Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 28
28 Olís og íslenskur sjávarút- vegur hafa átt samleið í hartnær sex áratugi eða allt frá því Olíuverslun Íslands var stofnuð. Jón Ólafur Halldórs- son, framkvæmdastjóri sölu- sviðs Olís, segir fyrirtækið ávallt reyna að bjóða við- skiptavinum sínum góðar og samkeppnishæfar vörur á samkeppnishæfu verði. „Þegar kemur að þjónustu við sjávarútveginn þá er það ekki síst dreifikerfi okkar og aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu sem skiptir máli. Við erum með útibúastarfsemi í flestum höfnum landsins og þar höf- um við getað haldið uppi ágætri þjónustu. Þar hafa við- skiptavinir okkar notið dag- legrar þjónustu í sinni heima- byggð,“ segir Jón Ólafur. Eldsneyti og olíur fyrir sjávarútveginn Hann segir að Olís sé ávallt að bæta þjónustunet sitt og auðvelt sé að bæta við vöru- framboði inn í þetta kerfi. „Okkar kjarnastarfsemi í þjón- ustu við sjávarútveginn er sala á eldsneyti og smurolíu. Síðan erum við að selja marg- víslega rekstrarvöru, eins og t.d. pappírsvörur, hreinlætis- vörur, efnavörur og hreinsi- vörur. Sjávarútvegur er mat- vælaiðnaður og farið er eftir ströngustu gæðakerfum inni í fiskvinnslunni og um borð í skipunum. Þarna komum við til skjalanna með okkar efna- vörur og sérfræðiþekkingu. Við útbúum m.a. þrifaplön fyrir fyrirtæki, hvort sem það eru skip eða fiskvinnslur. Á þessu sviði nýtum við okkur jafnframt erlenda samstarfs- aðila sem framleiða efni fyrir okkur.“ Innan Olís er sérstök út- gerðavörudeild og með henni býður fyrirtækið viðskiptavin- um sínum lausnir í veiðarfær- um. Fyrirtækið selur togvíra, efni til línu- og netaveiði, keðjur, tog, snurpuvíra og fleira. „Við reynum að bjóða heildstæðar lausnir en við er- um reyndar ekki að bjóða stærstu gerðir flottrolla. En við erum í samstarfi við ýms- ar netagerðir sem framleiða stærri troll. Við seljum þeim hráefni til sinnar framleiðslu. Við komum því víða við í þessum málum.“ Pöntun afgreidd innan 24 tíma Jón Ólafur segir Olís bjóða upp á víðtæka þjónustu fyrir sjávarútveginn. „Á öllum tímum reynum við að bjóða nýjustu og bestu vörurnar og gæðavörur á góðu verði. Það sem við höf- um einnig upp á að bjóða er stöðugt þjónustu- og vöru- framboð og örugga þjónustu í afhendingu. Við erum með vörugeymslur á helstu stöð- um þannig að aðgengi við- skiptavina er tiltölulega gott. Svo er einnig hægt að dreifa vörum hvert á land sem er eftir pöntun á innan við 24 klukkustundum. Það er lykill- inn að velgengni að geta boðið upp á slíka þjónustu um allt land.“ Jón Ólafur segir að Olís hafi einnig lagt áherslu á þró- unarstarf með sínum við- skiptavinum. Fyrirtækið hefur haft samvinnu með viðskipta- vinum að prófa vörur og reynir þannig að finna bestu lausnirnar á hverjum tíma. „Við höfum stigið fram þegar kemur að nýjum grein- um í sjávarútvegi, eins og til dæmis skelfiskeldi. Þá höfum við sérhæft okkur í þeim greinum og útvegað réttu vörurnar. Það er alltaf ákveð- in áhætta í tengslum við nýjar greinar en við höfum ákveðið að taka skref út á þessa braut og tökum þátt í þessari þróun með opnum huga,“ segir Jón Ólafur. Dreifikerfið og aðgengi viðskiptavina skipta höfuðmáli Þ J Ó N U S T A Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Olís, segir fyrirtækið og ís- lenskan sjávarútveg hafa átt samleið frá stofnun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.