Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2013, Blaðsíða 14
14 S M Á B Á T A Ú T G E R Ð þetta sushi. Kúfiskurinn er sprelllifandi og við skerum úr skelinni jafnóðum.“ Í fyrra skiluðu strandveið- arnar þeim 26 tonnum en þeir hefðu getað veitt mun meira og segir Sverrir að það mætti gjarnan auka dálítið við þennan pott. „Veiðarnar voru búnar snemma í júlí í fyrra og svo voru ekki nema fjórir dagar í ágúst. Það mætti því alveg bæta í þetta. Þetta eru vist- vænar veiðar og stutt stím hjá okkur, en við erum kannski ekki dæmigerðir því einungis fáir eru að róa með beitufæri eins og við. Aðrir hafa þurft að keyra talsvert lengra. En þetta er skemmtilegur veiði- skapur. Gæftirnar voru góðar í fyrra en í hitteðfyrra voru þær hörmulegar og þá var þetta eintómur barningur.“ Býst við mikilli fjölgun Um 20-30 bátar hafa verið á strandveiðum frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og segir Sverrir athyglisvert að sjá hve mikil fjölgunin verði núna. „Grásleppuvertíðin er svo stutt að það má búast við því að ennþá fleiri bátar nái að byrja strax á strandveiðum. Það verða fleiri um hituna. Í hitteðfyrra voru svo fáir bátar að veiðum að við fengum maí, júní og megnið af júlí nánast út af fyrir okkur. Í fyrra fækkaði dögunum á grásleppunni og þá fjölgaði bátum sem fóru á strandveið- ar og kvótinn kláraðist mun fyrr.“ Sverrir bendir einnig á að brögð séu að því að bátar séu færðir á milli svæða. Til þess að færa báta á milli svæða þarf að flytja lögheim- ili útgerðarinnar. „Það virðist vera sem menn veigri sér ekki við það. Það eru hérna tveir bátar sem eru með heimilisfesti í Hafn- arfirði en útgerðir þeirra eru skráðar með lögheimili hérna í næsta húsi við hliðina á mér sem er sumarbústaður.“ Sverrir segir undarlegt að hægt sé að flakka svona á milli svæða. Þessir aðilar stundi veiðar á svæðinu en skilji engan virðisauka eftir sig. Þessir tveir bátar frá Hafnarfirði lönduðu meira að segja yfirleitt á Norðfirði eða Skagaströnd. Sverrir vill ekki taka svo djúpt í árina að kalla þetta afrán og hallast að því að það séu allir bara að reyna að bjarga sér eftir öll- um leiðum. Loforð um frjálsar handfæraveiðar verði efnt Sverrir segir að jafnvel ekki meira en 2.000 tonna afla- aukning myndi breyta miklu fyrir strandveiðiflotann. „Maður stendur alltaf í þeirri trú að loforð um frjálsar handfæraveiðar verði efnt. Spurningin snýst um það að kvóta 200-300 báta á hand- færaveiðum verði skilað inn og þeir fengju í staðinn að stunda frjálsar handfæraveið- ar frá apríl og fram í október. Við erum með 17 tonn núna á litla bátnum og það er fjöldinn allur af slíkum bátum hringinn í kringum landið og gæti orðið til stór pottur úr þessum aflaheimildum. Ef gefnar væru frjálsar hand- færaveiðar í þessa fjóra til fimm mánuði með kannski þrjár rúllur á hvern bát þá hefðum við ekkert við kvóta að gera. Þetta yrði auk þess mikill búhnykkur fyrir lands- byggðina.“ Sverrir segir að margir af þeim bátum sem voru á strandveiðum í fyrra séu nú til sölu. „Við fiskuðum í fyrra fyrir tæplega 8 milljónir kr. og vorum með allt í topp, bæði hvað varðar veiðar og afurða- verð. Í sumar fáum við svo þennan skell sem er 100 kr. lækkun á meðalverði. Við gerum því ekki ráð fyrir að fiska fyrir nema um 5 til 5,5 milljónir kr. Einstaklingur sem kaupir sér bát fyrir 20 milljónir kr. til að fara á strandveiðar gæti hugsanlega fiskað fyrir 5 milljónir kr. Það sjá það allir að þetta gengur ekki upp og ég held að margir hafi ekki áttað sig á þessu.“ Sverrir að draga inn pokann fulla af kúfiski sem notaður er í beitu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.