Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2012, Page 15

Ægir - 01.01.2012, Page 15
15 F I S K A F U R Ð I R Rekjanleiki og umhverfisáhrif fiskafurða eru burðarásinn í verkefninu WhiteFish sem styrkt er af Evrópusamband- inu en Matís vinnur að því ásamt aðilum í Noregi, Sví- þjóð, Bretlandi og Hollandi. Verkefnið gengur út á að þróa aðferðir til að meta hvaða umhverfisáhrif fiskaf- urðir hafa, allt frá veiðum til neytanda. Við mat á umhverf- isáhrifum er byggt á LCA vist- ferilsgreiningu sem þýðir að greiningin nær til allrar virðis- keðjunnar. Er því tekið tillit til þátta eins og ástands fiski- stofnanna, áhrifa veiðiað- ferða, orkunotkun við vinnslu og flutning, sóun í ferlinu, eyðingu eða endurvinnslu umbúða o.s.frv. „Miðað við þá reynslu sem fengist hefur varðandi um- hverfismerkingar sjávarafurða þá eru upplýsingar sem þess- ar mikilvægastar fyrir heild- og smásöluaðila vörunnar. Fæstir neytendur leggja á sig að sökkva sér ofan í þessa þætti en þeir treysta því aftur á móti að sá sem selur þeim sjávarafurðir sé að bjóða vöru sem hafi ásættanleg umhverf- isáhrif. Stórar verslanarkeðjur hafa sín eigin viðmið hvað þetta varðar og með WhiteF- ish-verkefninu erum við að stíga skrefið enn lengra en gert er með „hefðbundnum“ umhverfismerkingum og reikna umhverfisáhrifin út fyrir alla virðiskeðju afurð- anna,“ segir Jónas Rúnar Við- arsson, fagstjóri hjá Matís. Villt norræni fiskurinn mætir samkeppni „Á síðustu misserum hefur villtur fiskur úr N-Atlantshafi mætt aukinni samkeppni á mörkuðum frá ódýrum rækt- uðum fiski frá Asíu og Afríku s.s. pangasius og tilapia. Með WhiteFish-verkefninu von- umst við til að geta sýnt fram á að okkar fiskur hafi minni umhverfisáhrif en þessi sam- keppnisvara, þegar allt er tal- ið til.“ Við þróunarvinnuna í verkefninu er unnið með fersk fiskflök frá Íslandi og einnig er sami ferill skoðaður hvað varðar ferskan heilan fisk frá Íslandi sem fluttur er í gámum til Grimsby í Bret- landi og unninn í vinnslum þar. Þriðja rannsóknarefnið er sjófrystur fiskur frá Noregi og loks í fjórða lagi fiskréttir framleiddir í Svíþjóð. „Út frá þessu verkefni má síðan segja að hafi þróast hliðarverkefni, stutt af Nordic InnovationCentre, þar sem við erum að skoða hvaða upplýsingar afurðamarkaður- inn, þ.e. smásalar og neyt- endur, kallar eftir. Bæði hvað varðar innihald upplýsing- anna og form þeirra. Þetta eru spurningar á borð við þær hvort neytendur vilja fá með vörunni upplýsingar um veiðiaðferð og ástand veiði- stofns, hversu nákvæmar innihaldslýsingar þurfa þá að vera, hvort betra sé að þróa kóðakerfi þannig að neytend- ur geti farið sjálfir í tölvu og rakið feril vöru og svo fram- vegis. Þróun á framsetningu þessara upplýsinga gagnvart neytendum getur skapað nor- rænum fiskafurðum ákveðna sérstöðu og á þann hátt eru þessar rannsóknir eftirsóknar- verðar,“ segir Jónas Rúnar. Umhverfisáhrif fiskafurða rannsökuð „Á síðustu misserum hefur villtur fiskur úr N-Atlantshafi mætt aukinni samkeppni á mörkuðum frá ódýrum ræktuðum fiski frá Asíu og Afríku s.s. pangasius og tilapia. Með WhiteFish-verkefninu vonumst við til að geta sýnt fram á að okkar fiskur hafi minni umhverfisáhrif en þessi samkeppnisvara, þegar allt er talið til.“ Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.