Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 12
12
Á Ólafsfirði sækja sjóinn þrír
ættliðir, þ.e. Gunnar Gunnars-
son, Sverrir sonur hans og
Almar sonur Sverris. Þeir eiga
tvo báta og grípa stundum til
þess þriðja sem þeir fá að
láni þegar mikið stendur til.
Minni báturinn, Nói, er fjög-
urra tonna, en Ásdís er 10
tonna hraðfiskibátur. Kvóti er
á þeim minni en þeir stunda
svo strandveiðar á Ásdísi.
„Þetta hefur gengið mjög
vel. Við höfum farið út upp
úr kl. 6 á morgnana og við
róum upp á gamla lagið með
beitufæri. Við beitum kúfiski.
Við erum með fjóra öngla á
rúllunum, eins og þetta var
gert í gamla daga og þessi
aðferð kallast heillás. Þetta er
gamla aðferðin og hefur
gengið mjög vel hjá okkur.
Pabbi er orðinn 75 ára og
hann hefur ódrepandi áhuga
á þessu. Hann keypti sjálfur
stóra bátinn fyrir fjórum árum
í bríarí og síðan höfum við
staðið í því að gera hann upp
og græja hann til,“ segir
Sverrir.
Og það er allt klárt fyrir
vertíðina framundan. Sett var
á flot nýlega og veiðarfærin
tekin um borð.
Þeir plægja upp kúskel í
Siglufirði og Ólafsfirði og
nota hana til beitu. Aflinn er
að mestu þorskur og dálítil
ýsa með. Stímið á miðin út
með firðinum hefur verið um
tuttugu mínútur á stóra bátn-
um en hann gengur líka 20
mílur. Þeir eru yfirleitt tveir á
bátnum, Sverrir með föður
sínum eða syni. Sverrir hefur
sjálfur verið á frystitogara að
jafnaði en tekið sumrin í
strandveiðarnar.
„Strandveiðarnar eru nátt-
úrulega skemmtilegri vinnu-
staður og bara það að fá að
vinna með börnunum sínum
gefur manni óhemjumikið,“
segir Sverrir.
Fiskurinn óður í sushi!
Skelina hafa þeir geymt í
pokum í kari um borð í renn-
andi sjó eða á bryggjunni.
Þeir hafa plægt upp viku-
skammt í senn af kúskel.
„Það fæst ekki betri beita
og merkilegt með það að
fiskurinn virðist alveg óður í
S M Á B Á T A Ú T G E R Ð
Fjölskyldan
stefnir aftur
á strandveiðar
í sumar
Eyjólfur Svavar Sverrisson stendur vaktina með föður sínum um borð í Ásdísi.