Ægir - 01.01.2012, Page 13
13
B L E I K J U R A N N S Ó K N I R
„Í NordChar verkefninu erum
við að horfa til breytinga sem
verða á lífríkinu á Norður-
heimskautssvæðinu samhliða
sveiflum í hitafari og við horf-
um sérstaklega til bleikjunnar
í þessari rannsókn. Fyrst og
fremst erum við að skoða
villta bleikju, áhrif veðurfars-
breytinga á náttúruleg heim-
kynni hennar en jafnframt er-
um við að skoða hvaða afleið-
ingar þetta hefur á náttúrufar
og veiðar. Liður í þessu er
einnig að horfa til þróunar í
eldi á bleikju,“ segir Ragnar
Jóhannsson, fagstjóri hjá
Matís um NordChar verkefnið
sem Matís tekur nú þátt í
ásamt aðilum í Kanada, Nor-
egi og Skotlandi og beinist að
bleikju á Norður-Atlantshafs-
svæðinu. Ragnar stýrir verk-
efninu fyrir hönd Matís en
þátttakendur eru bæði há-
skólar og rannsóknafyrirtæki.
Auk Matís frá Íslandi tekur
Veiðimálastofnun einnig þátt í
NordChar.
„Þetta er erfðafræðiverk-
efni þar sem við komum
okkur upp genabanka fyrir
bleikju, kortleggjum þannig
erfðir og eðliseiginleika
hennar á mismunandi svæð-
um. Með því að safna saman
erfðaupplýsingum í miðlægan
gagnagrunn getum við nýtt
þær upplýsingar til að skoða
þróun og jafnvel spá fyrir um
hana,“ segir Ragnar en í verk-
efninu eru raðgreind hvat-
beragen úr sýnum fiska sem
tekin eru í ám á mjög stóru
svæði. Sýni eru fengin úr ám
á meginlandi Evrópu, í
Skandinavíu, Íslandi, Skot-
landi, Grænlandi, Kanada og
Rússlandi.
Upplýsingar úr fortíðinni
nýtast framtíðinni
„Hvatberaerfðaefni erfist frá
móður til afkvæmis og þann-
ig fáum við fram móðurættar-
tréð fyrir bleikjuna í kringum
Norðurheimskautið. Með það
í höndum getum við síðan í
framtíðinni tengt alls kyns
upplýsingar, svo sem um
vaxtarhraða, sjúkdóma og
slíkt, við upplýsingar úr
erfðaefni bleikjunnar og kall-
að þannig fram mikilsverð
gögn sem til að mynda geta
nýst í bleikjueldi í framtíð-
inni. Erfðafræðilegar upplýs-
ingar er hægt að nota með
beinum hætti til að ná fram
þeim eiginleikum í fiskinum
sem framleiðandinn óskar. En
fyrsta skrefið, og það sem
NordChar snýst um, er að
búa til þetta erfðafræðilega
tré og leggja þannig grunninn
til framtíðar. Við erum í raun
að afla upplýsinga úr fortíð-
inni til að geta spáð fyrir um
framtíðina og jafnvel haft
áhrif á þróunina í þágu eldis
eða veiða á villtri bleikju,“
segir Ragnar.
Í verkefninu nýtist vel sú
raðgreiningartækni sem Matís
hefur yfir að ráða til erfða-
rannsókna. Fyrsta áfanga í
verkefninu verður lokið í árs-
byrjun 2012 og segja má að
þá hefjist hin eiginlega vinna
við að byggja genabankann
upp, ásamt því að skrá þær
víðtæku upplýsingar sem að-
gengilegar verða á bak við
hvert sýni. Gert er ráð fyrir
að verkefninu ljúki í árslok
2012.
Segja má að heimur bleikjunnar á Norðurheimskautssvæðinu sé viðfangsefni NordChar verkefnisins.
Erfðaupplýsingar bleikjunnar
á Norðurheimskauts-
svæðinu kortlagðar
Ragnar Jóhannsson, fagstjóri hjá Mat-
ís.