Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 33
33 Í raun má segja að árið 2012 sé það fyrsta sem smá- bátaflotinn sýndi í verki að hann getur tekið marktækan þátt í þessum nýja veiðiskap. LS spáði því fyrir, af ýmsum ástæðum að það myndi taka félagsmenn nokkur ár, trú- lega 3‐4, að ná tökum á makrílveiðunum. Þetta hefur gengið eftir,“ segir í gögnum LS frá í febrúar. Á aðalfundi Landssam- bands smábátaeigenda í haust var talsvert fjallað um makrílveiðar smábáta og er krafan um 18% aflahlutdeild byggð á samþykkt fundarins. Í greinargerð með henni er bent á bæði hagkvæmni veiða og gæði afla sem rök fyrir aukinni hlutdeild þessa veiðiskipaflokks. „Ljóst er að mjög hag- kvæmt er að veiða makríl á handfæri miðað við önnur veiðarfæri. Mikill áhugi er fyr- ir þessum veiðum og mjög margir hafa hug á þeim á næsta ári. Samtímis því sem kaupendum sem hafa áhuga vegna gæða hans fer ört fjölgandi, mun úthlutun eins og hún hefur verið, engan veginn fullnægja þeirri þörf sem er fyrir þennan báta- flokk. Helstu rök fyrir auknum veiðiheimildum til smábáta í makríl eru: • Veiðarnar eru umhverfis- vænar • Þær skila hágæða hráefni • Þær eru mannaflsfrekar - atvinnuskapandi • Þær afla mikillar þekking- ar um göngur makríls á grunnslóð • Makríll étur mikið af seið- um svo sem grásleppu-, þorsk- og ýsuseiðum, sandsíli, rauðátu, ljósátu og smásíld. Og ekki má gleyma laxaseiðum,“ segir í samþykkt aðalfundar LS 2012. M A K R Í L V E I Ð A R www.isfell.is Handfæravörur Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar: Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar, sigurnaglar, sökkur og statíf Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is „Verðlækkunin er gríðarlegt áfall fyrir grásleppusjómenn sem margir hverjir hafa nú lokið vertíð, sem einungis stóð í 32 daga, en upphafs- dagur hennar var 20. mars,“ segir í frétt frá Landssam- bandi smábátaeigenda en þann 24. apríl síðastliðinn hafði heildarveiði á grásleppu skilað 4.700 tunnum af sölt- uðum hrognum. Meðalverð á þeim tímapunkti var hins veg- ar um 39% lægra en í fyrra þrátt fyrir að aflinn sé var nema helmingur aflans á síð- asta ári. LS bendir því á að svo virðist sem þessi sjávaraf- urði lútu ekki lögmáli fram- boðs og eftirspurnar, líkt og flestar aðrar. Blaut hrogn hafa að með- altali selst á 597 kr/kg lengst af vertíðar í ár en verðið á sama tímabili á síðustu vertíð var 973 kr/kg. Fyrir vertíðina í ár var veiðidögum fækkað úr 50 og heildarfjöldi neta var nú þriðjungi minni en í fyrra. Ágæt veiði var á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðaustur- landi en áhrif þrengri reglna um veiðarnar sáust best á því að nú voru 135 báta á grá- sleppuveiðum en 273 í fyrra. „Í þessari miklu verðlækk- un á hrognunum hefur það verið ljós í myrkrinu að góð- ur markaður er fyrir skorna grásleppu sem hefur hækkað um 30% á milli ára,“ segir í frétt LS. Meðalverð grásleppu- hrogna lækkar um 40% Grásleppan skorin á miðunum. Aflinn í ár er aðeins um helmingur þess sem var í fyrra. Makrílveiðar gengu vel hjá þeim smábátum sem reyndu fyrir sér síðasta sumar. G R Á S L E P P U V E I Ð A R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.