Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 26
26 Æ G I S V I Ð T A L I Ð firði þá færu kannski af stað 100 bátar á sama veiðisvæði og allir stæðu uppi með lítið. Afleiðingin yrði óhagkvæmar veiðar og þar með færi grundvöllurinn undan smá- bátaútgerðinni sem atvinnu- grein. Ég trúi ekki öðru en fólk viti betur sem svona tal- ar. Þetta er dæmi um hug- myndir um útgerð sem byggj- ast á vanþekkingu. Raunar er átakanlegt að hlusta á sumt fólk í stjórnmálum tala um sjávarútvegsmál þegar það bersýnilega hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvernig þessi grein raunverulega er. Sjávarútvegsumræðan byggist alltof mikið á vinsældafrösum sem ganga í fjöldann og ganga sér í lagi út á að koma því inn hjá almenningi að allt sem snýr að útgerð og sjávar- útvegi sé bullandi gróðaveg- ur. Þannig er nú lífið ekki í greininni.“ Erum bestir í sjávarútvegi! Gestur bjó á árunum 1992 og 1993 í Frakklandi og starfaði þar við sölu á íslenskum fiski. Þar kynntist hann hugsunar- hættinum gagnvart sjávarút- vegi eins og hún var þá inn- an Evrópusambandslandanna sem hann á ekki von á að hafi tekið grundvallarbreyt- ingum. „Dvölin í Frakklandi sann- aði fyrir mér að við Íslend- ingar erum langbestir á þessu sviði. Ég held að við skiljum ekki ennþá hversu framarlega við stöndum á heimsvísu. Hér gengur hugsunarháttur- inn á hverjum degi út á að gera betur, auka gæði, bæta afköstin, gera vinnuna léttari, veiða meira, nýta aukaafurðir, skapa meiri verðmæti. Í styrkjakerfinu í Evrópusam- bandinu er hugsunin ekki svona og þarna höfum við forskot. Við eigum þess vegna að hugsa meira um að gera gott ennþá betra í ís- lenskum sjávarútvegi í stað- inn fyrir að reyna að kolla- varpa öllu án þess að vita hvað við fáum í staðinn.“ Þurfum bæði togara og smábáta Margir smábátasjómenn hafa, líkt og Gestur, áratuga reynslu af togarasjómennsku og hann segir einstakt hvern- ig togaraútgerðirnar hafi brugðist stöðugt við í þeim tilgangi að gera sem mest og best úr aflanum. Frystitogar- arnir séu dæmi um það og að sama skapi þróunin í ísfisk- veiðum og landvinnslu sem nú er hröð. „Þú færð mig ekki til að tala neikvætt um togaraút- gerðina eins og margir smá- bátasjómenn gera. Togararnir eru algjörlega nauðsynlegir til að nýta miðin við landið. En að sama skapi er mér alveg óskiljanlegt hvernig LÍÚ getur stöðugt agnúast út í þessa nokkur hundruð smábáta sem eru að nýta grunnslóðina. Það er jafn nauðsynleg útgerð fyr- ir samfélagið og mikilvægt út- gerðarform fyrir byggðirnar að nýta sína heimaauðlind. Smábátar þurfa að vera við hliðina á togaraútgerðinni, öðruvísi getum við ekki náð þeirri hagkvæmni sem við fáum út úr sjávarútveginum til að halda uppi þeim lífsgæð- um sem við búum við á Ís- landi. Þetta er ekki flóknara en svo,“ segir Gestur ákveð- inn og kemur í þessu sam- bandi inn á makrílgöngurnar á grunnslóð sem jukust til muna síðustu tvö sumur. Hann hefur fullan hug á að reyna fyrir sér í þeim veiði- skap í sumar. „Makríllinn er einmitt dæmigerður fyrir nýtingu á fiskistofnum við landið. Að sjálfsögðu hlýt ég að eiga rétt á að veiða þennan fisk á minni veiðislóð á nákvæm- lega sama hátt og togararnir á sínum svæðum. Þó makríllinn hafi fyrst komið upp að suð- ur og suðauurströndinni þá eigum við auðvitað líka að fá að veiða hann þegar göng- urnar eru komnar hingað norður. Mér finnst spennandi að prófa makrílveiðarnar í sumar og er að velta því fyrir mér þessa dagana hvernig skynsamlegast er að fara í þetta án þess að leggja út í alltof mikinn kostnað.“ Verðum að styðjast við vísindin Fiskifræðingar fá oft orð í eyra frá sjómönnum og ekki síður smábátasjómönnum en öðrum. Gestur segist ekki meðal þeirra sem hafni þeirra fræðum. Veiðarnar verði að byggjast á vísindalegum þekk ingargrunni. „Annað gengur ekki að mínu mati. Í dag krefjast kaupendur afurða að veiðar séu sjálfbærar og við verðum að laga okkur að þeim kröf- um. Það gerum við ekki með því að hunsa vísindalegar rannsóknir og gefa frjálsa sókn í einstaka stofna eða veiðisvæði.“ Gestur hefur nýlokið grá- sleppuvertíðinni og fiskaði um 21 tonn sem hann segist sáttur við, sér í lagi í ljósi þess að veiðidögum hafi ver- ið fækkað verulega milli ára. Hann segir mjög jákvætt hvernig tekist hafi að afla markaða fyrir frosna grá- sleppu í stað þess að henni sé hent í sjóinn eins og gert hefur verið í áratugi. „Þetta er enn eitt dæmið um hugs- unina sem ég talaði um áðan, hvernig við erum stöðugt að reyna að búa til meiri verð- mæti. Og ég trúi því að eig- um fullt af möguleikum enn til að nýta sjávarauðlindina betur. Við verðum að fara að sjá fleiri ný skip og betri koma inn í flotann, skip sem byggð eru út frá því sem best er í dag og tækifærum í fram- tíðinni.“ Hugsa verður lengur en til morgundagsins Gestur þarf ekki lengi að hugsa svarið við þeirri spurn- ingu hvert sé að hans mati stærsta hagsmunamál hans, smábátasjómanna og sjávarút- vegsins í heild. „Stærsta hagsmunamálið er að festa kvótakerfið í sessi og fá frið. Skapa öryggi í kring- um greinina, hætta þessum eilífa hringlandahætti og sjá til þess að greinin fái að þró- ast á eðlilegum viðskipta- grunni. Nóg var vitleysan sem við þurftum að ganga í gegn- um í bönkunum en það tók steininn úr þegar við bættist heimatilbúna óvissan, sköpuð af stjórnmálamönnum, um hvað við taki á morgun. Ég fæ skatta með þreföldun veiðigjalda en ég fæ enga vissu fyrir því að nú þegar stefnir í aukinn kvóta skili sér til baka hluti skerðinga á þorskkvótanum undanfarin ár. Þetta er eitt dæmið. En þetta veldur því líka að á meðan heldur maður að sér höndum, gerir allt í lágmarki í viðhaldi og endurnýjun á veiðibúnaðinum. Ég vil sjá greinina byggja á eðlilegum viðskiptagrunni. Við verðum að geta skipst á aflaheimildum milli kerfa og haft viðskipti okkar í milli með heimildir til að nýta auð- linda sem best, sækja fiskinn með sem hagkvæmustum hætti. Það hefur ekkert með brask að gera. Það er áróður. Mín ósk er sú að óstöðug- leika síðustu ára ljúki sem fyrst og hægt verði að horfa fram á veginn – ekki bara til morgundagsins.“ „Ég var ekkert spurður að því þegar þessi seðill birtist hvort útgerðin hjá mér væri í tapi eða hagnaði. Greiðsluseðillinn kom bara, burtséð frá öllum svokölluðum umframhagnaði. Í mínu fyrirtæki er slíkur hagn- aður ekki fyrir hendi og þar af leiðandi er ekki verið að taka einhvern hluta af hagnaði heldur einfaldlega skattleggja. Það á bara að tala um hlutina eins og þeir eru.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.