Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 34
34 B Á T A S M Í Ð I „Þegar hækkun auðlinda- gjaldsins kom til framkvæmda seint á síðasta ári fór mark- aður okkar fyrir smíði og breytingar smærri báta alveg niður í lágmark. Við erum að upplifa mesta bakslag frá því við settum bátasmiðjuna á fót árið 2005. Og það versta er að ég sé ekki mikla breytingu verða alveg á næstunni,“ seg- ir Guðni Sigtryggsson báta- smiðjunni Siglufjarðar-Seig sem er í eigu JE Vélaverk- stæðis á Siglufirði. Guðni seg- ir margt leggjast á eitt að gera róðurinn þungan núna. „Hluti af skýringunni er lækkun afurðaverðs, reglu- gerðarbreytingar sem snúa að breytingum báta, stytting grá- sleppuvertíðarinnar hefur líka verulega áhrif hjá okkur og loks stórhækkun veiðileyfa- gjaldsins. Nýsmíði eða breyt- ingar á bátum eru ekki fram- arlega á forgangslistanum í rekstri útgerðanna og þar af leiðandi verðum við fyrst fyrir högginu þegar þrengt er að útgerðunum,“ segir Guðni en fyrirtækið hefur þegar fækk- að um einn mann í bátasmíð- inni. „Við reynum af fremsta megni að komast hjá upp- sögnum á starfsmönnum og bregðumst frekar við með því að stytta vinnutímann og hag- ræða eins og mögulegt er. Við áttum bátsskrokk sem við erum núna að vinna í að gera kláran og er enn óseldur. En það mættu sannarlega vera fleiri verkefni í augsýn næstu mánuðina,“ segir Guðni. Horft á eldsneytisliðinn Mikið hefur verið að gera í breytingum á bátum hjá Siglufjarðar-Seig síðustu ár og til að mynda voru árin 2010 og 2011 mjög góð. Breytingin er því mikil og tók steininn úr í haust, eins og áður segir. „Við vitum þó að margir hafa áhuga á breytingum á bátum og sérstaklega snúast þær um eldsneytiseyðsluna. Sá kostnaðarliður hefur tekið mikið stökk upp á við á fáum árum og er farinn leggjast verulega þungt á bátaútgerð- irnar þannig að það er eftir miklu að slægjast að geta minnkað olíueyðsluna,“ segir Guðni. Aðspurður segir hann þessar hugmyndir t.d. ganga út á að setja tvær vélar í bátana, aðra litla til að nota á veiðum og síðan stærri vél í lengri stím sem þá vinnur með minni vélinni. „Hvert prósent sem bátaútgerðirnar geta sparað með breytingum á borð við þessar skiptir um- talsverðum fjárhæðum þannig að eftir miklu er að slægjast. Og hér höfum við mikla reynslu innanhúss í breyting- um á bátum, auk nýsmíða,“ segir Guðni. Vel heppnuð breyting á Bíldsey Síðasta sumar var lokið stóru verki hjá Siglufjarðar-Seig en þá var línubátnum Bíldsey SH breytt úr 15 í 30 tonn. Guðni segir verkið hafa tekist frá- bærlega. „Þessir línubátar eru farnir að sækja mjög djúpt og þess vegna er mjög nauðsynlegt að geta búið þá betur út hvað varðar vinnuaðstöðu og að koma niður línubúnaðin- um fyrir svo vel fari. Það er mikil ánægja með breyt- inguna á Bíldsey en með breyttum reglugerðum hefur verið girt fyrir þennan mögu- leika. Sem að mínu mati er eftirför því þetta eru bátarnir sem tekið hafa við hlutverki vertíðarbáta í flotanum en eru miklu minni. Breyting eins og sú sem við gerðum á Bíldsey er dæmi um að við getum hér tekist á við stór verkefni í breytingum á bátum, jafnt sem þau minni. En núna þarf fyrst og fremst að færast meira líf í þennan markað,“ segir Guðni. Bátasmiðja Siglufjarðar-Seigs á Siglufirði: Mesti samdráttur í bátasmíði og breyt- ingum frá því fyrirtækið var stofnað Bíldsey SH kemur út úr smiðju hjá Siglufjarðar-Seig eftir lengingu. Skrokkur Bíldseyjar var skorinn í tvennt og báturinn lengdur um 3 metra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.