Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 31
31
S Ö L U M Á L
Mun minni grásleppuveiði en í
fyrra vekur upp spurningar um
áhrif á hinn nýja markað í
Kína fyrir frysta grásleppu af
Íslandsmiðum. Sölufyrirtækið
Triton var í fararbroddi í þess-
um útflutningi og lagði með
því sölustarfi grunninn að
þeirri breytingu sem nú er
orðin á veiðunum að komið er
nú með allan afla að landi.
Skapast hafa mörg land-
vinnslustörf við frystingu grá-
sleppunnar og þjónustu í
kringum vinnsluna.
Ormur Arnarson, fram-
kvæmdastjóri Triton, er
þokkalega bjartsýnn á fram-
haldið á Kínamarkaði þrátt
fyrir að mun minna sé nú í
boði en í fyrra.
„Það var óheppilegt hvern-
ig allt fór á fullt í kringum
þetta í fyrra. Markaður fyrir
grásleppuna í Kína er nýr og
viðkvæmur en það fóru alltof
margir af stað og sáu mikla
gróðavon. Verðin duttu niður
í kjölfarið úti í Kína. Verk-
efnið núna hefur verið að
halda verðunum uppi og
okkur hefur gengið það
ágætlega. Í fyrra fór verðið
upp í um 2,50 dollara á kílóið
en er lítið eitt lægra núna.
Það er nokkuð ásættanlegt
miðað við aðstæður,“ segir
Ormur en hann reiknar fast-
lega með að allir seljendur
geti losnað við sína frosnu
grásleppu nú í vor enda
magnið ekki nema um helm-
ingur þess sem var í fyrra.
Nýgerður fríverslunar-
samningur milli Íslands og
Kína ætti að mati Orms að
koma útflytjendum á grá-
sleppu, jafnt sem öðrum
vörum til góða. Tollar á þess-
ari vöru lækka um 10-12% og
það segir hann að eigi að
öllu jöfnu að liðka fyrir sölu-
starfinu. „Til lengri tíma ætti
þetta að hafa almennt jákvæð
áhrif. Ég reikna með því,“
segir Ormur.
Gengissveiflurnar slæmar
Gengissveiflur krónunnar
koma útflytjendum illa og
segir Ormur að þær sem slík-
ar séu meira vandamál en
hvort krónan er veik eða
sterk. Stöðugleika verði að fá
á gjaldmiðilinn.
„Markaðsaðstæður eru
misjafnar á fiskmörkuðum og
augljóst að kreppan hefur
leikið marga grátt. Í dag er
útflutningur nánast eingöngu
í staðgreiðsluviðskiptum enda
ekki mögulegt að fá greiðslu-
tryggingar á kaupendur. Verð
hafa líka almennt farið niður
á við á sjávarafurðamörkuð-
um. En eitt af stóru vanda-
málum okkar er að áætlana-
gerð fram í tímann er mjög
erfið vegna sveiflna í gengis-
skráningu krónunnar. Fyrir
okkur sem erum í útflutningi
er dálítið sérkennilegt að sjá
stjórnvöld og Seðlabankann
tala um að styrkja útflutnings-
greinarnar á sama tíma og við
upplifum bæði miklar sveiflur
og verulega styrkingu krón-
unnar. Þetta ástand líkist ekki
því að við búum við gjaldeyr-
ishöft og gerir okkur mjög
erfitt fyrir í daglegri starfsemi.
Við verðum að geta fylgt nið-
ursveiflum á afurðamörkuð-
um og það getum við illa gert
þegar gjaldmiðillinn okkar er
svona óstöðugur,“ segir Orm-
ur.
Framkvæmdastjóri Triton bjartsýnn á sölu á frosinni grásleppu til Kína í ár:
Gengissveiflur krónunnar
gera útflutningi erfitt fyrir
Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Tríton, með bústna grásleppu.
Kínverjar kunna þá list að matreiða, mörgum fremur. Grásleppan þykir þar í landi herramannsmatur.