Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2012, Side 8

Ægir - 01.01.2012, Side 8
8 F R É T T I R Japanir eru fiskveiðiþjóð eins og við Íslendingar og lengi vel trónuðu þeir efstir á heims- listanum yfir fiskneyslu á hvern íbúa. Á síðustu 50 árum hafa lífshættir breyst með vaxandi áherslu á framleiðslu- drifna iðnaðarframleiðslu á kostnað sjávarútvegs og land- búnaðar. Samtímis hafa margháttuð áhrif vestrænnar menningar höggvið skörð í hefðbundið neyslymynstur Japana. Þetta eru megin- ástæður þess að fiskneysla þeirra hefur dregist verulega saman. Í augum flestra Ís- lendinga er land hinnar rís- andi sólar táknmynd fram- leiðni, hátækni, skipulags, vinnusemi og aga. Þannig er það líka á flestum sviðum þjóðlífsins þar eystra. En þeg- ar kemur að sjávarútvegi lýtur hann allt öðrum lögmálum. Ayumo Katano, fram- kvæmdastjóri uppsjávardeild- ar hjá Maruha Nichiro Sea- foods í Tókýó, segir sjávarút- veg í Japan fastan í viðjum fortíðar; óskilvirkan, óarðbær- an, ósamkeppnisfæran og óabyrgan þegar kemur að veiðum og stjórn auðlinda hafsins. Hann var á ferð hér- lendis nýverið og telur að landar hans gætu margt af Ís- lendingum lært þegar kemur að fiskveiðistjórn. Katano vinnur nú að gerð bókar um ábyrga stjórnun fiskveiða og horfir mjög til ríkja eins og Ís- lands þegar kemur að góðum fordæmum. Hann óttast hins vegar að japönsk stjórnvöld muni ekki breyta afstöðu sinni til sjávarútvegs. Hann njóti að þeirra mati algjörrar sérstöðu á allan hátt. Gríðarlegt tjón í flóðum Hörmungar í kjölfar jarð- skjálftans, sem varð í mars sl. og leiddi af sér miklar flóð- bylgjur og gríðarlega eyði- leggingu, hafa ekki bætt úr skák. Helstu sjávarútvegs- byggðir Japan urðu sérstak- lega illa úti. Um 6.000 fiski- skip eyðilögðust eða löskuð- ust og um 1.100 fiskvinnslur. Land hefur sigið í kjölfar hamfaranna þannig að ofan á uppbyggingarstarfið bætast vandamál vegna ágangs sjáv- ar. Katano segir ljóst að lang- an tíma taki að byggja starf- semina upp að nýju. Um 70 ára skeið var Japan mesta fiskveiðiþjóð heims. Svo er ekki lengur þótt um- svifin séu mikil. Afli japanska fiskiskipaflotans hefur dregist stórkostlega saman á síðasta aldarfjórðungi. Heildarveiðin var tæplega 13 milljónir tonna árið 1984 en var komin niður í 5,4 milljónir tonna ár- ið 2009. Þrátt fyrir minnkandi fiskneyslu – þvert á þá þróun sem á sér stað víða um heim – nægir aflinn ekki til að svara eftirspurn innanlands. Japanir flytja því inn um 2,5 milljónr tonna af fiski, m.a. í talsverðum mæli héðan frá Ís- landi. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru ekki nein teikn á lofti um að stjórnvöld í Japan hyggist grípa í taumana. Japanskir sjómenn eru um 200.000 tals- ins og um helmingur þeirra er 60 ára eða eldri. Nýliðun er mjög lítil í japönskum sjáv- arútvegi. Afkoma er léleg og framtíðarhorfur óljósar. Laun sjómanna eru aðeins um helmingur meðallauna í Jap- an, jafnvel þótt þeir taki sér varla frídag allan ársins hring. Katano segir að enginn sjó- maður sleppi róðri af ótta við að einhver annar veiði þann fisk sem kann að finnast. Þetta ástand sé bein afleiðing af því fyrirkomulagi sem sjáv- arútvegurinn búi við. Samtök sjómanna íhaldssöm Það kann að hljóma undar- lega að samtök sjómanna í Japan hafi ekki þrýst á stjórn- völd um breytingar á fyrir- komulagi fiskveiðistjórnar. Katano segir skýringu vera á Á japönskum fiskmarkaði. Ayomo Katano hjá Maruha Nichiro Seafoods í Japan telur landa sína geta margt lært af íslenskri fiskveiðistjórn: Japanskur sjávarútvegur fastur í viðjum fortíðar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.