Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 25
25 Æ G I S V I Ð T A L I Ð mæti úr því sem hún gefur okkur. Mér finnst það sam- félagsleg skylda.“ Kostir og gallar við strandveiðarnar Gestur sér bæði kosti og galla við strandveiðikerfið. Á marg- an hátt henti það atvinnu- mönnum eins og honum að geta sinnt strandveiði á sumr- in en fiskað kvótann á haust- in og fram að grásleppuver- tíð. „Hagkvæmnin gæti hins vegar verið mun meiri í strandveiðinni ef skammtur- inn væri meiri á dag. Olíu- kostnaðurinn hækkar lítið þó leyft væri að veiða mun meira á dag og þannig væri tilkostnaðurinn á bak við hvert tonn minni. Með öðrum orðum eru veiðarnar ekki nógu arðbærar að mínu mati og þá næst ekki það mark- mið sem talað er um sem rök fyrir strandveiðum, þ.e. að nýliðun aukist. Til þess þarf fyrirkomulag strandveiðanna að breytast og skila meiri arði. Í umræðunni er látið í það skína að strandveiðarnar séu svo góðar að hver sem er geti fjárfest í bát og búnaði og farið að róa. Því fer fjarri. Og verði staðan sú í sumar að þorskverð lækki um 30% frá því í fyrra þá gerir það ekki bara þeim sem eru að byrja erfitt fyrir heldur kippir grundvellinum undan mjög mörgum sem hafa verið í strandveiðunum síðustu ár. Sjálfur væri ég hlynntari því að hafa í þessu sveigjan- leika þannig að ég gæti valið að sækja tvö tonn á einum degi í viku fremur en róa í fjóra daga og taka 700 kílóa dagskammt. Það væri hag- kvæmara fyrir mig og líka fyrir samfélagið því þá yrði meira til skiptanna fyrir aðra. En eins og ég segi hafa strandveiðarnar verið jákvæð- ar fyrir menn eins og mig og þær hjálpuðu til að gera út- gerðina að heilsársstarfi.“ Veiðileyfagjöldin þrefölduðust Smábátaútgerðin hefur ekki farið varhluta af sífellt aukn- um kostnaði. Olíuverðið bitn- ar á rekstrinum, eftirlitskostn- aður eykst sífellt og þannig mætti áfram telja. Að ekki sé minnst á veiðigjöldin sem í tilfelli Gests rúmlega þreföld- uðust í einni svipan. Glugga- umslagið sem barst frá stjórn- völdum inn um bréfalúguna hjá Gesti og Bryndísi, konu hans, í Hringtúninu á Dalvík í byrjun september síðastliðn- um hljóðaði upp á eina millj- ón! „Það er engu líkara en stjórnmálamenn trúi því að fólk eins og við eigum fúlgur á bankabókum og muni ekk- ert um svona skattlagningu upp úr þurru. Afleiðingin af þessu er einfaldlega sú að menn bregðast fyrst við með því að hækka hjá sér yfir- dráttinn, vona að svo komi betra ár næst til að kljást við þennan kostnað en þegar frá líður bitnar þetta bara á laun- unum og getunni til að end- urnýja bát og búnað. Ég var ekkert spurður að því þegar þessi seðill birtist hvort út- gerðin hjá mér væri í tapi eða hagnaði. Greiðsluseðillinn kom bara, burtséð frá öllum svokölluðum umframhagnaði. Í mínu fyrirtæki er slíkur hagnaður ekki fyrir hendi og þar af leiðandi er ekki verið að taka einhvern hluta af hagnaði heldur einfaldlega skattleggja. Það á bara að tala um hlutina eins og þeir eru. Það er sjálfsagt að greiða veiðigjöld eins og verið hefur en þetta er slitið úr öllu sam- hengi.“ Vankunnátta og vinsældafrasar Í aðdraganda kosninganna á dögunum bar mikið á kosn- ingaloforðum um að gefa handfæraveiðar frjálsar. Gest- ur segir þá hugmynd hljóma mjög furðulega. „Hverra hagsmunir yrði að gefa handfæraveiðar frjálsar? Ekki heildarinnar – sam- félagsins. Afkastageta á smá- bátum er slík að mjög fljót- lega yrði að grípa inn í til að stöðva ofveiði. Ef við hugsum þetta dæmi bara út frá Eyja- „Raunar er átakanlegt að hlusta á sumt fólk í stjórnmálum tala um sjávarút- vegsmál þegar það bersýnilega hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvernig þessi grein raunverulega er. Sjávarútvegsumræðan byggist alltof mikið á vin- sældafrösum sem ganga í fjöldann og ganga sér í lagi út á að koma því inn hjá almenningi að allt sem snýr að útgerð og sjávarútvegi sé bullandi gróða- vegur. Þannig er nú lífið ekki í greininni.“ Gestur við stýrið á miðunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.