Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 21
21 Síðar í vor mun Vélsmiðjan Foss á Höfn í Hornafirði setja nýja andveltitanka á bakkaþil- far uppsjávarskipanna Lund- eyjar NS og Faxa RE sem HB Grandi gerir út. Smíði tank- anna er lokið hjá Fossi og bíða þeir þess að skipin ljúki kolmunnaveiðum. Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðj- unnar Foss, segir smíði tank- anna hafa verið kærkomið verkefni en stærsta verkefni fyrirtækisins þessar vikurnar er breytingar í fiskimjölsverk- smiðju Skinneyjar Þinganess á Höfn. Þá er alltaf eitthvað um verkefni fyrir bátaflotann en auk nýsmíða fyrir fiskiskip smíðar Vélsmiðjan Foss nokkrar gerðir af vindum fyrir báta. Minni hreyfing eykur gæði farmsins Vélsmiðjan Foss stofnaði fé- lagið Rolling ehf. í samstarfi við Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðing og verk- fræðistofuna Verkís um þró- un, framleiðslu og sölu á andveltibúnaði. Síðan þá hef- ur fyrirtækið m.a. selt and- velti tank til Ástralíu og á síð- asta ári var 60 rúmmetra and- veltitankur smíðaður á frysti- togarann Venus HF-519. Skipið er, líkt og uppsjávar- skipin tvö, í eigu HB Granda. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að fá fleiri verkefni af þessu tagi fyrir HB Granda. Andveltibúnaður skiptir miklu máli í fiskiskipum, bæði fyrir mannskapinn og ekki síður alla vinnslu og aflameðferð. Þetta á ekki hvað síst við um uppsjávarskipin sem veiða í æ ríkara mæli fyrir landfrystingu og þá skiptir mjög miklu máli að tryggja gæði með sem minnstri hreyfingu á farmin- um í lestum,“ segir Ari en þetta er í fyrsta sinn sem fyrir- tækið framleiðir andveltitanka fyrir uppsjávarskip. Tönkun- um verður komið fyrir aftasta á bakka skipanna en í þeim er lokabúnaður og stjórnbún- aður, svokölluð Stöðugleika- vakt, sem Verkís hannar og stýrir sá búnaður virkninni í tönkunum. „Við erum mjög ánægðir með þetta verkefni og verður fróðlegt að sjá hvernig tank- arnir koma til með að hafa áhrif á skipin,“ segir Ari. Línuhjól og vindur fyrir smábátana Almennt segir Ari ágætt hljóð í sjávarútveginum og talsvert að gera í þjónustu við grein- ina. „Ég reikna með að þegar lengra líður fram á vorið og sumarið bætist við verkefni fyrir bátaflotann, ekki síst minni bátana. Vindubúnaður- inn frá okkur hefur komið vel út í grásleppubátunum en síðan erum við með nýlega hönnun í línuskífum þar sem hugmyndin var að bæta með- ferðina á krókunum þegar línan er dregin og minnka jafnframt hættuna fyrir þá sem vinna við línukerfin. Við fórum í þessa hönnun í sam- starfi við útgerð Ragnars SF hér á Höfn en það hefur vilj- að brenna við í eldri búnaði að krókarnir réttist upp og línan komi ekki rétt inn. Það skapar hættu á að krókar slá- ist í þann sem er við línuhjól- ið. Reynslan hefur sýnt að með nýju skífunum er líka minni þörf á að endurnýja króka á línunni og drátturinn á línunni er betri. Þennan línubúnað eigum við alltaf til á lager fyrir smábátana,“ segir Ari. Vélsmiðjan Foss á Höfn: Andveltitankar fyrir tvö uppsjávarskip HB Granda Starfsmenn Vélsmiðjunnar Foss vinna að smíði andveltitankanna fyrir Lundey og Faxa. Þ J Ó N U S T A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.