðum á síðasta ári sem gerir okkur kleift að
hraða samgöngubótum og efla velferðarkerfið og stöðva allan niður-
skurð sem af Hruninu leiddi.
Hvernig Ísland viljum við sjá fyrir komandi kynslóðir í framtíðinni?
Við í Vinstri grænum viljum byggja á jöfnuði og réttlæti og að þjóðin
njóti afraksturs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og að nýt-
ingarétturinn byggist á jafnræði og tryggi jafnframt íbúum sjávarbyggð-
anna aðgengi að fiskveiðiauðlindinni.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, í grein á fréttavefnum bb.is
U M M Æ L I
Með nýliðnum kosningum eru tímamót í mörgum skilningi. Þegar
stofnað var til ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar á sín-
um tíma var boðað að ráðist yrði í fjölþættar aðgerðir í sjávarút-
vegi, endurskoðun laga og fleira „en jafnframt verði leitað sátta
um stjórn fiskveiða“, eins og það var orðað í stjórnarsáttmála. Það
sem á eftir fylgdi var ein raunasaga. Á þessum tíma voru mörg fyr-
irtæki innan sjávarútvegs, líkt og í öðrum atvinnugreinum, í ærnu
verkefni við að bjarga því sem bjargað varð í kjölfar bankahruns-
ins. Þegar við bættist óvissa um hvað stjórnvöld ætluðu sér í breyt-
ingum á fiskveiðistjórnuninni hrökk allt í baklás, fyrirtæki kipptu
að sér höndum í fjárfestingum og þróun, viðskiptabankar fyrirtækj-
anna sömuleiðis. Eftir miklar fæðingarhríðir kom það plagg úr
sáttanefnd sem einhverjir báru vonir til að gæti orðið grunnur að
áðurnefndri sátt. Það plagg fór sem slíkt aldrei lengra því í fram-
haldinu settu stjórnvöld fram nýja útfærslu í vægast sagt engri
sátt. Allir sem í greininni starfa þekkja þessa sögu. Stórhækkun
veiðileyfagjalds er sá minnisvarði sem einna helst stendur eftir frá
þessum stjórnarárum og hér í blaðinu rekur eigandi sex tonna
krókabáts á Dalvík hvernig sú gjaldtaka rúmlega þrefaldaðist í
einni svipan. Venjulegum heimilum þætti nóg um ef t.d. rafmagns-
reikningurinn tæki slíkum stökkbreytingum fyrirvaralaust. Með
veiðileyfagjaldinu varð margumræddur forsendubrestur í rekstri
alltof margra fyrirtækja og útgerða, allt frá smábátasjómönnum og
uppúr.
Skömmu fyrir kosningar birtist könnun á áhuga kjósenda á ein-
stökum málaflokkum. Hún sýndi að 10% kjósenda nefndu sjávar-
útvegmál. Með öðrum orðum fór ekki saman áhersla stjórnarflokk-
anna á málaflokkinn og áhugi kjósenda. Þá er ekki von á góðu á
kjördegi. Sem og varð.
Vissulega gerðist eitt og annað í sjávarútvegi á kjörtímabilinu
sem stjórnvöld höfðu aðkomu að. Skárra væri það nú í einni
stærstu atvinnugrein þjóðarinnar. Strandveiðikerfið er dæmi þar
um og kannski helsta breytingin sem grundvallaðist á stefnumörk-
un stjórnvalda. Það kerfi hefur kosti en líka galla, rétt eins og bent
er á í áðurnefndu Ægisviðtali við Gest Matthíasson í blaðinu að
þessu sinni. Strandveiðar gætu verið ennþá arðbærari en þær eru
og þær verða að grundvallast á því markmiði að sækja sem best-
an afla úr sjó. Þannig verða til bestu afurðirnar. Þá skapast mestu
tekjurnar.
Að sönnu stóðu stjórnvöld líka að reglugerðarumhverfi sem
studdi þá breytingu sem orðin er á grásleppuveiðum að nú er grá-
sleppan sjálf hirt og fryst. Hún er nú seld á markað í Kína gegn
góðu verði. Þetta hefði hins vegar ekki gerst nema fyrir frum-
kvöðlavinnu fyrirtækisins Triton í markaðsstarfi í samstarfi við
Landssamband smábátaeigenda.
Svipaða sögu er að segja af makrílveiðunum. Þar stóðu stjórn-
völd með greininni fast á réttinum til veiða á þessum fiski. En það
er fyrst og fremst fyrir tilstuðlan útgerðar-, vinnslu- og markaðs-
fyrirtækja að tókst að gera svo mikil verðmæti úr makrílaflanum
sem raun ber vitni.
Þeir flokkar sem taka við völdum í sjávarútvegsmálum á kom-
andi kjörtímabili gera best í því sem fyrstu aðgerð í málaflokknum
að koma á meiri ró og stöðugleika, meiri samtölum við greinina.
Einn frambjóðandi í umræðuþætti á lokametrum kosningabarátt-
unnar orðaði þetta einhvern veginn á þá leið að fyrsta verk ætti að
vera að stjórnmálamenn temji sér gjörbreytt orðfæri um sjávarút-
veginn, fyrirtæki og fólk sem í greininni starfi. Undir það skal tekið
hér. Á þeim grunni væri auðveldara leggja af stað í endurskoðun
veiðigjalda, stjórnkerfi fiskveiða og fjölmörgum öðrum mikilvægum
hagsmunamálum sjávarútvegsins. Bullandi átök um greinina og
óvissa í fjögur ár til viðbótar eru óhugsandi.
Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar
Hvað tekur nú við?