Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Síða 29

Ægir - 01.01.2012, Síða 29
29 S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A Varðskip og önnur leiguskip Árið 1930 urðu þó tímamót í íslenskum fiskirannsóknum. Fiskifræðingur var ráðinn í fullt starf hjá Fiskifélagi Ís- lands. Þetta var Árni Friðriks- son sem hafði árið áður lokið námi frá háskólanum í Kaup- mannahöfn. Á námsárunum hafði hann kynnst dönskum hafrannsóknum en þær stóðu með miklum blóma um þetta leyti. Fljótlega eftir að Árni hóf störf hjá Fiskifélaginu fór að veiðast hér við land fjöldi merktra þorska frá Græn- landi. Vorið 1934 gerði Árni tilraun til að hrinda af stað rannsókn á gönguleiðum þorsksins frá Grænlandi til Ís- lands í þeim tilgangi að finna ný fiskimið. Þegar ekkert varð úr rannsóknaleiðangrin- um skrifaði Árni: „Það má fullyrða að við Íslendingar er- um sjálfir ófróðastir allra manna um hafið milli Íslands og Grænlands, svo ófróðir t.d. samanborðið við Norð- menn að það gengur villi- mennsku næst. Við rekum okkur á það hvað eftir annað að okkur vantar rannsókna- skip, skip sem engu öðru en rannsóknum þarf að sinna nema þá landhelgisgæslu um leið, skip sem er nægilega ódýrt til að þola langa notk- un á hverju ári“.4 Vorið 1935 þurfti Árni nauðsynlega að fá vel búið skip til að kanna hvort ekki væri unnt að hefja stórfelldar síldveiðar að vetrarlagi á hrygningarstöðvum Norður- landssíldarinnar en talið var víst að þennan mikla síldar- stofn væri þá að finna við suðurströndina. Stjórnvöld brugðust skjótt við og létu Árna fá afnot af varðskipinu Þór frá miðjum mars 1935 fram í miðjan apríl.5 Að vísu fann Árni ekki Norðurlands- síldina við suðurströnd Ís- lands og því fékk hann þá hugmynd að hún væri við vesturströnd Noregs að vetr- arlagi og hrygndi þar. Segja má að Þórsleiðangurinn vorið 1935 hafi markað tímamót að því leyti að næstu 30 árin voru varðskipin oft notuð til fiski- og hafrannsókna. Þór var t.d. við karfaleit í nærri tvo mánuði sumarið 1936. Þá var hann við rannsóknir í Faxaflóa árin 1937 og 1939 vegna hugmynda um að banna allar togveiðar í flóan- um. Á miðju ári 1938 var komið fyrir rannsóknastofu í skipinu en hún auðveldaði mjög alla vinnu við rann- sóknastörfin um borð. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Rannsóknastofan var rifin úr skipinu ári síðar þegar það var leigt til fiskflutninga.6 Þessu til viðbótar fékk Árni Friðriksson að nýta varðbáta við áturannsóknir og sjávar- hitamælingar á síldarmiðun- um norðanlands sumurin 1938-1941. Komu þar einkum við sögu Óðinn, annað skip gæslunnar með því nafni, 75 tonna trébátur smíðaður á Akureyri 1937 og Sæbjörg, 67 tonna trébátur, smíðaður í Danmörku, einnig árið 1937. Þrátt fyrir dræmar undir- tektir stjórnvalda og kreppu á fjórða áratug 20. aldar kann- aði Árni Friðriksson mögu- leika á smíði rannsóknaskips erlendis sem yrði á stærð við íslensku togarana á þeim ár- um, um 300 tonn. Voru gerð- ar frumteikningar að slíku skipi.1 Á styrjaldarárunum 1939- 1945 fer af eðlilegum ástæð- um engum sögum af hug- myndum eða tillögum um hafrannsóknaskip en fljótlega eftir lok heimsstyrjaldarinnar komst málið aftur á dagskrá og 4. og 6. september 1946 birtust í Morgunblaðinu tvær heilsíðugreinar með þversíðu- fyrirsögn: „Íslendingar verða að eignast hafrannsókna- skip“. Höfundur var Hermann Einarsson fiskifræðingur.7,8 Hann hafði verið við nám og rannsóknir í Danmörku öll stríðsárin. Þá hafði hann tek- Hér birtist fyrsta grein af þremur eftir Jakob Jakobsson og Ólaf S. Ástþórsson þar sem þeir gera skil sögu íslensku haf- rannsóknaskipanna. Ólafur S. Ástþórsson.Jakob Jakobsson. 2. mynd. Dröfn eldri. Ljósm. Ólafur S. Ástþórsson.1. mynd Hafþór eldri. Ljósm. Eiríkur Þ. Einarsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.