Ægir - 01.01.2012, Síða 23
23
ingar á fiskveiðistjórnuninni.
Sævar segir óþolandi hvernig
tíminn hafi liðið, þrjú ár í
röð, án niðurstöðu. „Stjórn-
málamenn geta haldið því
fram að þrátt fyrir þetta gangi
vel í sjávarútvegi. En það er
hreint ekki þeim að þakka.
Við höfum verið svo heppin
að vel hefur fiskast og á sama
tíma hefur afurðaverð verið
hátt og það hjálpar auðvitað
þjóðfélaginu öllu. Yfirlýsing-
arnar eru það versta þegar
ekki fylgja á eftir aðgerðir og
niðurstaða. Þá er allt í óvissu
– eins og raunin hefur orðið.
Slík vinnubrögð gagnrýni ég,“
segir Sævar og bendir á að í
átakaumræðunni um sjávarút-
vegsmálin gleymist yfirleitt
hagsmunir stórra hópa á borð
við sjómenn og fiskverkafólk.
„Hvað sem segja má um
verðmyndunarkerfið, sem ég
er ósáttur við, þá má ljóst
vera að minna verður til
skipta fyrir útgerðina eftir því
sem stjórnvöld sauma meira
að henni. Og blasir þá við
öllum að fyrir því verður
starfsfólkið í greininni – sjó-
menn, fiskverkafólk og aðrir.“
Sævar segir vissulega hægt
að halda því fram að aðilar í
sjávarútvegi hafi getað brugð-
ist á annan hátt við áformum
stjórnvalda en bendir jafn-
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Sjómenn hvetja til þyrlukaupa
Á formannafundi Sjómannasambands Íslands í Stykkishólmi í október síð-
astliðnum var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fá nú
þegar að minnsta kosti tvær stórar björgunarþyrlur til landsins.
„Megin verkefni þyrlanna er að annast leit og björgun, en
einnig sinna þær brýnum sjúkraflutningum og öðrum öryggistengdum
verkefnum. Á 17 ára tímabili frá 1994 – 2010 hefur alls 1513 einstaklingum
verið bjargað með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þar af voru bjarganir á sjó
alls 361 og um helmingur þeirra utan 20 sjómílna. Í um 71% tilvika er talið
að notkun björgunarþyrlu hafi skipt sköpum við björgunina. Það er því
lífsspursmál fyrir sjómenn að alltaf séu tiltækar þyrlur til björgunar þegar
óhöpp verða.
Formannafundur SSÍ haldinn í Stykkishólmi dagana 21. og 22. okt. 2011
skorar því á innanríkisráðherra að tryggja að Landhelgisgæslan fái nú þeg-
ar a.m.k. tvær stórar þyrlur til viðbótar núverandi þyrluflota sínum til að
hún geti sinnt lögbundnu hlutverki við eftirlits og björgunarstörf.“
Hagsmunir sjómanna og fiskverkafólks vilja um of gleymast í umræðunni, að mati formanns Sjómannasambandsins.