Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 20
20 stórir í sniðum. Á mörgum stöðum duga þessar veiði- heimildir bara rétt fyrir ein- staklingsútgerð en við tókum annan pól í hæðina og reyn- um að vera með í sem flestu. Það eru ekki það margar út- gerðir á Djúpavogi og við reynum að sýna lit.“ Útgerðin er með 95 tonna kvóta og hefur leigt um 70 tonn á ári. „Við erum að veiða svona að jafnaði 250 tonn á ári og höfum farið mest upp í 380 tonn á ári. Það var þegar við gátum veitt ýsu eins og við nánast vildum. Þetta eru breyttir tímar og menn verða bara að laga sig að þeim,“ segir Guðlaugur. Vísir hf. frá Grindavík er með vinnslu í Djúpavogi og er langstærsti atvinnurekand- inn í plássinu. En Eyjufreyj- unes hefur verið góð viðbót og hefur útgerðin reynt að sýna samfélagslega ábyrgð með því að styrkja atvinnulíf- ið þar. Ólympískar makrílveiðar í sumar „Það hefur bara gengið vel á línunni en verðið er ansi sveiflukennt. Við höfum verið á steinbít upp á síðkastið og kílóverðið á honum er kannski 300 kr. á mánudegi og svo er það fallið niður í 200 kr. á þriðjudegi. Það er því erfitt að ákveða hvenær best er að landa. Ég leigi all- an steinbítskvótann og það er ekki mikið eftir í vasanum þegar búið er að gera allt saman upp og leiguverðið er 160 kr. En það þýðir ekkert að væla heldur bera sig eftir björginni þegar hún gefst og standa af sér storminn þess á milli. Það er líka styrkleiki okkar að við getum kúplað okkur út úr þessu þegar verðið er sem lægst. Það var náttúrulega fyrirséð í kringum netavertíðina að verðið lækk- aði þannig að við héldum þá að okkur höndum.“ Guðlaugur kveðst hlakka mikið til að fara í makrílinn og vonast til að veiðarnar gangi vel. „En ég veit vel að það þarf að læra á þennan veiðiskap áður en við förum að moka upp afla. En ég ætla að vera vel græjaður. Það þýðir ekk- ert að fara í þetta öðruvísi.“ Guðlaugur segir að stefnt sé að því að landa öllum afl- anum á Djúpavogi og von- andi verði hægt að gera bát- inn út á þessar veiðar þaðan. Gangi það ekki upp verði menn einfaldlega að elta makrílinn þangað sem hann veiðist. „Ég held að þetta verði ólympískar veiðar og þá er bara að moka honum upp þegar hann gefur sig.“ Teg: K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Teg: K 4.200 130 bör max 450 ltr/klst Teg: K 7.700/K 7.710 160 bör max 600 ltr/klst Teg: K 6.600 150 bör max 550 ltr/klst Teg: K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg: T 300 Snúningsdiskur Gerir pallinn eins og nýjan Öðlingur fór í yfirhalningu hjá Siglufjarðar-Seig og kom eins og nýr til baka. S M Á B Á T A Ú T G E R Ð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.