Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 23
23
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Keyptu einn af fyrstu Sóma
800 bátunum og fyrstu DNG
vindurnar
„Það má segja að fyrst hafi ég
byrjað í smábátaútgerð árið
1994 þegar við Guðmundur
Júlíusson hér á Dalvík keypt-
um einn af fyrstu Sóma 800
bátunum af Bátasmiðju Guð-
mundar í Hafnarfirði. Sá bát-
ur fékk einmitt nafnið Jaki.
Eftir að við tókum við honum
fyrir sunnan í febrúar þetta ár
græjuðum við okkur og fór-
um beint vestur í Ólafsvík.
Fórum þar á færi og vorum
þeir fyrstu á landinu til að
taka DNG vindur í bát. Og
þær fóru mjög fljótlega að
virka fínt á hjá okkur og
margir fylgdust vel með á
bryggjunum þegar við kom-
um til löndunar. Þetta þóttu
miklir ævintýramenn að
norðan! Sumarið eftir vorum
við síðan hér fyrir norðan og
þá minnir mig að hafi komið
á fyrstu veiðitakmarkanirnar á
smábáta þegar bannað var að
róa um helgar. Og þegar
maður hugsar til baka þá er
merkilegt að þarna fékkst
aldrei ufsi hér fyrir norðan.
Núna eru hins vegar vaðandi
ufsatorfur alveg norður í Kol-
beinsey. Það breytist margt í
sjónum á ekki lengri tíma.“
Á margföldum hraða á við
gömlu bátana
„Fyrst fór ég þó á sjó með
pabba þegar hann lét smíða
fyrir sig 20 tonna bát á Akur-
eyri, fyrsta Blikann. Þetta var
árið 1975. Fljótlega kom svo
50 tonna bátur og svo fór ég
að fara á stærri skip, bæði
Blikana og önnur skip. Pabbi
keypti síðan trillu árið 1994
og fljótlega fór ég að róa með
honum mér til gamans. Þegar
ég fór svo að koma mér í
land af togaranum árið 1997
fór ég að sækja meira á trill-
unni en þá vorum við í daga-
kerfi. Árið 2000 keyptum við
fyrsta bátinn með þorskkvóta,
Hafölduna frá Grímsey og
síðan hefur þessi útgerð und-
ið smátt og smátt upp á sig.
Jakann keyptum við árið
2006 en þetta er mjög öflugur
Sómabátur, smíðaður fyrir
Hríseyinga á sínum tíma í
dagakerfið, er með 500 hest-
afla vél og gengur því mjög
vel. Vegna þess hversu vélar-
stór hann er þá getur hann
planað á 20-22 mílna hraða
með 3 tonn af fiski. Þetta er
því mjög skemmtilegur bátur
í útgerð eins og hjá mér þar
sem þarf að sækja langt,“
segir Gestur. Byltingin með
tilkomu hraðskreiðra plast-
báta í smábátaútgerðinni seg-
ir hann hafa verið gífurlega
og sem dæmi þá eru línu-
róðrarnir þannig hjá honum
að hann fer frá Dalvík kl. 4
að nóttu, fer fram að Gríms-
ey, leggur 15-16 bala (7-8000
króka) og er kominn aftur til
löndunar á Dalvík laust eftir
hádegi. Og er einn á bátnum.
„Pabbi hristir enn höfuðið yfir
þessum hraða. Þetta er dálítið
mikið öðruvísi en hans kyn-
slóð upplifði á litlu bátunum.
Þeir voru þá yfirleitt 4-5 í
áhöfn og mannskapur í að
beita í landi. Ég beiti aftur á
móti með trekt um borð þeg-
ar línan er lögð þannig að
þetta eru allt önnur vinnu-
brögð en áður tíðkuðust.“
Vondu veðrin koma ekki á
óvart
- Er ekki vinnan orðin léttari
á smábátunum en áður var?
„Það eru alveg tvær hliðar
á því. Í fyrsta lagi eru plast-
bátarnir mun kvikari á öld-
unni en gömlu bátarnir voru
og þar af leiðandi meira slít-
andi fyrir skrokkinn að vera í
þessari hreyfingu. Svo er auð-
vitað mikið vinnuálag að vera
einn á og sem dæmi þá er
mikil vinna að hafa undan í
fiskiríi á fjórum færavindum
eins og ég er með um borð.
Þessu til viðbótar má segja að
það sé á margan hátt óæski-
legt að vera einn á svona bát-
um því margt getur komið
uppá en eins og staðan er í
dag á heimildum og útgerðar-
formi þessara báta þá er ekki
annað í boði,“ svarar Gestur
en leggur um leið áherslu á
að búnaður og vinnuaðstaða
í smábátum sé mun betri en
áður var.
„Eitt dæmi um þetta eru
veðurupplýsingarnar og veð-
urspár. Nú kemur ekki fyrir
að óveður komi okkur að
óvörum. Ég er í netsambandi
um borð, fylgist með spám
og upplýsingum á vedur.is og
Belgingi og þegar sífellt betri
og nákvæmari spár bætast
við langa reynslu af því að
róa á svæðinu og lesa í
veðrabreytingar þá er maður
mun öruggari með sig á sjón-
um. Það eru mikil gæði fólg-
in í þessari breytingu fyrir
okkur smábátasjómenn og
Gestur Matthíasson rær á sex tonna Sómabátnum Jaka EA-15 á Dalvík sem hann hefur átt í félagi við föður sinn, Matthías Jakobs-
son, um margra ára skeið. Matthías var á sínum tíma einn af eigendum Blikaútgerðarinnar á Dalvík en hún gerði í áratugi út nokkur
skip með þessu nafni, síðast skuttogara. Gestur var í áhöfnum fimm skipa með Blikanafninu en smám saman færði hann sig yfir í
smábátasjómennskuna jafnframt því að vera á togurum hluta úr ári. Síðustu árin hefur Gestur alfarið helgað sig Jakanum, verið á
línu og færum, farið á grásleppu á vorin og strandveiðar á sumrin. Á komandi sumri stendur þó til að velja makrílveiðarnar fremur
en strandveiðar enda freistar alltaf þrautreyndra sjómanna eins og hans að reyna sig í nýjum veiðiskap ef tækifæri gefst.
Gestur nálgast Dalvíkurhöfn á Jaka.