Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 32
32 Leyft verður að veiða rösk 123 þúsund tonn af makríl í ár samkvæmt reglugerð um makr ílveiðar íslenskra skipa sem gefin hefur verið út af at- vinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu. Í reglugerðinni er auk heildmagnsins kveðið á um skiptingu heimildanna milli flokka veiðiskipa. Í reglugerð ráðuneytisins segir að aflamagnið í ár verði 15% lægra en ákveðið var á síðasta ári. „Lækkunin tekur mið af breytingu í ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins. Er þetta sama aðferð og beitt hefur verið hér á landi frá árinu 2011,“ segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Sem fyrr er úthlutað til fjögurra flokka veiðiskipa. Smábátar fá í sinn hlut 3.200 tonn, til ísfiskskipa er úthluað 6.703 tonnum, frystitogarar fá í sinn hlut 25.976 tonn en uppsjávarskip fá meira en þrefalt það magn, eða 87.303 tonn. Í frétt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er vakin athygli á breytingu á hlutfalli milli flokkanna en smábátar fá nú um fjórföldu magni úthlutuðu miðað við síðasta ár. Hinir veiðiskipa- flokkarnir þrír sæta skerðingu heildarmagnsins. Ráðuneytið segir að við úthlutun til smábáta sé mið tekið af því magni sem þeim hafi upphaflega verið úthlut- að 2010 og svo hins að ganga makríls á grunnslóð hafi stöð- ugt verið að aukast og þekk- ing og tök þeirra á þessum veiðum hafi tekið miklum framförum. Gefin verða út veiðileyfi í kjölfar umsóknarfrests Fiski- stofu sem lauk nú um mán- aðamótin. Veiðum smábáta er deilt á tvö tímabil þannig að 1300 lestum er úthlutað á júlí- mánuð og 1900 lestum á tímabilið 1. ágúst til 31. des- ember. Smábátasjómenn vilja úthlutun að norskri fyrirmynd Þrátt fyrir fjórföldun í úthlut- un á makrílheimildum til smábáta er hún langt frá ósk- um Landssambands smábáta- eigenda. Í febrúar kynntu samtökin ráðherra tillögur um að úthlutun til smábáta verði aukin í 18% af heildarafla, en að lágmarki 20.000 tonn. Vís- uðu þau í fyrirmynd að slíkri skiptingu í Noregi. Í gögnum sem kynnt voru ráðherra seg- ir að það sé skoðun LS „að um hreint og klárt sanngirnis- mál sé að ræða að smábáta- flotinn fái sambærilegt tæki- færi á við uppsjávarflotann í að mynda sér eðlilega hlut- deild í makrílveiðunum. Það getur ekki talist eðlileg af- greiðsla málsins að þeir einir fái heimildirnar sem veiða yst í lögsögunni, þegar ljóst er að með tímanum er tegundin að nema land inni á flóum og fjörðum, veiðiðisvæðum smá- báta og strandveiðiflotans. Makríls varð fyrst vart inn- an lögsögunnar í einhverju magni árið árið 2007 og þá aðallega sem meðafli við síld- veiðar suður og austur af landinu. Árið 2008 veiddi uppsjávarflotinn u.þ.b. 112 þúsund tonn, og hefur veiðin síðan haldist svipuð, vegna opinberra takmarkana.“ „Við hefðum auðvitað viljað hafa úthlutunina til okkar manna meiri þannig að ekki kæmi til kapphlaups milli bátanna við þessar veiðar. Ég óttast að 3.200 tonn sé of naumt skammtað. Betra hefði verið að heimildirnar væru það rúmar að hægt hefði verið að flytja í stærra kerfið heim- ildir síðar á árinu ef í ljós kæmi að smábátarnir næðu ekki sínum heimildum,“ segir Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smá- bátaeigenda, sem reiknar með verulegri fjölgun smá- báta á makrílveiðum í ár mið- að við síðasta sumar. „Í fyrra var fyrsta árið sem makríllinn kom almennilega á veiðislóð smábátanna og þá kom vel í ljós að smábátasjó- menn ráða mjög vel við þennan veiðiskap,“ segir Örn en að hans mati er til bóta að skipta veiðitímabilum smá- bátanna í tvennt líkt og gert er nú. „Í fyrra voru 16 bátar á veiðum og afli þeirra var 1100 tonn. Samkvæmt könn- un sem við gerðum fyrir ára- mótin síðustu hyggjast rösk- lega 100 báta að reyna fyrir sér í makrílveiðum í sumar. Dreifingin er allt í kringum landið enda höfum við séð makrílinn ganga nánast alls staðar, bæði með ströndinni og djúpt inn í firði. Við telj- um að hægt sé að veiða mak- rílinn nánast alls staðar,“ segir Örn. Vinnsla smábátaaflans skiptir miklu máli um framtíð veiðanna og smábátasjómenn benda á að gæði makríls sem veiddur er á króka séu mjög mikil. Örn segir þessa hlið veiðanna nokkuð óljósa enn sem komið er. „Fyrsti þátturinn er að ná ásættanlegu magni. Við erum ennþá langt frá því en höfum bent á 18% hlutdeild af heild- arafla sem viðmiðun að fyrir- mynd frá Noregi. Smábáta- makríllinn er eftirsótt vara - það vitum við - og þess vegna teljum við að með auknu magni styrkist grund- völlur fyrir smærri vinnslur út um landið. Þarna gætu skap- ast ný atvinnutækifæri í land- vinnslu í byggðunum,“ segir Örn. Um 100 bátar stefna að makrílveiðum í sumar Fyrirkomulag makrílveiða í lögsögunni í sumar liggur fyrir: Minni makrílheimildir en samt aukning hjá smábátum Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. M A K R Í L V E I Ð A R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.