Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 27
27 Þ J Ó N U S T A Undirritaður hefur verið samn- ingur um kaup Ísfells ehf. á rekstri Dímon línu ehf. Samn- ingurinn tekur til umboðs fyrir vörur, einkum til línuveiða, og til vörubirgða. Flestir starfsmenn Dímon Línu munu halda áfram störf- um hjá nýjum eigendum. Starfsemi Dímon línu verður til að byrja með áfram að hluta til í núverandi húsnæði að Héðinsgötu 1-3 en á næstu vikum er stefnt að flutningi hennar í húsnæði Ís- fells að Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði. Með þessum kaupum get- ur Ísfell boðið viðskiptavin- um sínum enn betri þjónustu og fjölbreyttara vöruval en áður. Ísfell hóf starfsemi snemma árs 1992. Umsvif fyr- irtækisins hafa aukist jafnt og þétt hérlendis og erlendis með innri vexti, kaupum á öðrum fyrirtækjum og sam- einingum. Nú starfa 55 manns í sex starfsstöðvum Ís- fells á Íslandi og 35 manns til viðbótar í þremur starfsstöðv- um á Nýfundnalandi og Nova Scotia í Kanada. Rekstur Dímon línu má rekja til ársins 1994 og hefur fyrirtækið verið leiðandi í sölu á línu, beitu og öðrum vörum til línuveiða. Arnór Stefánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins, hefur á síðustu árum tekið þátt í uppbyggingu verk- smiðju á eigin vegum til framleiðslu á ryðfríum línu- krókum á Indlandi og hyggst einbeita sé að frekari vexti á því sviði á næstu árum. Samkeppniseftirlitið fjallaði um viðskipti Ísfells og Dímon línu án athugasemda. Ísfell ehf. kaupir rekstur Dímon línu ehf. Kaupsamningurinn handsalaður. Arnór Stefánsson, framkvæmdastjóri Dímon línu, og Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ísfells, til hægri á myndinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.