Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 30
30 F I S K I Ð N A Ð A R N Á M Mikil þátttaka hefur verið í starfsfræðslunámskeiðum sem haldin hafa verið hjá fisk- vinnslufyrirtækjum að undan- förnu. Að námskeiðunum standa Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins og símenntunar- stöðvar í landshlutunum og Samtök fiskvinnslustöðva hef- ur verið í forsvari fyrir fram- haldsnámskeiðin. Nanna Bára Maríasdóttir hjá Fisktækni- skólanum í Grindavík hefur kennt á námskeiðunum og hún segist ekki í vafa um að gildi þeirra sé mikið, bæði fyr- ir starfsfólkið og fyrirtækin. „Þetta eru kjarasamnings- bundin námskeið, bæði grunnnámskeið og framhalds- námskeið. Starfsfólkið hækkar um tvo launaflokka með þátt- töku í grunnnámskeiðunum og aðra tvo eftir framhalds- námskeið sem tekur tvo daga. Ég skynja líka aukinn áhuga fyrirtækja á námskeiðunum sem segir að fyrir vinnuveit- endurna skila þau ávinningi og eru allra hagur,“ segir Nanna Bára en yfir 1000 manns sóttu þessi námskeið á síðasta ári. Hún segir sérstak- lega eftirtektarverðan áhuga á námskeiðum á Vestfjörðum að undanförnu. Þar hafi nám- skeið verið haldin hjá flestum fiskvinnslufyrirtækjunum og almennt sé mikil þátttaka og áhugi. „Grunnnámskeiðið er 60 kennslustundir, ein vika. Þar lærir fólk t.d. um hreinlæti, gerlagróður, innra eftirlit, gæðakerfi, öryggismál, skyndihjálp, kjaramál, sjálfs- styrkingu og fjölmenningu, svo dæmi séu tekin,“ segir Nanna Bára en hún er kenn- ari með menntun í félagsráð- gjöf og hefur, jafnframt kennslu um fisktæknileg at- riði komið að fræðsluþætti námskeiðanna um fjölmenn- ingu og samskipti. „Starfsfólk í fiskvinnslunni hérlendis er mjög oft af erlendum upp- runa og er nauðsynlegt að efla og styrkja samskipti og skilning inni á vinnustöðun- um með fræðslu um fjöl- menningu.“ Aukinn áhugi á gæða- þáttunum Meðferð hráefnis, kæling, vinnsluferlar og annað sem að gæðamálum snýr eru um- talsverður hluti námskeiðanna og segir Nanna Bára vel merkjanlegt að áhugi fyrir- tækja sé vaxandi á þessum þáttum. „Í dag er mikil áhersla á gæðin, að efla þau viðhorf hjá starfsmönnum að fiskur er ekki „bara“ fiskur heldur mjög dýrmæt lúxusvara. Áherslan er líka á nýtinguna og hversu miklu máli hún skiptir, kæling hráefnisins hefur fengið meira kastljós og þannig má áfram telja. Allt tengist þetta síðan saman í verkferlunum en á námskeiðunum fáum við fólk gjarnan til að vinna saman í hópaverkefnum og meðal annars að greina hvort eitt- hvað geti farið úrskeiðis í vinnslunni og finna fyrir- byggjandi aðgerðir á móti. Hjá starfsfólkinu er gjarnan mjög mikil þekking og reynsla og á námskeiðunum skapast oft líflegar umræður. Þekking starfsmannanna er dýrmæt og mætti virkja hana enn betur en gert er í dag,“ segir Nanna Bára. „Íslenskur fiskiðnaður finn- ur vel fyrir því að kaupend- urnir gera kröfur, gæðin þurfa að vera í lagi og það er undir okkur sjálfum komið að vera samkeppnisfær á mörkuðun- um. Stjórnendur fyrirtækjanna finna þetta í sínum daglegu störfum og þess vegna finnst mér mjög jákvætt að finna aukinn skilning þeirra á því að nýta endurmenntun fyrir starfsmenn til að fræða þá um alla þá þætti sem geta stuðlað að auknum gæðum fram- leiðslunnar. Og undantekn- ingalítið eru starfsmenn í fisk- iðnaðinum áhugasamir um að sækja námskeiðin og læra. Það skilar enn hæfara starfs- fólki,“ segir Nanna Bára. Einingar metnar að fullu inn í nám í Fisktækniskólann Námskeiðin eru einingabær og Fisktækniskólinn metur þau að fullu inn í námið sem er tvö ár, önnur hvor önn í skóla og hin í verknámi. „Við verðum vör við aukinn áhuga á náminu okkar bæði hjá greininni og einstaklingum enda höfum við sett upp námskránna samkvæmt þarfa- greiningu hjá þeim sem vænt- anlega koma til með að ráða nemendur okkar í vinnu. Ver- ið er að undirbúa kennslu í dreifnámi sem auðveldar fólki á landsbyggðinni að sækja nám við skólann og við í Fisktækniskólanum höfum einnig unnið að því að geta raunfærnimetið fólk sem hef- ur mikla reynslu og þekkingu úr greininni inn í skólann og er það mjög áhugavert verk- efni,“ segir Nanna Bára að lokum. Mikil ásókn í starfsfræðslu- námskeið í fiskiðnaði Útskriftarhópur á grunnnámskeiði í Grindavík. Hér komu nemendur víða að, þ.e. frá Tælandi, Filipseyjum og Íslandi. Verkefnavinna á starfsfræðslunámskeiði í fiskiðnaði á Ísafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.